Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 6
70 LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS Ómeuntað fólk sem kann listina að lifa Hannesson frá Hnausum í Meðal- landi, frændi minn. Hann sagði mér margar sögur af hrússa og skal eg aðeins hnýta einni þeirra hér við. Á Héraði var það þá siður að hafa fjárhúshurðir tvöfaldar, var fyrst breið hurð að neðan, en mjórri hurð að ofan. Var efri hurð- in oft höfð opin, svo að gott loft væri í húsunum. Hrútarnir á Egils- stöðum voru „spilaðir af“ innst í fjárhúskró og há milligerð þar. Nú var það eitt smn er Gísli kom í þetta hús, að hrússi var horfinn, og skildi enginn maður í með hverjum hætti hvarf hans hefði orðið. Var helzt grunur á, að einhver hefði hnuplað honum handa ám sínum. En svo var ekki. Hrússi hafði lyft sér yfir milligerðina, og síðan stokkið út úr húsinu um efri gátt- ina í dyrunum. Þetta upplýstist kvöldið eftir. Þá kom póstur ofan úr Skriðdal með þær fréttir, að hrússi hefði verið kominn í úti- gönguærnar á Borg í Skriðdal þá um morguninn. Þarna er dagleið á milli. Hrússa hefir þótt miðsvetr- arlífið dauflegt í hrútastíunni á Egilsstöðum og minnzt frjálsræðis- ins, sem hann átti á fjöllum með ánum 1 Kálfafellskoti veturinn áð- ur. Hefir hann sennilega ætlað að strjúka þangað, og farið greitt. En er hann hitti ærnar á Borg, hefir honum þótt óþarfi að leita lengra. — o — Það má ekki minna vera en að eg minnist þessarar vitskepnu, áð- ur en ellin leggur mig að velli, sagði Stefán að lokum. Eg er alveg sannfærður um það, að allt féð hefði drepizt í höndunum á okkur á Breiðármerkursandi forðum, ef hrússi hefði ekki verið, og það eru jafnvel mestar líkur til þess að við bræður hefðum þá ekki komizt lif- andi af sandinum. Og svo geta sumir menn verið svo hlálegir að tala um „skynlausar skepnur“! Eg er hér um bil viss um, að ef ein- Ókunn lönd og þJóðir í HÉRAÐINU Bihari í Indlandi, sem er vestur af Kalkutta, á heima þjóðflokkur, sem nefnist Orason. Hann hefir það til síns ágætis að hann er léttlyndari og glaðværari heldur en aðrir, en jafnframt dug- legri og reglusamari. Akrar þeirra eru vel hirtir og þorpin hreinleg. Húsin eru snotur og þeim er vel við haldið. Þetta eru leirhús, en veggirnir eru slétt- ir og fágaðir og vel gerð helluþök eru á húsunum. Þetta er meira en hægt er að segja um önnur þorp í Indlandi. En hitt er þó jafnvel enn merkilegra, að hér er farið vel með skepnur. Flestir bændur eiga nokkur svín, og þau eru geymd í þrifalegum stíum, þar sem þau eta úr steinkerum. Hundarnir eru líka þriflegir, og það er nýlunda. Orasonsmenn kunna vel að skemmta sér og eru síkátir. Það þarf ekki neitt tilefni að menn komi saman í húsagörðum til að skemmta sér. Það er eins og þeir finni það á sér að þarna eigi að vera skemmtun, og svo koma þeir. Veitingar eru fram bornar. hver maður hefði unnið það af- reksverk að bjarga 150 fjár og líf- um fjögurra manna, þá hefði hon- um verið reist veglegt minnis- merki, öll blöðin hefði birt um hann langar greinar, og jafnvel verið skrifaðar bækur um hann. En hrússa mínum verður að nægja þessi stutta frásögn, af því að hann var bara sauðkind. Á. Ó. skráði. eldra fólkið fær sér pípur og reyk ir, skrafar saman og allir eru eins og á hjólum. Unga fólkið bíður þangað til það heyrir trumbuslátt nálgast. Þá rýkur það allt saman til aðaltorgsins og svo er farið að dansa. Og þá þolir eldra fólkið ekki við. Það kemur líka á torgið. Gaml- ir menn og konur, sumar með barnabörn sín á bakinu, taka hönd- um saman og ganga í dansinn og snúast og stappa eins og þau hafi kastað ellibelgnum. Slíkar dansskemmtanir geta haf- izt hvaða kvöld sem er, en við há- tíðleg tækifæri eru þær með meiri viðhöfn. Þá verða ungu mennirnir að skreyta danssvæðið með veifum og pálmablöðum. Og svo er skurð- goð þorpsins sótt og borið inn á svæðið, skreytt með blómum, og hana fórnað. Þótt flestir þeirra sé heiðingjar, hafa margir þeirra snúizt til ann- arra trúarbragða. Sumir eru róm- versk-kaþólskir, sumir Lúterstrú- ar, aðrir Hindúar og enn aðrír Múhamedstrúar. En þetta hefir ekki haft nein áhrif á samlyndi þeirra og glaðværð. Að vísu mega menn ekki taka sér konu af öðrum trúarflokki, en það veldur hvorki vandræðum né sundurþykkju. Orasons eiga margar fornar venj- ur, sem þeir halda í heiðri. Á meðal þeirra er sú, að allir drengir eru settir í félagsheimili þegar þeir eru 6—7 ára að aldri. Félagsheimilið er stór bygging, sem nefnist Dhum- karia og stendur jafnan í miðju

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (15.02.1959)
https://timarit.is/issue/241032

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (15.02.1959)

Aðgerðir: