Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 79 Anastasia hin umdeilda keisaradóttir SUÐUR í Myrkviði (Schwarztwald) er lítið þorp, sem heitir Unterlengen- hardt. Það er aðeins ein gata. Húsin eru fornfáleg og með háum þökum. Á einum stað sjást merki þess, að þar hefir fyrrum verið aldingarður, en er nú í niðurlægingu og órækt. Þar um- hverfis er há vírgirðing og ofan á hana strengdur gaddavír. Tvö hlið eru á girðingunni og járngrindur 1 báðum, og eru þær alltaf lokaðar og læstar. Inni í þessari girðingu stendur óséleg- ur kofi undir eplatré og sést varla á annað en bárujárnsþak og reykháf. Þetta er bústaður önnu Anderson, öðru nafni Anastasía stórfurstaynju og dóttur Nikulásar, seinasta keisara hins rússneska ríkis. Það var árið 1921 að lögreglan í Berlín bjargaði ungri stúlku, sem ætl- aði að drekkja sér í síki. Þegar farið var að yfirheyra hana, kvaðst hún vera yngsta dóttir keisarans. Menn vildu ekki trúa því, þar sem talið var víst að öll keisarafjölskyldan hefði verið myrt í Ekaterinburg 1918. En ýmislegt kom þó fram, er studdi frá- sögn þessarar stúlku. Hefir staðið hin mesta rekistefna út af þessu í 37 ár. Margir halda því fram að hún segi satt, að hún sé Anastasía, yngsta dóttir keisarans, og hafi komizt undan morð- ingjunum. Aðrir halda því fram, að þetta sé vitleysa ein. En dómstóll í Hamborg mun nú brátt skera úr því hvort hún sé sú, sem hún þykist vera. Úrskurður dómstólsins sker úr um það, hvort hún hefir leyfi til þess að kalla sig stórhertogaynju og hvort hún erfir það fé, sem Rússakeisari átti inni í bönkum erlendis. í þessum kofa í Myrkviði hefir hún nú átt heima í 17 ár. Hún heldur því stöðugt fram, að hún sé dóttir Rússa- keisara. Sést það og bezt á sjálfsævi- sögu hennar, „I Anastasia“, sem ný- lega kom út í Englandi. Af þessari sögu hennar hafa verið gerðar tvær kvikmyndir, og lifir hún á því fé, sem hún fær fyrir þær. Annars lifir hún þarna nokkurs kon- ar einsetulífi og leyfir engum að heim- sækja sig. Hún hefir leynisíma, svo að áleitnir fréttamenn &eti ekki náð til sín.« En hún hefir verið höfuðsetin af fréttamönnum öll þessi ár. Þeir hafa komið þanga*ð í hópum, en rekið sig á lokuð hlið. Og það er alveg sama hvort þeir berja, æpa eða kasta grjóti, þeim er ekki anzað. í kofanum hjá henni er ein kona og hefir verið þar í 17 ár. Það er þýzk ekkja, sem heitir von Heydebrand og er nú áttræð að aldri. Kallar Anastasia hana hirðmey sína. Hv'orug þeirra fer nokkuru sinni út fyrir girðinguna. Aðalskemmtan Anastasiu er nú að lesa myndablöð og sagnfræði. Ekki gætu þær nú hafst þarna við og lokað sig inni, nema því aðeins að einhver væri þeim til aðstoðar, til þess að færa þeim matvæli og annað, sem þær þurfa á að halda. Til þess hafa þær valið stúlku, sem heitir May- hoff. Þegar hún kemur að hliði girð- ingarinnar, verður hún alltaf að hrópa og kalla á þær. Þá kemur frú von Heydebrand út að hliðinu og hefir með sér þrjá stóra varðhunda. Þar tek- ur hún við því, sem Mayhoff hefir að færa, lokar svo hliðinu og fer heim í kofann aftur. Nýlega reyndi enskur fréttaritari að ná tali af Anastasiu. Hann kom sér í kynni við barónsfrú von Miltitz, sem er ein af fáum vinum Anastasiu. Með milligöngu hennar leyfði Anastasia fréttaritaranum að tala við sig í síma, vegna þess að hann væri kominn um svo langan veg til þess að reyna að ná tali af sér. Hún vill hvorki tala rússnesku né þýzku, heldur aðeins ensku, og hefir á henni harðan framburð. Hún sagði að það væri vegna þess, að á heimili for- eldra sinna hefði alltaf verið töluð enska, keisarahjónin hefði aldrei talað rússnesku, nema ef þau þurftu að ávarpa þjónustufólk sitt. Hún sagði að sér hefði þótt mjög vænt um England og allt sem enskt var. „En Englending- ar komu ekki vel fram við föðurland mitt — og því get eg aldrei gleymt“, sagði hún. Fréttamaðurinn spurði hana um málaferlin út af ætterni hennar. Hún kvaðst ekki hafa neinn áhuga á þeim — lögfræðingar hefði neytt sig út í þau. „Mér stendur á sama hvernig þetta fer“, sagði hún, „því að eg hefi ekki neinn kjark lengur". Hún sagði að sig langaði til þess að fara til Costa Rica, „því að þar á eg ættingja“. En þeir sem henni eru kunnugastir telja ólíklegt að hún fari þangað, þvi að bæði sé hún orðin kjarklaus, eins og hún sagði sjálf og auk þess heilsulaus eftir margar raun- ir og skort. Hún var orðin berklaveik þegar lögreglan í Berlín náði í hana og hún fær stöðugt hitasóttarköst. Auk þess er sálarlíf hennar lamað. „Hún er sá mesti einstæðingur, sem eg þekki“, sagði barónsfrú Miltitz. „Hún lifir enn í fortíðinni og hefir myndað nokkurskonar skel milli sín og nútíðarinnar. Maður getur tárast er maður hugsar um raunir hennar. En eg er viss um að hún er sú, sem hún þyk- ist vera. Til þess bendir háttvísi henn- ar, hefðarsiðir og nákvæm þekking á hirðlífinu í Rússlandi". Blóðið er e/ns í öllum MARGIR hafa stært sig af því, að göfugra blóð renni í æðum sínum en annarra. Og yfirleitt munu hvít- ir menn hafa talið, að göfugra blöð rynni sér í æðum, heldur en í æð- um hörundsdökkra manna. En þetta er tóm ímyndun. Blóðið er eins í öllum mönnum. Að vísu eru til nokkrar blóðtegundir, eða blóð- flokkar, A, B og O, en þeir koma fyrir hjá öllum þjóðum, alveg sama hver hörundslitur þeirra er, eða hvort þær hafa alizt upp við misjöfn lífskjör og ólíka staðháttu. í seinni heimsstyrjöldinni var þúsundum hvítra manna gefið blóð úr Svertingjum, og þúsundum Svertingja gefið blóð úr hvítum mönnum, og gafst vel. Síðan hefir verið fylgzt með þessum mönnum, til þess að vita hVort blóðgjöfin hefði nokkur áhrif á þá til hins verra eða betra, en engin slík ein- kenni hafa komið í ljós.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.