Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 4
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Var þetta skynlaus skepn, Sá sem öllu bjargaði FIMMTÁN ár eru nú síðan eg kynntist Stefáni Filiuppussyni ferðagarpi fyrst. Margar skemmti- legar stundir höfum við átt saman á hverju ári síðan. Hefi eg ritað margar frásagnir eftir honum, og birtust flestar þeirra í bókinni „Fjöll og firnindi“, sem út kom fyrir rúmum 10 árum. Ber margt til þess að okkur Stefáni hefir jafn- an orðið skrafdrjúgt, þá er fundum bar saman, þó einkum það að hann segir skilmerkilega frá, er stál- minnugur og hefir í margt ratað um ævina. Nú er Stefán orðinn gamall mað- ur, kominn nær níræðu, en skapið er óbreytt og frásagnargleðin, þeg- ar eitthvað gamalt ber á góma. Hann kom til mín hérna um dag- inn og barst talið þá að íslenzkum húsdýrum, þessum „skynlausu skepnum“, sem sumir kalla svo, Vorum við þá sem oft áður sam- mála, því að hvorugur leggur trún- að á að húsdýrin sé „skynlaus“. Rifjuðum við upp margar sögur, er sýndu hið gagnstæða. Og að lokum sagði Stefán: „Úr því að við erum farnir að tala um þetta, þá verð eg að biðja þig að skrifa fyrir mig söguna um hann forystuhrússa okkar. Hans er að vísu getið í bókinni „Fjöll og firnindi“, þar sem sagt er frá hinni slörkulegu ferð okkar bræðranna með fjárrekstur frá Fljótshverfi austur á Fljótsdalshérað um sum- armálin 1897. En mér finnst hrússi eiga það að mér, að eg segi sögu hans nokkuð ítarlegar en þar er gert, þar sem eg tel að hann hafi þá með vitsmunum sínum og dugn- aði bjargað 150 fjár og jafnvel lífi okkar bræðranna fjögurra11. Og svo sagði hann mér söguna á þessa leið: o----o-----o Hannes Jónsson póstur á Núp- stað lærði silfursmíði hjá föður mínum, Filippusi Stefánssyni 1 Kálfafellskoti. Og haustið 1895 sendi Hannes honum svo móru- hálsótta veturgamla á, svo sem borgun fyrir kennsluna. Var ær þessi komin út af villifénu í Núp- staðarskógum, og kippti henni í kynið, því að hún var ljónstygg, en þó bar ekkert á forystueðli 1 henni. Um veturinn fekk hún lamb og næsta haust kom hún af fjalli með fallegan hrút. Hann var þegar tek- inn undan henni, hafður í húsi um veturinn og fekk sæmilegt fóður. Næsta vor var hann svo rekinn fram á Eystrafjall, ásamt nokkrum öðrum hrútum. Var þá ekki annað fé þar fyrir en 8 villikindur. Þess má geta hér, að villiféð samlagað- ist aldrei heimafé á sumrin, hefir sennilega fundið af því húsaþefinn og ekki þótt hann góður. Um haustið voru hrútarnir sótt- ir, en þá fannst ekki hrússi okkar. Seinna var eg svo sendur ásamt tveimur piltum frá Núpstað inn í Núpstaðarskóga, til þess að reyna að ná í villihrúta. Við fórum inn i sæluhúskofann hjá Eystrafjalli og gistum þar um nóttina, en lögðum á stað inn á fjall þegar er sauðljóst var næsta morgun. Rákumst við þá fljótt á villikindurnar, sem alltaf heldu hópinn. Hófst nú eltingaleik- ur við þær og stóð allan daginn. Barst leikurinn fram og aftur um fjallið, sitt á hvað, og undir rökkur í höfðum við elt þrjár kindur upp í Súlutinda. Þar misstum við þær út úr höndunum á okkur, því að þær þutu út á skriðjökulinn niður úr Súlnadal. Nú var komið kvöld, en bjart, tunglsljós. Lausasnjór var á skrið- jöklinum og gátum við því rakið slóðirnar. Undir var jökullinn háll og ósléttur, en kindurnar fóru á sprettinum og skrikaði aldrei fótur. Þannig heldu þær áfram niður all- an jökul og alla leið niður á Skeiðarársand fyrir norðan Súlu. Þetta voru þrír hrútar og voru tveir þeirra nú orðnir svo að- þrengdir eftir hlaupin, að þeir gáf- ust upp. En einn þeirra lét ekki á sjá. Og þegar eg kom nær, þekkti eg að þetta var hrússi okkar. Hann hefir einhvernveginn fundið til skyldleikans við villiféð. Þess vegna hefir hann yfirgefið heima- hrútana um sumarið og hænst að villihrútunum. Ekki hikaði hann við að leggja í Núpsvötnin og gátum við draslað hinum hrútunum á eftir honum, og gekk svo heim í rétt á Núpstað. Þar var hrússi handsamaður og fórum við með hann heim að Kálfafellskoti. Þar var hann svo hafður á gjöf með hinum hrútun- um fram að fengitíma. Þá var hon- um sleppt til ánna og gekk hann úti með þeim allan veturinn þaðan af. Þá komu forystuhæfileikar hans í ljós, því að alltaf var hann á und- an, hvort sem jörð var auð, eða snjór yfir öllu. Um sumarmálin var öllu fénu smalað og svo lögðum við á stað með það austur á bóginn. En áður kom Þorsteinn Guðmundsson á Maríubakka gegngert heim til okk- ar til þess að biðja okkur að láta sig fá hrússa, og bauð að gefa tvo fullorðna sauði fyrir hann. Eg vildi ekki skiftin, og þess hefir mig aldrei iðrað. Hrússi tók þegar forystuna þeg- }

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.