Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 9
LEÖBÓK MORGUNBLAÐSINS 7J það að fólkið vill ráða sig til vinnu hér á landi. Mun nú allur bátaflotinn komast á veiðar upp úr mánaðamótum. Togararnir hafa enn verið að veið- um á Fylkismiðum og hefir þar ekki verið neitt lát á karfaafla. En tregur afli hefir verið hér við land. Það þótti tíðindum sæta, að einn af togurum bæarútgerðar Reykjavikur, Ingólfur Arnarson, kom allt í einu til Grimsby með afla sinn og seldi hann þar fyrir gott verð. Er það fyrsta isfisksala í Englandi síðan landhelgisdeilan hófst. Síðan seldu þar togararnir Fylkir, Karlsefni og Ólafur Jóhannesson. Urg- ur varð í brezkum togaraskipstjórum út af þessu og hótuðu þeir verkfalli, ef íslenzkum togurum væri ekki bann- að að landa í Englandi. Við það sat um mánaðamót. — Mikill sildarafii var í Faxaflóa, en féir bátar stunduðu þá veiði. LANDHELGIN Verndarsvæði brezku landhelgis- brjótanna fyrir Vesturlandi voru nú lögð niður, en opnuð önnur verndar- svæði fyrir austan land. Fáir togarar stunduðu þó veiðar í landhelgi í þess- um mánuði. — Anderson flotaforingi við ísland, lofaði að reyna að híndra spellvirki brezkra togara á veiðar- færum íslenzkra skipa (25.) SLYSFARIR Bjarni Hjaltalín, starfsmaður hjé Rafveitu Akureyrar, fell niður úr ljósastaur og slasaðist (3.) Skúli Hermannsson frá Hnífsdal, há- seti á togaranum Sólborgu, fell fyrir borð og drukknaði (3.) Maður slasaðist í Fiskiðjuveri ríkis- ins þannig, að hann lenti með hönd undir færibandi og meiddist mik- ið (4.) Sjúkraflugvél Akureyrar fórst á Vaðlaheiði og með henni 4 ungir menn, flugstjórinn Jóhann M. Helgason og þrír piltar frá Hrísey. Voru tveir þeirra, Guðmundur Kristófersson og Stefán Hólm, nemendur í Laugaskóla og ætlaði flugvélin með þá þangað, en hinn þriðji, Pétur Hólm stúdent, fór að fylgja bróður sínum. Flugvélin komst ekki á áfangastað vegna hríðar og dimmviðris, ' sneri aftur og fórst (6.) — . . Varðskipið Ægir fekk á sig brotsjó Og skemmdist nokkuð (23.) Snjóflóð fell á Jón bónda Þorkels- son á Arnórsstöðum á Jökuldal, en hann komst úr því sjálfkrafa eftir 7 klukkustundir. Fjárhópur, sem hann rak á undan sér, lenti einnig í flóð- ínu og fórust þar 30 kindur (24.) Elínborg Ólafsdóttir, miðaldra kona, fannst örend á götu í Reykjavík (24.) Sigurður Jóhannsson tannlækna- nemi frá Akureyri, skaðbrenndist á grímudansleik í Maiersdorf í Þýzka- landi (27.) Oddur Skúlason bóndi í Mörtungu á Síðu, hrapaði í fjallinu Kaldbak, slas- aðist mikið, gat þó dregið sig heim- undir bæ, þar sem honum var bjarg- að (28.) Gunnar Guðmundsson í ísafirði, há- seti á togaranum Sólborgu, hvarf i Cuxhaven í Þýzkalandi (29.) Skarphéðinn Jósepsson vélstjóri og -S. 'úVwV.7(u,ó.ó!i!ti!á!4gAi4M4<9Ílti!W(á^ "'A t »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.