Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 71 Gömul kúsráb eru nytsöm þorpi. Meðan drengirnir dveljast þar, eiga þeir að læra fullkomna hlýðni, og það eru elztu drengirnir sem kenna þeim yngri. Einnig eru þeir látnir vinna ýmis nauðsynja- verk fyrir þorpið. Þeim er falin varðveizla skurðgoðsins og bumb- unnar, sem notuð er við öll hátíð- leg tækifæri. En til þess að fá inn- göngu í Dhumkaria, verða dreng- irnir að brenna sig sjálfir á vinstra handlegg með eldibrandi, að minnsta kosti einu sinni. Það er trú manna, að drengur sem deyr áður en hann hefir brennt sig þannig, muni ekki hljóta eilífa sælu. Flestir ungir menn eru með sex eða sjö brunaör á handlegg. Engin ógift stúlka né ung móðir má koma inn í félagsheimilið. Ef einhver gerir það, er henni refsað fyrir með því að annað eyrað er skorið af henni. En banninu virð- ist stranglega hlýtt, því að þar sést engin afeyrð kona. Annars umgangast piltar og stúlkur sem jafningjar og giftar konur hafa fullt jafnrétti við menn sína. Ef ungri stúlku lízt vel á pilt, þá má hún láta það í ljós með því að gefa honum svefndýnu, sem hún hefir sjálf ofið. Pilturinn má hafna gjöfinni. Venjulegast er þó stofnað til hjónabands af foreldrum, en það kemur fyrir, einkum nú á seinni árum, að stúlkur rísa gegn boði foreldra og neita að giftast þeim manni, er þeir hafa valið henni. Orason eru algerlega ómenntaðir og kunna hvorki að lesa né skrifa. Samt sem áður hefir þeim tekist að lifa glaðværu lífi og tileinka sér þá meginreglu, að breyta svo við náungann, sem þeir óska að við sig sé breytt. Hinar hámenntuðu þjóð- iV gætu áreiðanlega lært margt af þeim. (Úr „Sunday Statesman“ í Kalkútta) ÁÐUR en læknavísindin komu til sögunnar, reyndu menn að bjarga sér sjálfir þegar veikindi bar að höndum. Voru þá notuð ýmis grasalyf, sem reynslan hafði sýnt að heppileg voru. En sú þekking hefir nú á seinni árum verið kölluð „kerlingabækur", „hégiljur“ og skottulækningar, eða jafnvel ó- virðulegri nöfnum. En nú er rofa til um betri skiln- ing í þessu efni. Bandaríkin hafa árum saman gert sendimenn til ýmissa frumstæðra þjóðflokka í Ameríku til þess að reyna að kom- ast að því hvernig þessir þjóð- flokkar fara að því að búa til ýmis ágæt meðul, og úr hvaða jurtum þau eru unnin. Þetta reynist þó all- erfitt, því að töframenn þessara þjóðflokka liggja á þekkingu sinni eins og ormar á gulli. Hún er leyndarmál þeirra, arfur, sem gengið hefir frá kyni til kyns og aðeins fáum eiðsvörnum mönnum er trúað fyrir. Það er ekki fyr en sendimenn hafa dvalizt árum sam- an með þjóðflokkunum, tekið upp lifnaðarhætti þeirra og áunnið sér traust þeirra, að nokkur von er til þess að þeir komist að leyndar- málunum. Þessi fræðsluleit hefir því orðið seinvirkari en menn höfðu búizt við í öndverðu. Það var þó ekki aðeins meðal frumstæðra þjóða að alinenningur notaði grasalækningar. Þetta var algengt um allan heim. Meðal helztu menningarþjóða hefir * þó list þessi að mestu lagzt niður og gleymzt. En sú er bót í máli, að ritaðar voru margar bækur um grasalækningar, og nú eru lækna- vísindin farin að kynna sér þær aí alvöru, þótt þau höfnuðu þeim áð- ur sem skottulækningum. •♦• Einn af þeim, sem gengið hefir rækilega til verks á þess sviði, er dr. E. H. Lucas, prófessor í grasa- fræði við ríkisháskólann 1 Michi- gan. Hann sagði nýlega: „Þegar þess er gætt, að þeir sem fengust við grasalækningar fyrr- um urðu að þreifa sig áfram sjálf- ir, höfðu ekkert samband sín á milli, engin hjálpartæki né efna- fræðislega þekkingu, og urðu ein- göngu að notast við þær jurtir, er greru í heimahögum þeirra, þá er það hrein og bein ráðgáta hve mik- illar þekkingar þeir höfðu aflað sér“. Hann hefir rannsakað 600 teg- undir af jurtum, sem nefndar eru í grasalækningabókum, og hefir komizt að raun um að 9 af hverj- um 10 eru gagnlegar við þeim sjúkdómum, sem þær áttu að lækna. Meðal þessara jurta er ein, sem kennd er við Jóhannes postula og vex á víðavangi. Um hana segir i grasalækningabókum, að meðal skuli gert úr leggjum hennar, en blóminu skuli fleygja, því að það sé ónýtt. Nú hefir komið í ljós, að í leggjum þessarar jurtar er efni, sem drepur sóttkveikjur, en þetta efni finnst ekki í blóminu. Og nú er farið að vinna það á vísinda- legan hátt úr jurtunum, og vænta læknar sér mikils af því í fram- tíðinni. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um það, hvernig gamlar „kerlingabækur“ geta leiðbeint vís- indum nútímans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.