Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 69 ar við lögðum á stað og ekki var neitt hik á honum við Núpsvötnin. Svo teygði hann úr hópnum austur allan Skeiðarársand, en greikkaði seinast sporið svo, að hann var kominn á undan okkur með nokk- urn hóp af fénu upp í skógarbrekk- urnar hjá Skaftafelli og var þar á beit með hópinn er við komum að. Á Breiðármerkursandi vorum við að svalka rúman sólarhring í norðaustan ofsabyl og grimmdar gaddi. Þar voru mörg jökulvötn ill yfirferðar, en hrússi brást aldrei. Hann lagði hiklaust í vötn- in, þótt þar væri hrokasund, og beið svo meðan við vorum að koma hinu fénu yfir. Það var eins og hann rataði þarna, þótt hann hefði aldrei komið þar áður, því að alltaf helt hann réttri stefnu, þrátt fyrir veðurhæð og dimmviðri. En svo var eins og hann fyndi það á sér þegar komið var yfir verstu torfær- urnar, því að þá strunsaði hann á undan með sauðina og hafði komið þeim á beit skammt innan við Reynivelli þegar okkur bar að. Þegar við komum að Jökulsá í Lóni, var hún í miklum vexti. Hann lagði þó ótrauður út í, en sumar kindurnar þorðu ekki að fylgja honum og aðrar hrakti aftur til sama lands. Urðum við því að sund- leggja hann margsinnis fram og aftur yfir ána, og komum dálitlum hóp með honum í hvert skifti. Það þótti mér einkennilegt, að í hvert skifti sem hann kom vestur yfir til að sækja fleira fé, þá prikaði hann fæti á móti því, og skildi eg það svo, sem hann væri að eggja það á að fylgja sér. Síðan lagði hann ótilkvaddur út í flauminn. Á Berufjarðarskarði fengum við mikla ófærð, en hitasólskin. Þar kafaði hann alltaf á undan og rann svo hópurinn í sporaslóð. Tognaði því mjög úr honum. Einn okkar kafaði alltaf fram með hópnum og leiðbeindi hrússa með því að kalla \ óueitinni Frá múgsins vafstri og vélagný, á vit þín flý ég, kæra sveit. Og frjáls og hýr þú fagnar mér, með friðarbros í hverjum reit. Um grund og brúnir gjöful sól, ber geisladýrð og ljómaglit, og loftin titra, heið og há, við himinblæ og vængjaþyt. Þeim fæti er óx við mjúka mold, er malargangur þrautasár, því bernskuhagans heimamót bc hugur þrátt þó líði ár. Ég þráði æ þinn söng og svip, þinn sælufaðm og móðurtök, því, þar sem brostu blóm í laut, mín biðu hjartans óskarök. — Nú finnst mér alit svo létt og ljúft, sem lífið syngi nýan óð. Og árdögg heit, um teig og tún, fer töframagni um æð og blóð. Mín yndisprúða æskusveit n.ér æðstu hnossin færir enn. Hér gæti ég sérhvert borið böi, í blíðri sátt við Guð — og menn. — KNÚTUR ÞORSTEINSSON — frá Úlfsstöðum. — s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s til hans. Var hann orðinn þessu svo vanur, eftir þriggja vikna ferðalag, að það var eins og hann skildi okk- ur, og beygði þá alltaf rétt eftir því sem honum var boðið. Um vorið seldum við allt féð á uppboði á Eiðum. Menn voru þá tregir að bjóða í hrússa, því að hann var ljónstyggur og menn bjuggust við því að hann mundi þegar um sumarið leita heim í átt- hagana. Jón Bergsson á Egilsstöð- um varð þó til þess að bjóða í hann, mig minnir 12 krónur, og þar sem enginn annar bauð, var Jóni sleginn hrúturinn. Lét Jón svo um mælt, að það væri ekki hundrað í hættunni þótt hrússi stryki. En það fór á annan veg. Hann var rekinn með öðru fé upp að Brú á Jökul- dal og átti að ganga þar á heiðun- um um sumarið. En fáum dögum seinna er hrússi kominn ofan í Ekkjufell. Þar hitti hann annan hrút og gengu þeir saman í fellinu um sumarið, rétt á móti Egilsstöð- um. Þykir mér líklegt að Jón hafi oft séð hann þar heiman af hlað- inu hjá sér. Jón átti hrútinn í 4 ár og eignað- ist margar kindur út af honum, og var það allt úrvalsfé. Jón var fjár- margur, átti 700 fjár á fóðrum. Þá var vinnumaður hjá honum Gísli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.