Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 16
M LESBÓK MORG[TiMBLAÐSINS BRIDGE ♦ A 10 8 2 V A 10 9 6 ♦ D 5 2 4 A 6 4 S ¥ G 8 4 3 ♦ A K G 9 7 4 3 4 7 4 K D 9 7 6 ¥ K 7 ♦ 8 4 K G 10 2 ¥ D 7 ♦ 10 6 4 D 9 8 5 4 Sagnir voru þessar: s V N A 1 lauí 1 t. 1 hj. pass 1 sp. 2 t. 4 sp. pass 4 gr. pass 5 sp. pass 6 sp. pass pass pass V sló út TA, en síðan trompi, sem S drap og sló út trompi aftur. Þegar í ljós kom að V var spaðalaus, sneri S við blaðinu, því að hann þurfti að nota tvö tromp í borði á lauf. Hann tók því slagi á LÁ og LK og trompaði svo þriðja laufið. Næst kom út tigull, sem var trompaður á hendi og síðan seinasta laufið, trompað í borði. Nú kom S sér inn á HK og slær svo út SK og SD. V verður að fleygja hjört- um, en við það friast hjartað í borði. Kjósi V heldur að fleygja TK, þá er hjarta fleygt úr borði og TD frí. Þetta var djarfleg sögn, en vel spilað. SKURÐLÆKNINGAR FYRRUM Þótt Hjaltalín gamli væri í mörgu ágætur, voru handtök hans og hrein- lætið (við skurði) eitthvað annað en hjá Guðmundi prófessor Magnússyni. Eg set hér litið dæmi. Vinnukona, sem var hjá Jóni Guðmundssyni, fekk eitt sinn æxli undir viðbeinið. Hjaltalín var þar húslæknir og var beðinn að skoða stúlkuna. Hann sagði að sjálf- MÖÐRUDALUR á Efrafjalli er afskekktasti bær á landinu og stendur innt á öræfum, hæst allra byggðra bóla. En þar er enginn kotbragur á. 1 Möðrudal eru risulegar byggingar. Þar er og nýleg kirkja, sem Jón bóndi Stefánsson reisti og hafði sjálfur gert teikningu að henni. Saga Möðrudals eftir Halldór Stefánsson kom út fyrir nokkrum árum. (Ljósm. Gunnar Rúnar) sagt væri að skera æxlið af henni, og lofaði að koma bráðlega og gera það. Herbergið, sem stúlkan svaf í, var súðarherbergi. Rúmið stóð undir súð. Þakgluggi var við fótgaflinn, svo að hálfdimmt var á höfðalaginu. Nú kemur Hjaltalín. Þegar hann fer að athuga herbergið, segir hann að hann þurfi ljós. Ekki datt honum eða öðr- um í hug að snúa höfðalaginu. Hann segir að nóg sé að hafa kertaljós, en það verði einhver að halda á því og lýsa sér. Eg bauðst til að gera þetta. Hjaltalín sagði mér svo hvernig eg gæti bezt lýst sér. Hann þvoði sér ekki um hendur, áður en hann byrjaði, og ekkert hafði hann meðferðis nema lít- ið veski, sem, hann tók upp úr vasa sínum. í því voru þrír hnífar og eitt- hvað af smáverkfærum. Hann reyndi alla hnífana á nögl sinni, og sjálfsagt hefir sá bitið bezt, sem hann brúkaði. Síðan lagði hann vasaklút yfir andlit stúlkunnar og byrjaði að skera. Hann gerði krossskurð í æxlið og rann þá úr því einhver vessi. Þá segir karl: ,,Það er þá svona“. Svo tók hann hand- klæði, sem hekk þar, og þurrkaði allt upp í það, kreisti mikið og lagði síðan heftiplástur yfir allt saman í smálengj- um, sem hann lét mig klippa niður. Svo var það búið. Eg man ekki til að hann fengi vatn til að þvo sér á eftir. — Stúlkan lá í fleiri vikur, þv að það gróf í sárinu, en samt held eg að hún hafi orðið jafngóð á eftir. — (Guðrún Borgfjörð). SUNGINN UR HLAÐI Þegar Eggert Ólafsson fór seinas? frá Sauðlauksdal, 29. maí 1768, sön£ séra Björn Halldórsson hann úr hlaði að fornum sið, með kveðjuávarpi sem hann hafði orkt: Far nú, minn vin, sem ásett er auðnu og manndyggðabraut, far nú, þótt sárt þín söknum vér, sviftur frá allri þraut. Far í guðs skjóli, því að þér þann kjósum förunaut. Farðu blessaður, þegar þver þitt líf, í drottins skaut. Daginn eftir drukknaði Eggert vic 9. mann á Breiðafirði. Mælt er að Giss- ur Pálsson, sem var formaður á skip- inu, hafi sagt er hann kom úr kirkju í Saurbæ á Rauðasandi daginn áður, og honum varð litið út á sjóinn: „Stillt er legurúmið mitt núna“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (15.02.1959)
https://timarit.is/issue/241032

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (15.02.1959)

Aðgerðir: