Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 12
71 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá starfseml Templara: Tómstundanám- skeið unglinga í Reykjavík. þar voru, skemmdust þó vonum minna (11.) Kviknaði í íbúðarhúsinu Gullbringu í Fáskrúðsfirði og stórskemmdist það (13.) Eldur kom upp í miðstöð íþrótta- hússins á Akranesi og urðu miklar skemmdir af reyk (13.) íbúðarskáli í Reykjavík eyðilagðist í eldi (14.) Vb. Bragi stórskemmdist af eldi þar sem hann var til viðgerðar í dráttar- braut Njarðvíkur (17.) Brann bærinn Hæli í Hreppum til kaldra kola (20.) Eldur kom upp í vb. Baldvin Þor- valdssyni á hafi úti fyrir norðan. Skip- verjar gátu haldið eldinum í skefjum og kom svo annar bátur, sem dró þá til lands í Siglufirði (20.) Kviknaði í vb. Hermóði í Reykja- víkurhöfn. Var slökkviliðið Vz stund að ráða niðurlögum eldsins (22.) Brann fjárhús og hlaða að Skálum í Vopnafirði (29.) ÍÞROTTIR Ragnar Karlsson varð skákmeistari Keflavikur (13.) Friðrik Ólafsson vann glæsilegan sigur á alþjóðaskákmóti í Hollandi, varð þar eístur og hafði 2 vinninga fram yfir þann næsta, sjálfan stór- meistarann Eliskases (20.) Guðmundur Gíslason sundkappi var sæmdur gullmerki ÍSÍ, en það er að- eins veitt þeim, er sett hafa 10 ís- landsmet á einu ári (30.) AFMÆLI Aldarafmæli Skúla Thoroddsens rit- stjóra og alþingismanns (6.) Góðtemplarareglan á íslandi átti 75 ára afmæli og var þess minnst víða um land (9., 11.) Eimskipafélag íslands 45 ára (17.) Aldarafmæli Odds læknis Jónsson- ar í Reykhólahéraði (17.) Aldarafmæli Jóns Magnússonar for- sætisráðherra (17.) Aldarafmæli Bjarna prófasts Páls- sonar í Steinnesi (20.) Fimmtugsafmæli Hólskirkju í Bol- ungavík (21.) Karlakór Kjósverja 20 ára (22.) GJAFIR Háskólabókasafn f°kk bóke^^fir frá British Counsil og Sendiráði Banda- ríkjanna (6.) Barnaspítalasjóður Hringsins fekk 12.000 kr. minningargjöf um Mörtu Maríu Níelsdóttur frá Álftanesi á Mýr- um (7.) Sjúkrasjóður Skagfirðinga fekk 35 þús. kr. minningargjöí um hjónin Ingi- björgu Ólafsdóttur og Svein Guð- mundsson í Bjarnastaðahlíð (10.) ** FRAMK V ÆMDIR Stálsmiðjan í Reykjavík hefir smíð- að 25 tonna ketil handa Mjólkurbúi Flóamanna, og er það stærsti ketill sem smíðaður hefir verið hér á landi (9.) Sanddæluskipið „Sansu“ kom hing- að til þess að dæla skeljasandi upp úr Faxaflóa’ fyrir sementsverksmiðj- una (15.) Hin mikla, nýa mjólkurstöð Flóa- mannabúsins var tekin í notkun (24.) Framleiðsla er hafin á tvöföldu gleri eftir þýzkri aðferð (28.) Samningar hafa verið gerðir um smíði á nýjum flóabáti fyrir Eyfirð- inga, í stað „Drangs“, sem þar hefir verið I ferðum (28.) Ríkisútgáfa námsbóka er að koma upp skólasafni, þar sem skólabækur og kennsluáhöld sé geýmd (29.) 865 íbúðir voru fullgerðar í Reykja- vík á árinu sem leið, en 1243 íbúðir eru í smíðum (30.) MENN OG MÁLEFNI Skáldin Guðmundur Ingi Kristjáns- son og Hannes Sigfússon fengu verð-'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (15.02.1959)
https://timarit.is/issue/241032

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (15.02.1959)

Aðgerðir: