Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 8
72
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þetta gerðist í januarmánuði
FORSETI tslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson, flutti úvarpsræðu til þjóð-
arinnar frá Bessastöðum á nýárs-
dag. Hann sagði þá m. a.: „Er það
ofætlun ,að tslendingar geti orðið
öndvegisþjóð um lífskjör, stjórnar-
far og alla andiega menningu? —
Þetta er spurning Fjallkonunnar til
barna sinna“.
Rikisstjórn lagði fram á Alþingi
frumvarp um stöðvun verðbóigunn-
ar (22.) Er þar gert ráð fyrif því
að kaupgjaldsvísitala færist niður í
175 stig, án þess að nýir skattar
verði lagðir á. Laun skulu lækka
um 5%, en tilsvarandi lækkun skal
verða á vöruverði. Frumvarpið varð
að lögum í þinginu með atbeina Al-
þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins. Kommúnistar voru á móti, en
Framsóknarmenn sátu hjá. Lögin
tóku gildi um mánaðamót, og var
þá jafnframt auglýst allsherjar
verðlækkun 5% á öllum erlendum
vörum, flutningsgjöldum á landi,
sjó og í lofti, uppskipunargjöldum,
álagningu heildsala og smásala,
ýmis konar þjónustu o. s. frv. Land-
búnaðarvörur lækka einnig í verði.
Nú er eftir að lækka útgjöld fjár-
laganna um 40 milljónir, til þess
að allt standist á, en það eru um
5% af aðalupphæð fjárlaganna. —
Vísitala framfærslukostnaðar var
212 stig í jan. —
VEÐRÁTTA
Fyrstu þrjár vikur ársins voru ó-
venjulegar frosthörkur um land allt.
Fylgdu stórhríðar nyrðra og gerði mik-
ið fannfergi. Frostið komst í 30 stig
í Mývatnssveit (22.) Sunnan lands voru
hægviðri með 10—15 st. frosti. Þessi
langvarandi kuldi olli margs kónar
erfiðleikum. Vatn fraus víða í leiðslum
og af þeim orsökum var vatnsleiðsla
Borgarness óvirk um langt skeið. í
gróðurhúsum, svo sem í Hveragerði,
varð kuldinn til mikils baga, varð svo
kalt þar að rúður voru hrimaðar. Ýms-
ár vélar, sem reknar eru með olíu,
var ekki hægt að nota, vegna þess að
olían storknaði í leiðslunum. Flug-
samgöngur trufluðust mjög. Á þessu
gekk fram til 23., en þá breyttist veður
og gerði suðlæga átt með hlýindum og
rigningú. Urðu þá miklir vatnavextir
og flóð, því að allar ár voru lagðar.
I Ytri-Rangá kom svo mikið flóð, að
það fór upp í kauptúnið Hellu. Hvítá
syðra flæddi yfir Skeiðin og Flóann.
Einangruðust þar um skeið fjögur býli,
en vegir urðu ófærir vegna vatna-
flaums. Þegar áin fór svo að brjóta af
sér ísinn, kom mikill jakaburður í
hana og braut annan drangann í Jóru-
hlaupi hjá Selfossi. Flóð kom og í
Blöndu og flæddi hún yfir Langadal.
Víða urðu nokkur spjöll á vegum og
brúm, t. d. seig brúin á Geirlandsá og
varð ófær og laskaðist brúin á Skálm
hjá Álftaveri.
ÚTGERÐIN
Fyrsti árangur af gerðum ríkisstjórn-
arinnar varð sá, að útgerðin gat haf-
izt. Voru þó vomur á sjómönnum sums
staðar, en samningar tókust alls stað-
ar. Gæftir voru framúrskarandi góðar
framan af mánuðinum og afli víða
mikill. Sá hængur var þó á, að vegna
manneklu var ekki hægt að gera út
alla báta. Hafði verið treyst á að fá
sjómenn frá Færeyum eins og að und-
anförnu, en sjómannafélagið þar bann-
aði þeim að ráðast á íslenzk skip. Stóð
lengi í því þófi þar til samningar tók-
ust þó milli sjómannafélagsins í Fær-
eyum og LÍO. Var strandferðaskipið
Hekla þá sent til Færeya að sækja
sjómenn og kom hún með þá í lok
mánaðarins. Auk þess var von á all-
mörgum færeyskum sjómönnum og
starfsstúlkum með öðrum skipum, lik-
lega fleiri en um var beðið, og sýnir