Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 83 ef framgang fengi, valda algerum hvörfum til hins betra í þessum málum. En þar með yrði Iögfest aðstoð ríkisins við kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar framvegis, með þátttöku þess í stofnkostnaði að þrem fjórðu hlutum. Var öllum á Kirkjuþingi ljóst, að slík ákvæði væru fullkomlega eðlileg og ríkinu skyld, og eigi síður söfnuðum kirkjunnar nauðsynleg, eins og ástæður eru nú og vafalaust verða. — Til þingsins kom einnig tillaga um áskorun til Alþingis um hækk- un styrks til hins sérstaka Kirkju- byggingarsjóðs, sem er lánasjóður og hefir allt of lítið fjármagn til sinna þarfa; að sjálfsögðu mælti þingnefndin með slíkri aukningU, en tók jaf-nframt fram, að þessu máli í heild gæti ekki orðið ráðið til lykta á fullnægjandi hátt, fyrr en lögfest yrði áðurnefnd þátttaka hins opinbera. Bíður nú málið þess, að það verði af viðeigandi aðilum, er þar koma við sögu, flutt á Alþingi á ný og afgreitt þar með fullum árangri, enda leikur nú enginn vafi um óskir allra safnaða í þjóðkirkju landsins, sem ætla mætti að þing- heimur og ríkisstjórn tækju hið fyllsta tillit til, ef þekkja sinn vitjunartíma. Biskupsstólamálið. — Lagt var fram á Kirkjuþinginu til álits, flutt af biskupi og kirkju- málaráðherra (án skuldindingar frá hinum síðarnefnda), frumvarp um biskupa þjóðkirkju íslands. Var þar ákveðið, að einn sé biskup yfir íslandi (öllu), yfirbiskup bú- settur í Reykjavík, en tveir séu þó biskupar ella (aukabiskupar), fyrir Skálholtsbiskupsdæmi og Hóla- biskupsdæmi, og verði þessir staðir á þann hátt biskupssetur. Öll önn- ur ákvæði frumvarpsins leiddi af þessu skipulagi. Um þetta mál hafði Alþingi þá ekki fjallað, en tillögur til þingsályktunar höfðu þó komið þar fam, en eigi verið afgreiddar, um endurreisn hinna fornu biskupsstóla. — Kirkjumála- nefnd þingsins (formaður Þórar- inn Þórarinsson) fékk þetta mál til meðferðar og vildi hún ekki mæla með áðurnefndu frumvarpi, en samdi eftir nákvæma athugun nýtt frumvarp um biskupsdæmi þjóðkirkjunnar og lagði fyrir Kirkjuþing. Var það samþykkt með nokkrum breytingum. Mál þetta var rætt á þinginu mest allra mála og urðu þó eigi allir á eitt sáttir. í frumvarpi þessu var svo ákveðið í 1. gr.: „Tveir skulu vera biskupar í hinni evangísk-Iútersku þjóðkirkju á íslandi. Situr annar í Reykjavík og nefnist Skálholts- biskup, en hinn á Akureyri og nefnist Hólabiskup. Biskupunum skulu búin dvalarskilyrði í Skál- holti og á Hólum. Skulu þeir dveljast þar, þegar þeim þykir henta og ber skylda til“, þ. e. í embættisstörfum, og kirkjumála- ráðherra getur með vissum skil- yrðum ákveðið, að Hólabiskup sitji á Hólum, samkv. samþykktri breytingartillögu frá þeim Jóni Jónssyni og Þorsteini B. Gíslasyni. Eftir þessum grundvallarákvæðum fer um önnur atriði frumvarpsins, sem óþarft|er að rekja hér. — Samkvæmt frumvarpi biskups skyldu við biskupskjör eiga kosn- ingarrétt „sóknarprestar þjóðkirkj- unnar, guðfræðikennarar Háskóla íslands, svo og aðrir embættismenn ríkisins í þjónustu kirkjunnar, sem lokið hafa embættisprófi í guð- fræði“. Frumvarp kirkjumála- nefndarinnar (sem er einfaldara að allri gerð en hitt) gerir hins veg- ar aðeins ráð fyrir, að „kosningar- rétt við biskupskjör hafi prófastar og þjónandi prestar þjóðkirkjunn- ar“ (í því biskupsdæmi, er veita á), aðrir ekki, o. s. frv. Breytingar- tillaga kom fram á Kirkjuþinginu, í frá þeim Sigurði Pálssyni og Þórði Tómassyni, við höfuðákvæði frum- varpsins, og var hún á þá leið, að biskuparnir skyldu sitja í Skálholti og á Hólum, en þetta fékk sáralítið fylgi á þinginu, hverju sem það sætti (var fellt með 9:3 atkv.), og þótti þó sumum ráðlegra, að það kæmi alls ekki undir atkvæði að svo vöxnu máli. Hafði G. Sv. borið fram tillögu um frestun málsins svo hljóðandi: „Það hefir greinilega komið í ljós, bæði innan Kirkjuþings og utan, að allmikill ágreiningur ríkir meðal kirkjunnar manna og annara um úrslitaatriði þessa máls, hvort endurreisa eigi til fulls hina fornu biskupsstóla með tveim biskupum á íslandi, Skálholtsbiskupi og Hólabisk- upi, eða hafa aðalbiskup í Reykjavík o.s.frv. Þar sem þetta er viða- og vandameira mál en svo, að Kirkjuþing geti gert því fullnaðarskil á þeim skamma tíma, sem það hefir nú til um- ráða, vill þingið að málið hljóti meiri undirbúning með þjóðinni og hjá kirkjustjórninni, og felur því Kirkjuráði athugun máls- ins í þessu skyni og frekari af- greiðslu, með hliðsjón af frum- vörpum þeim og tillögum, sem fram hafa komið á Kirkjuþing- inu“. Þessi tillaga náði þó ekki fram að ganga (f. 11:5 atkv.), enda komið í málið nokkurt kapp og hiti, en að mínum dómi hefði þessi aðferð verið hyggilegust og orðið happadrýgst, eins og sakir standa, því að einnig „Skálholtsmálið“ í heild er enn, frá öllum hliðum séð, í hinni mestu óvissu og mörg veður í lofti í kringum það. Biskupamálið. — Frá allsherjarnefnd neðri deild- ar Alþingis barst Kirkjuþinginu til umsagnar framkomið frumvarp k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.