Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Listlðnaður Kashmirbúa er frægur um allan heim, jafnvel hér á landi (Kashmir- Bjölin). Hér sjást karlmenn við að sauma i dýrindis dúka, sem eru eins báð- um megin. um er hitinn ekki meiri en í sunn- anverðu Frakklandi. Og þegar mað- ur horfir yfir þetta gróðursæla land undir hitabeltissól, umkringt snæviþöktum fjöllum, verður manni það ljóst hvers vegna drottn- arar nágrannaríkja höfðu svo mikla ágirnd á Kashmir fyrir 2000 :árum. Hér var eigi aðeins dásamleg nátt- úrufegurð, heldur milt og gottlofts- lag, hressti menn og styrkti, í stað þess að gera þá örmagna af hita fyrir hádegi. / Akbar hinn mikli, faðir Jahang- irs, sem uppi var á 16. öld, kallaði Kashmir „einkagarð sinn". Hann skyldaði alla til þess að vinna að garðyrkju. En hann hugsaði minna um trúarbrögðin heldur en fyrir- rennarar hans og margir þeirra, er á eftir honum komu. Hjá honum var trúarbragðafrelsi. Búddamenn, Hindúar, Múhamedsmenn og Sik- har máttu dýrka guði sína eins og þeir vildu. En aðkomumaður hugsar ekki um sögu landsins, um frægð þess og niðurlægingu, frjálsræði og þrældóm, þegar hann kemur þang- að í fyrsta sinn og flugvélin lend- ir hjá Srinagar. Það er fegurð lands ins sem heillar hann, aiveg eins og hún heillaði hina fornu höfðingja. íbúðarbátur. Frá flugvellinum ókum við um blómskrýddar grundir til bæki- stöðvar okkar, en það var íbúðar- bátur á vatninu Nagin, og h'ét „Triumph". Að ráðum annara höfð- um við leigt þennan bát, og það er áreiðanlega bezt að búa í báti þeg- ar maður er í Kashmir. Þar getur maður notið vellíðunar í ríkustum mæli. Þessi siður, að búa í bátum, hófst hér þegar Bretar réðu land- inu. Þeir streymdu þangað hundruð um saman með fjölskyldur sínar, á tímabilinu f rá apríl til október, þeg- ar hitinn niðri á sléttunum ætlaði að drepa þá. Og þeir smíðuðu sér sjálfir báta til þess að búa í. Bátar þessir voru skrautleg stæling á hinum flatbotnuðu „bahats". eða flutningabátum, og ofan á þá voru stu skrautleg og þægileg húa. Bátarnir eru gerðir úr þykkura sedrus-bjálkum, sem festir eru sam- an með járnbindingum. Húsin á þeim eru einnig úr sedrusviði, en ómáluð. Þar er setustoía, borðstofa og nokkur svefnherbergi, hvert aft- ur af öðru annars vegar, en gangur meðfram öðru borði. Eldhúsið var í öðrum báti, sem var tengdur aftan í hinn, og þar var matreiðslumaður, sem kunni að framreiða rétti bæði á Norðurálfu- vísu og ef tir því sem tíokast í Kash- mir. Bátnum fylgdu auk þess fjórir þjónar, svo að þarna naut maður meiri þæginda en á nokkru gisti- húsi. Og ef okkur þótti það þreyt- andi að hafa alltaf sama umhverf- ið fyrir augum, þá var ekki annað en flytjast á annan stað. Þegar Indland fékk sjálfstæði, fóru flestir Bretar heim. Þá voru íbúðarbátarnir gagnslausir, og illa fór fyrir mörgum, sem átt hofðu báta til þess að leigja þá. Þeir gáfust upp og reyndu að selja bátana. En Ahmed Wangno, sem átti „Tri- umph", hafði enn trú á bátunum. Og honum varð að því. Þrátt fyrir illindin milli Indlands og Pakistan út af Kashmir, og ófriðarblikuna, (JtskurSur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.