Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vetnisorkan til triBsamlegra starfa ÞAÐ virðist nokkuð öfugmæla- kennt að tala um vatn sem elds- neyti og að hiti þess verði notaður til þess að leysa aðrar orkulindir mannkynsins af hólmi. En þó eru framkvæmdir í þessa átt á upp- siglingu, og ef til vill verða ekki mörg ár þangað til þessi orka verður almenningseign. Vatn er samsett að tveimur hlutum úr vetni og einum hluta af ildi. Úr vetninu er hægt að fram- leiða „deuterium" eða þungt vatn. Og það er eldsneyti. John Maddox vísindaritstjóri „Manchester Guar- dian" segir: „í einni fötu af vatni er hér um bil Vs úr grammi af þungu vatni. En þegar hægt er að ná úr því allri þeirri kjarnorku er í því býr, þá munum vér fá úr einni vatnsfötu hitaorku sem sam- svarar því að brennt væri tveimur smálestum af kolum. En í því rign- ingarvatni, sem fellur á Bretland að meðaltali á einu ári, er nægi- lega mikið af þungu vatni til þess að geta fullnægt orkuþörf Breta um hér um bil sextíu miljónir ára". Venjulegt eldsneyti, svo sem timbur, kol og olía er ekki óþrjót- andi. Jafnvel hin kleifu frumefni, svo sem úraníum og Thorium, geta gengið til þurðar, en þunga vatnið ekki. Um það segir Maddox: „Ef oss tækist að beizla alla þá orku, sem er í þungu vatni í út- höfunum, mundi það samsvara orku úr 500.000.000.000.000.000.000.- 000 smálestum af kolum. Þetta ætti að vera nægilegur orkugjafi handa jörðinni í miljón miljónir ára. En sá tími er um 30 þúsund sinnum lengri heldur en aldur sólhverfis- ins er nú talinn. Takist oss að beizla orkuþunga vatnsins, er því auðséð, að ekki mundi sjá högg á vatni hve mikið sem vér tækjum af því". En hvenær verður þá hægt að handsama þessa orku? Tilrauna- vélar hafa þegar verið gerðar. Sú stærsta og líklegasta enn sem komið er, mun vera vél sú sem brezka kjarnorkustöðin í Harwell hefir látið gera og kölluð er „Zeta" (dregið saman úr upphafsstöfun- um úr Zero Energy Thermonuclear Assembly). Þessi vél á að fram- leiða orku í smáum stíl á sama hátt og orka framleiðist í sólinni. Þessi orka framleiðist við sam- runa tveggja frumeinda. Það er þveröfugt við það þegar orka fram- leiðist við klofning atóma, eins og nú er gert í kjarnorkustöðvum. Klofning er það kallað þegar þungt frumefni, eins og úraníum, klofnar og verður að léttari frumefnum. Við þá aðferð myndast mikið geislavirkt ryk, sem er banvænt. En þegar um samruna frumeinda er að ræða, þá myndast ekkert ryk. Þess vegna væri sú aðferð við kjarnorkuframleiðslu miklu æski- legri en klofning. Hiti veldur samruna Hvert atóm í þungavatni er sam- sett af nevtrónu og foreind, sem toga hvort í annað. Samtímis hrinda þær frá sér öðrum atcsnum. Til þess að um samruna tveggja slíkra atóma geti verið að ræða, verðux því fyrst að vinna bug á þessu mótspyrnuafli. Það er gert með hita. Við hita eykst hraði atómanna þangað til hann er orð- inn svo mikill að hann gerir meira en vega upp á móti fráhrindingar- aflinu. En þá rekast atómin hvert á annað og renna saman. Við það losnar geisileg orka úr læðingi. En til þess að svo megi verða, þarf hraði kjarnanna að samsvara þús- undum km. á sekúndu. Ef þungavatn er hitað upp í 100.000 stig, þá losna rafeindir frá kjörnunum og hraði kjarnanna eykst. Við það aukast líkurnar á því að atómin rekist hvert á annað. Þannig er hitinn skilyrði þess að um árekstra verði að ræða. Ofsahiti En þá kemur spurningin: Hve mikinn hita þarf til þess að geta rekið vetnisorkustöð? Það er ekki smáræði. Vísinda- menn segja að hitinn verði að vera um 100.000.000 stig. Fram um 1950 hafði vísinda- mönnum ekki tekist að framleiða hærri hita en 30.000 stig í tilrauna- stofum. Það er nú sæmilegur hiti þegar þess er gætt, að yfirborðs- hiti sólar er ekki nema 6—12.000 stig, og þó er hann svo mikill, að á heiðríkum sumardegi getur hann brennt menn eftir að hafa farið nær 160 miljón km. leið. Menn gizka á, að hitinn innan í sólinni sé 15—40 miljón stig. En sól vor er meðal hinna minnstu og köld- ustu sólna. Innri hitinn í hinum stærri og heitari sólum ætla menn að sé um 100.000.000 stig, eða álíka og þurfa muni í vetnisorkustöð. Hvernig á nú að framleiða slíkan ofsahita og hafa vald á honum? Hvaða efni munu þola 100 miljón stiga hita? Engin — blátt áfram engin. Maddox segir í grein sinni: „Ekk- ert efni þolir 100.000 stiga hita, hvað þá 100 miljón stiga hita.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.