Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE V?>^..:$!tf*tffi^&;p'<:--!'-y*#::#-W. !;::> é K D G 10 V 3 ? 10 8 4 2 «9872 *Á6 ? 9 7 6 + KDG10 6 5 3 * 7 VKDG8752 ? A K D G *Á Spilalegan er einkennileg. voru þessar: A S V 1 lauf 2 lauf pass 3 lauf 4 hjörtu pass Sagnir N 2 sp. pass V sló út L4 og þann slag fekk S á ás. Hann sló svo út H G, en A drap og sló út laufi. S trompaði með H 8, en V lét hærra tromp. Hann kom svo A inn á S Á, og þá kom lauf, en með því var V enn tryggður slagur á tromp. S þurfti ekki að tapa. Hann hefði átt að fleygja af sér S 7 þegar A sló út laufi en drepa svo næsta lauf með lágtrompi. — Að vísu drepur V með hserra trompi, en síðan á S alla slagina. ^jfiaóraf'OK ILLVÍGUR STORGRIPUR 1 bókinni „Faðir minn" segir Helgi Valtýsson rithöfundur frá því er faðir hans vann bjarndýr austur í Loðmund- arfirði, Skaut hann á björninn skammt frá Seljamýri. Rásaði björninn undan helsærður og eitu þeir hann tvær bæ- arleiðir að prestsetrinu Klyppstað. „Var þar allt á kafi í snjó, og fór björninn að húsabaki rétt framhjá fjós- dyrunum. Mun hann ósjálfrátt hafa hægt skriðinn, er hann fann kúaþefinn út um hálfopnar dyrnar. En í sömu svifum kom þar út fjósamaðurinn, „Sveinn gamli" nærsýnn karl og dap- ureygur, og haíði hann fjósrekuna í PRESTBAKKI í HRÚTAFIRBI — Sá sem lítur snöggvast á þessa mynd, mun halda að hann „sjái tvöfalt". Hér eru tvær kirkjur og tvö hús eins. En þetta er engin missýning. Myndin er tekin fyrir tveimur árum. Þá var verið að reisa þar nýa kirkju, en gamla kirkjan stóð enn við hlið hennar. Nú er gamla kirk.i an horfin og prestsetrið einnig. Þessi tvö hús, sem virðast bæði stæðileg of voru ekki nema 20 ára gömul, voru rifin og byggt þar nýtt prestsetur. Nú er því öðru visj að horfa heim á stað'nn, heldur en þegar myndin var tekin. (Ljósm. Gunnar Rúnar). hendi sér. Karl sér þarna einhvern stórgrip hvítan fyrir dyrum úti, og hyggur sennilega hest nokkurn þar kominn og þykir hann gerast harla nærgöngull kúaumboði sínu. Bregður hann síðan fjósrekunni tvíhendis og rekur skell mikinn á „lend" skepn- unnar. Bangsi gerir sér lítið fyrir, skákar sér niður á endann og slæmir öðrum hramminum til Sveins, svo að klær nema við brjóst karJs og svifta sundur treyugarmi hans ofan frá hálsi og niður úr. En í sama vetfangi ber þá þar að föður minn og hina tvo, og varð þá ekki meira úr viðskiptum þeirra Sveins og bangsa". PALL VlDALlN lögmaður var talinn bæði forspár og skygn. Um það segir Jón Ólafsson frá Grunnavík svo m. a. í ævisögu Páís: „Síra Þorvarður Ólafsson skírði Pál og vildi fyrirbyggja það hann ram- skyggn yrði, og stoðaði litt þótt hann bæri skírnarvatnið í augu honum. Eg man þar um nokkra hluti, sem hana sagði um það þá honum var sendur fyrsti draugur, sem var Skotta, þ; er hann var skólameistari í Skálholti' FÆÐI UNGBARNA FYRRUM í hallærum, þegar börnin fá hvork brjóst né kúamjólk, er ástandið hörmu- legt, og þegar svo stendur á, hefir eí til vill einhver séð fátæka móður gefa barni sínu vatnsblandaða mysu. Ann- ars er þess getið, að það hafi komií fyrir í hallærum, að börnum hafi verif gefið volgt vatn með nýu fisksoði ú' í, eða vatnið hefir verið litað mef einhverri mjólkurögn. — (E. Ól. Ferða bók). EGG OG BÖRN Sagt er, að jafnan standi á stök rjúpueggin, og ef maður finni fyrst egj á ævi sinni í rjúpuhreiðri, eigi hann að eignast jafnmörg börn á síðan. Aðrii segja, að einu gildi, hvaða hreiður maður finni fyrst, barnatalan fari eins eftir eggjafjöldanum fyrir það. — (Þjóðs. J. A.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.