Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 8
w LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞRÆTULANDIÐ KASHMIR KASHMIR er eitt af þeim löndum, þar sem óvæntir atburðir geta hleypt öllu í bál og brand á svipstundu. Um 10 ára skeið hafa Indland og Pakistan togast á um landið. — Vilja bæði ríkin eiga það, eigi aðeins vegna þess hve frjóvsamt það er, heldur vegna þess hve vatnauðugt það er. Bæði ríkin vilja ná þar í vatn handa hinum miklu fyrirhuguðu áveitum sín- um. — Höfundur þessarar greinar heitir Nigel Cameron og er skozkur að ætt. Hann var áður tannlæknir, en hætti við það starf og gerðist langferðamaður og rithöfundur. Fyrsta ferðasaga hans mun hafa komið út fyrir jólin, og önnur er á uppsiglingu. ------------------------------------------^, STÓRMÓGÚLLINN Jahangir keis- ari og „drottnari heimsins", lá á banabeði sínum. Og ráðgjafar hans spurðu: „Er það ekkert sem yðar hátign þóknast?" Jahangir andvarpaði og mælti: „Ekkert nema Kashmir". Og þegar við höfðum verið nokkra daga í þessu fegursta landi Mið-Asíu, þóttist eg skilja hvað hann hefði átt við. Hann var orð- inn þreyttur á sífelldum ófriði og þráði nú frið. Og að hans áliti var Kashmir það land, sem komst næst því að vera paradís á jörð. ' Við Brian Brake ljósmyndari höfðum komið hingað úr rykinu og hitanum á skrælnuðum sléttum Indlands. Við höfðum verið rúmt ér á ferðalagi. Við vorum þreyttir og við hlökkuðum til þess að hvílast um mánaðar tíma, eða svo, í binni Jarðnesku paradís Jahangirs. Þegar viö lögðum af stað frá flug- velhnum í Delhi, var hitinn 43 stig, en þó var enn heitara inni í flugvélinni. Svo flugum við norður yfir hina sólbrunnu flatneskju. Þar var hvergi vatn að sjá, allir farveg- ir voru skraufþurrir. Jörðin var rauðbrún að lit, eins og brauð úr ofni. Eftir klukkustundar flug, grillti í eitthvað úti við sjóndeild- arhring, og er nær dró, sást að þetta var fjallgarður. Flugvélin hækkaði flugið, fjöllin urðu greinilegri og við sáum fannir í efstu giljum þeirra. Skyndilega kólnaði. Þá vorum við að leggja á Banihal-skarðið, eitt af íáum öruggum f lugieiðum til Kash- r mir, og hina einu þegar komið er frá Dehli. Skarðið er 9000 feta hátt. I snævi klæddum fjallahring. Það er undrasýn að horfa úr lofti yfir Kashmir-dalinn, einkum vegna þess, að þar er allt grænt og sting- ur í stúf við rauðbrúna litinn áður. Fjöllin opnast og þarna blasir dal- urinn við manni, 136 km. langur og 40 km. breiður, en botn hans er 5000—6000 fet yfir sjávarmál. Þar sér á blikandi vötn og marggreinda áveituskurði. En umhverfis er fag- ur fjallahringur snævi þakinn. Dregur hann til sín mestan ofsa úr sólarhitanum, svo að í dalnum sjálf- Konur á bæn i sólarupprás á hæSlnni fyrlr ofan Srínagar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.