Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 15
PAF EGYPTAR hinir fornu fundu upp á því að nota blöðin af papyrus- jurtinni til þess að skrifa á. Það- an er pappírsnafnið komið. En reglulegur pappír var fyrst fund- inn upp í Kína árið 105. Ts’ai Lun hét sá, sem hefir heiðurinn af þess- ari uppgötvun. Hann hafði gert ó- tal tilraunir að búa til eitthvert efni, sem gott væri að mála og skrifa á, og að lokum tókst honum að gera Þimnar arkir úr gróður- trefjum, sem hann bleytti upp og setti síðan undir þungt farg og fekk úr þessu þunnar arkir. Þessi pappír tók mjög fram eg- ypzka pappírnum og öllum öðrum, er menn höfðu áður notað til að letra á, svo sem pergamenti, skinni, silki, trjáberki, fjölum, beinum, steini, leirtöflum, vaxtöflum, málm -þynnum o. s. frv. Margar aldir liðu áður en þessi uppgötvun yrði kunn utan Kína. Fyrst barst hún til Japan, og þar var fyrsta tilraunin gerð að prenta á pappír árið 770. En langur tími leið enn áður en pappír bærist til Evrópu. Það var ekki fyrr en árið 950 að Serkir kenndu Spánverjum að búa til pappír, og Þaðan barst svo uppgötvunin út um allan heim. Ts’ai Lun hafði notað trefjar úr hampi og bómull til þess að gera úr sinn pappír, og þessi pappír var svo sterkur, að enn eru til arkir af honum síðan 109. Þessi pappír var auðvitað handimninn, og svo var um alla pappírsgerð fram eftir öldum. En eftirspurn að pappírn- um jókst jafnt og þétt og svo rak að því, að finna varð nýjar aðferð- ir til þess að framleiða hann í stór- um stíl. Þá komu pappírsvélar til sögunnar og jafnframt fundu menn þá upp á Því að nota ýmis önnur og grófgerðari efni til framleiðslunn- LEStíÓK MORGUNBLAÐSINS 95 r i*t ar, en áður hafði verið, svo sem gras, hálm og seinast timbur. Og nú er langmest af pappír búið til úr trjágraut. Þó er enn framleidd- ur handunninn pappír, búinn til úr tuskum, líni, bambustrefjum og bómull. Það eru dýrustu og beztu pappírstegundimar sem til eru. Þegar dagblöðin komu til sög- unnar, jókst mjög framleiðsla á pappír úr timbri, og nú er svo kom- ið, að rúmlega 20. hlutinn af öllu því timbri sem fæst úr öllum skóg- um heimsins árlega, fer til pappírs- gerðar. Svo mikil er t. d. pappírs- þörf amerísku blaðanna, að þau gleypa daglega skóg af nokkrum ekrum lands. Mest af því timbri, sem fer til pappírsgerðar, kemur frá Norður- Ameríku og Norðurlöndum. Miklar og stöðugar framfarh hafa orðið í pappírsgerð, eftir því sem reynsla og þekking jókst. Kín- verjar komust t. d. fljótt að því að ýmis skordýr sóttu mjög í pappír og eyðilögðu hann. Þá tóku þeir upp á því að blanda eitri í hrá- efnið. Sama hugmyndin var síðar notuð, þegar sóttvarnarefnum var blandað í hráefni það, er salerna- pappír er gerður úr. En sumar ný- ungar í pappírsgerð hafa fundizt af tilviljun. Þannig var það árið 1790, að kona pappírsframleiðanda í Englandi missti óvart blámabréí ofan í pappírsgrautinn. Afleiðingin varð sú, að pappírinn varð ljósblár. Og þegar almenningur sá þennan litaða pappír, sóttist hann mjög eft- ir honum. Varð þetta til þess, að mislitur sendibréfapappír gekk miklu betur út heldur en hvítur pappír. Öðru sinni var það í pappírs- verksmiðju í Berkshire, að starfs- maður gleymdi að láta hin venju- legu efni út í pappírsgrautinn. Af- leiðingin varð sú, að vélarnar skil- uðu ekki þunnum og sléttum papp- ír, heldur grófum og linum pappír. Þetta var talið bráðónýtt og átti að fleygja því. En verksmiðjueig- andinn tók að athuga þennan nýa pappír nánar og komst þá að því, að hann dró í sig vætu. Þetta varð til þess að hann breytti fram- leiðslu sinni og tók að framleiða þerripappír og varð brátt mikil eftirspurn að honum. o O o Pappírinn er í dag algengastt hluturinn í daglegu lífi manna. Á heimilunum eru veggir þaktir með pappír. Matinn, sem konan kaup- ir í búðunum, fær hún vafinn inn- an í pappír. Við fáum kaup okkar goldið í pappírspeningum eða ávís- unum, skrifuðum á pappír. Allir samningar, allt frá venjulegum húsaleigusamningi upp í þýðingar- mestu milliríkjasamninga eru skráðir á pappír. Hið margbrotna bókhald nútímans væri óhugsan- legt ef ekki væri til pappir. Allur fróðleikur heims er skráður á papp- ír. Bækur og blöð eru ómissandi á hverju heimili. Hugsið ykkur hvernig færi, ef enginn pappír væri til. Menningin mundi hrynja í rústir, því að ekk- ert siðað þjóðfélag getur staðizt, nema það hafi nógan pappír. Sjómaður var fyrir rétti í Bretlandi, ákærður fyrir áflog og barsmíðar. — Hvernig vildi Þetta til? spurði dómarinn. — Eg fór inn á símabauk til Þess að tala við stúlkuna mína. Þá kemur Þar maður, sem vill komast í símann. Hann Þreif í öxlina á mér og henti mér út — Og Þá hafið þér reiðst? — Nokkuð svo, en eg varð alvarlega reiður Þegar hann fleygði stúlkunni minni líka út

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.