Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Blaðsíða 10
90 sem sífellt vofir þar yfir og setur sitt mark á allt og alla, er enn mikil eftirspurn að leigubátum. Þangað kemur enn fjöldi ferðalanga frá Bretlandi, en þó einkum frá Banda- ríkjunum og Indlandi. Ahmed talaði ensku reiprenn- andi, en hann kunni hvorki að lesa né skrifa. Hann reyndist okkur á- gætlega. Hann er einlægur föður- landsvinur og sanntrúaður Mú- hamedsmaður, en það eru nú líka 80% af landsmönnum. Hann naut mikillar virðingar, og fyrir hans orð opnuðust okkur margir staðir, sem við hefðum ekki fengið að heimsækja ella. Fyrsta kvöldið fórum við í skemmtiferð á vatninu á „shikara“, sem er rennilegur og skemmtileg- ur smábátur og tjaldað yfir í miðju. Undir tjaldinu hvílast farþegar á dýnum að austurlenzkum sið. Leið- sögumaður situr fyrir framan tjald- ið, en aftur í skut eru glaðlyndir ræðarar. Þetta var í júlí og vatnið var þakið lótusblómum, en í áveitu- skurðunum var blómguð vallhum- alstegund. Fjöllin bar brosandi við háloft, en andblærinn vaggaði krónum aspanna. Flest vötnin hafa afrennsli í fljótið Jhelum, sem á upptök sín í Kashmir. í stærstu vötnin, svo sem Dal og Wular, renna smáár of- an úr Himalajafjöllum. Sumar renna neðanjarðar að sögn. Getur vel verið að það sé rétt, því að meðan við vorum á Nagin-vatni, hækkaði yfirborð þess einu sinni um tvö fet, án þess að nein sýnileg ástæða væri til þess. Þetta kvöld voru okkur sýndir ýmsir fegurstu staðir hjá vatninu og áveituskurðunum. Og þegar út á Dalvatnið kom, þá voru bændur þar á flatbotna bátum að hirða uppskeru af hinum „fljótandi ey- um“. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Floteyarnar. Eyar þessar eru búnar til úr kjarri, grasi og mold. Er fyrst gerð- ur stór fleki upp við land, en síðan höggva menn hann sundur í minni fleka og draga þá út á vatnið og festa þá þar með staurum. Vegna þess að hörgull er á sléttu og auð- ræktanlegu landi, hafa menn fund- ið upp á þessu einkennilega ráði til þess að nota sem bezt mold og vatn. Ahmed sagði að þessar flot- eyar gæti enzt í tíu ár, en þá sé efnið í þeim orðið svo fúið að þær sökkvi. Þarna eru ræktaðir tómat- ar og ýmsir aðrir ávextir. Stund- um slitna þessar eyar upp í stormi og rekur þá langa leið, en þær lið- ast ekki í sundur. Þessi kvöldstund var eins og fag- ur draumur. UmhVerfið speglaðist í vatninu. Stundum heyrðum við hróp og köll fiskimanna, sem voru að kasta netjum sínum, eða þá há- vaða og hlátra í börnum, sem voru að baða sig. Annars var friður og kyrð yfir öllu. „Þrennt er það, sem unað veit- ir“, sagði Ahmed, „grænt gras, vatn og fegurð kvenna. Eða svo segir máltækið. Við höfum gnægð af öllu þessu í Kashmir, en samt er landið fátækt“. Fátækt — er það nokkur furða þar sem það hefir verið bitbein allt frá því er Alexander mikli réðist inn í Indland 326 árum f. Kr. Og enn er bitist um landið, því að bæði Indland og Pakistan vilja eignast það. Þessi seinasta deila hófst 1947. Þá hafði Kashmir verið stjórnað um heila öld af Dogra-ættinni, sem var úr sunnanverðu landinu. Bret- ar höfðu fallizt á það og gert þar um samning. En þegar Indland fékk sjálfstæði eftir seinni heims- styrjöldina, var seinasti Dogra- höfðingi í miklum vanda staddur. Hann hét Maharja Sir Hari Singh. Hann var Hindúi en flestir þegn- ar hans voru Múhameðstrúarmenn. Átti Kashmir nú að sameinast'Ind- landi, sem Hindúar réðu, eða Pak- istan, þar sem Múhameðstrúar- menn réðu? Maharajinn lét skeika að sköp- uðu þangað til miklar óspektir hófust í landinu og herskáir flokk- ar frá Pakistan gerðu þar innrás. Þá flýði hann til Indlands og bað um vernd. Hann bað einnig um herstyrk og afsalaði þá landinu í raun og veru Indlandi. Indverjar féllust á að hjálpa honum með því skilyrði þó, að þegar friður og ró væri komið á í Kashmir, skyldi þar fara fram þjóðaratkvæði um formlega innlimun. Hari Singh skrifaði undir allt og svo var flug- lið sent til Srinegar. Þá kom herlið frá Pakistan á vettvang og orustur hófust. Var ekki annað sýnna en að úr þessu mundi verða stríð milli landanna. En þá báðu Indverjar Sameinuðu þjóðirnar að skerast í leikinn. Árið 1949 var svo gert vopnahlé og dregin lína er hvor- ugir mætti yfir fara. Síðan hafa fulltrúar S. Þ. verið að reyna að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu, en það hefir ekki tekizt. Indverjar telja Kashmir óaðskilj- anlegan hluta lands síns. Pakistan segir að engin breyting verði á gerð fyr en þjóðaratkvæðagreiðsla hefir farið fram. Og þarna standa svo herir beggja ríkja öndverðir við markalínuna, og báðum er heitt í hamsi. Eitt er Kashmirbúum sjálfum al- veg ljóst, að þeir ráða engu um framtíð sína. Ákvarðanir um það verða teknar í Delhi og Karachi, og í hliðarherbergjum 1 þinghöll Sameinuðu þjóðanna. Meðan svo stendur reyna Kashmirbúar að bjarga sér eins og bezt gengur. Ef litið er eingöngu á höfuðborgina Srinagar, mætti ætla að flestir lifðu á kaup- mennsku. En svo er ekki, 80% af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.