Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1959, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 93 ATOMKLUKKAN SAGA T'IMAMÆUNGA FRÁ UPPHAFI ir þéttkendir af tilhlökkun. Þeir voru allir undur góðir við mig, barnið, sem þeir höfðu reynt að siða til og kenna sjómennsku. Barnið, segi eg. Mér fannst eg vera orðinn sjómaður, 15 ára gamall, gat vaggað í göngu og haft húfuna úti í öðrum vanganum. Hann Mangi og hin- ir landkrabbarnir ættu bara að sjá mig. Enginn minntist á tvö hundruð punda lúðuna mína þegar heim kom. Þetta var bara fiskur, sem skipt var milli skipstjórans og annara vildar- vina. Mér þótti þetta hálf slæmt, að mér skyldi ekki hrósað fyrir happa- dráttinn, en varð að hafa það. Aftur var mikið rætt um það, að Mangi í Sauðagerði og þrír aðrir hefðu fengið tólf krónur hver fyrir 12 tíma sunnu- dagsvinnu, við að losa timburskonn- ortu fyrir Völund. Það þótti óheyrilega mikið kaup. Vesturbæingarnir héldu flestir, að þeir hefðu ekki séð kónginn. Það var þó ekki. Hann slapp einfi morgun frá fylgdarliði sínu og komst vestur á fiskreitina, þar sem konurnar voru að breiða fiskinn í glaða sólskini. Hann talaði dönsku og brosti hlýlega, og þær svöruðu á íslenzku. Góðvildin ger- ir alla að vinum. Og ekki versnaði álit- ið, þegar hann gaf hverri konunni, og krökkunum líka, spegilfagra tveggja króna peninga. Þær sögðu það konurn- ar, að hann hefði verið einstaklega altilegur þessi danski túristi. Hannes Jónsson. T I L R A U N Flækingur nokkur kom að sumarlagi á bóndabæ í Ameríku, staðnæmdist við hliðið og kallaði til húsfreyunnar og bað hana að gefa sér ölmusu. — Opnaðu hliðið og komdu inn í garðinn, sagði hún. Flækingurinn hikaði, því í garðir'im var varðhundur, sem horfði grimmdar- lega á hann. — En hundurinn — — bítur hann ekki? stamaði hann. — Eg veit það ekki, svaraði konan. Eg fekk hann í morgun, og nú langar mig til að sjá hvort nokkurt gagn er í honum. FYRSTA tímatal manna hefir ver- ið miðað við gang sólar og tungls, eins og segir í Vafþrúðnismálum: Mundilfari heitir, hann er mána faðir og svo sólar hið sama; himin hverfa þau skulu hverjan dag öldum að ártali. Menn skiptu tímanum í nótt og dag, réði sólin deginum, en máni réði nótt. Þannig varð sólarhring- urinn tvö dægur. Seinna skiptu menn svo dægrunum í smærri hluta, og er talið að það sé frá steinaldarmönnum komið, og þeir hafi farið eftir því hvað tré köst- uðu misjafnlega löngum skuggum. Upp úr því fundu menn svo upp sólskífuna og er vitað að Egyptar notuðu hana fyrir 3000 árum. Þeir munu og hafa orðið fyrstir til að skipta deginum í tólf jafna hluta. Sólskífan var nokkuð nákvæm á daginn, en um nætur kom hún ekki að neinu gagni. Þá var fundið upp áhald, sem kallað var „clepsydra“, eða vatnsklukkan, og notuð til þess að mæla næturstundirnar. Þessi vatnsklukka var notuð bæði í Egyptalandi og Babylon 800 árum fyrir vort tímatal. Hún var mjög einföld. Það var leirskál með dálitlu gati á botninum. Skál þessi var sett niður í eitthvert vatnsílát. Vatnið streymdi þá upp um botn- inn og fyllti skálina á hér um bil einni klukkustund Alltaf varð maður að vaka yfjr skálinni, til þess að tæma hana í hvert skipti sem hún fylltist. Annars staðar í heiminum höfðu menn aðrar aðferðir til þess að mæla tímann. Kínverjar notuðu t. d. trefjakaðal, sem þeir kveiktu í. Hann brann mjög hægt og jafnt, og á honum voru hnútar með vissu millibili, og við það mældu þeir tímann hve lengi kaðallinn var að brenna milli hnúta. Aðrir fundu upp á því að nota kerti og mældu tímann eftir því hve lengi þau voru að brenna. Og svo fundu menn upp stundaglasið, þar sem sandur renn- ur niður um lítið op. En þessar uppfinningar tóku vatnsklukkunni ekki fram. Síðan var fundin upp endurbót á vatnsklukkunni, með því að snúa henni við. Var skálin stækkuð og fyllt af vatni og það látið drjúpa úr henni eins og sandurinn úr stundaglasi. Nú var skálin höfð svo stór, að vatnið í henni entist heila nótt, en innan í skálinni voru stryk, er sýndu hvað áliðið var, þegar vatnið hafði náð þeim. Þetta var mikil endurbót ,en að vísu gekk þessi „klukka“ ekki nákvæmlega. Um 140 árum fyrir vort tímatal höfðu enn verið gerðar endurbæt- ur á vatnsklukkunni. Vatnsrennsl- ið úr skálinni hafði verið gert stöð- ugra en áður og svo hafði flot- hylki verið sett í sKálina, en það var í sambandi við nokkurs konar sigurverk og hafði vísi, sem benti á hvaða tími sólarhrings væri. Þegar hér var komið höfðu menn skipt deginum í 12 stundir og nótt- inni í aðrar 12 stundir. En þar sem það kemur ekki fyrir nema tvisvar á ári að dagur og nótt sé jafnlöng, varð að halda nákvæman vörð um vatnsklukkuna og gera stjörnuat- t t f i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.