Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Side 2
98 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS son sýslumaður í Hafnarfirði. Tók hann við borgarstjóraembættinu 1. júlí um sumarið. Áður hafði bæarfógeti verið odd- viti bæarstjórnar. Hafði Halldór Daníelsson gegnt því embætti frá árinu 1886, en gerðist nú 2. dómari í landsyfirrétti. Embætti hans hafði verið umsvifamikið, því að auk þess að hafa forustu í bæar- málefnum Reykjavíkur, hafði hann á hendi þau störf, sem nú eru falin borgardómara, borgarfógeta, sakadómara, lögreglustjóra og toll- stjóra. Er það eitt með öðru tal- andi tákn um þær breytingar, sem hér hafa orðið, að í minni eldri Reykvíkinga skyldi einn maður komast yfir öll þessi störf og vinna mest að þeim sjálfur. Með kosningu borgarstjóra í Reykjavík hefst tvímælalaust nýtt tímabil í sögu bæarins. Er því ástæða til þess að rifja upp hvernig hér var umhorfs á þeim árum, og geta menn þá borið þá lýsingu saman við það, hvernig nú er hér um að litast. — o — Fimmtán árum áður en borgar- stjóri var kosinn, hafði kaupstað- arlóðin verið stækkuð allmikið. Voru nú mörk hennar frá Rauð- ará að Grænuborg, þaðan vestur í Kaplaskjólsveg og síðan í enda Framnesvegar við Grandabót. Á þessu svæði gilti lögreglusam- þykkt bæarins frá 1890, en náði ekki til úthverfanna, nema sérstak- lega stæði á. En þessi úthverfi voru Grímsstaðaholt, Kaplaskjól, Sauðagerði og Bráðræðisholt. Þegar Miðbænum sleppti, var ekki nema um tvö bæarhverfi að ræða, Austurbæ og Vesturbæ. Vesturbærinn var eins og U í laginu. Til hans töldust Tjarnar- gata og Suðurgata og síðan Grjóta- þorpið. En úr endanum á því lá Vesturgata og fylgdi henni byggð- vestur að Ánanaustum) en síðan tók við Bræðraborgarstígur. Að- eins ein gata lá suður úr Vestur- götu, Stýrimannastígur upp að Stýrimannaskólanum. Þar fyrir sunnan stóð svo Landakotsspítali. Önnur byggð var ekki þarna á milli Vesturgötu og Túngötu, Grjótaþorps og Bræðraborgar- stígs. Þar voru samfelld tún. Sunn- an Túngötu var aðeins eitt hús og svo Landakot. Annars var þar samfellt tún suður að kirkjugarði og vestur á Mela. Túngata náði þá ekki lengra en að Landakoti og að húsum og bæum þar fyrir sunnan og vestan lágu engar göt- ur, heldur aðeins troðningar. En nú hafði verið ákveðið að gera götur yfir túnin norðan Túngötu, samhliða henni og Vesturgötu. Voru það Ránargata, Bárugata og Öldugata, en þær byggðust ekki fyr en síðar. Austurbærinn takmarkaðist af læknum að vestan. Byggðin í Þing- holtunum náði þá frá Laufásvegi að Óðinsgötu, en þar fyrir ofan voru tún afgirt allt upp undir Skólavörðu, en holtið stórgrýtt sunnar og vestar. Laufásvegur náði suður undir Gróðrarstöð. Til henn- ar hafði verið stofnað aldamóta- árið. Fekk Búnaðarfélagið þá 8 dagslátta land þarna, og gróður- setti forseti þess, Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari, fyrstu trjáplöntuna. Sunnan við Gróðrar- stöðina var svo Kennaraskólinn, langt frá allri byggð. Var sagt að honum hefði verið valinn staður svo langt utan við bæinn, til þess að bæarsollurinn skyldi ekki hafa óheppileg áhrif á hina ungu nem- endur. Skólavörðustígurinn var byggð- ur að mestu, Grettisgatan var að byggjast en Njálsgata ekki kom- in. Byggð var komin með öllum Laugavegi inn að Barónsstíg, Hverfisgata, sem áður var götu- stúfur inni í Skuggahverfi og dró nafn sitt af því, hafði nú verið framlengd og neðarlega við hana reis á þessu ári stærsta og fegursta hús bæarins, Landsbókasafnshús- ið. Nokkur smá hús og bæir.voru í Skuggahverfi fyrir neðan Hverf- isgötu. Þetta var þá Reykjavík sumarið 1908. íbúðarhúsin voru yfirleitt lítil, og sérstaka athygli aðkomumanns vöktu hinir mörgu „steinbæir“ í Austurbænum og Vesturbænum. Þessa steinbæi var farið að byggja eftir að Sverrir Runólfsson stein- smiður kom hingað um 1860, en þetta byggingarlag færðist mjög í aukana eftir að Alþingishúsið var reist 1881, því að þá lærðu marg- ir að fást við grjót. Steinbæirnir voru með lágum veggjum og stafnar oft úr timbri niður fyrir glugga, en gluggar aðeins á stöfn- um. í þessum bæum var venju- legast baðstofa, eldhús og búr, en ekki önnur herbergi. Forskjól var við útidyr og stundum skýli þar áfast til geymslu. Að yfirgnæf- andi meirihluta munu þessir bæ- ir hafa verið reistir af sveitar- mönnum, sem fluttust til Reykja- víkur. Það var auðveldast fyrir þá að koma upp slíkum skýlum yfir sig, því að bæirnir kostuðu ekki nema 600—1000 krónur. Það þótti þó nógu dýrt þá. Efst við Grettis- götu og Njálsgötu reisti smiður nokkur um þessar mundir lítil ein- lyft hús á kjallara, til þess að selja þau. Þessi hús kostuðu 2000 krón- ur en þá voru ekki margir, sem höfðu efni á að kaupa þau. Miðbærinn, eða Kvosin, var þá enn kjarni bæarins. Alþingishúsið og dómkirkjan sómdu sér þá vel, því að engin stórhýsi báru þau of- urliði. Helzt hefði þá verið um að ræða Hótel ísland og Hótel Reykjavík ásamt „Syndikatinu“, sem var við austurenda þess. Þessi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.