Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 Vatnsveitan kom 1909 og urðu menn henni fegnir. Sumum óx þó í augum kostnaður við að koma vatninu inn í húsin. Þó má vera að það orð, sem fór af vatnsveitunum úr Skálholtslind og Landakots- brunni, og þeim þægindum er þeim fylgdu, hafi nokkru ráðið um það hve fúsir menn voru yfirleitt til þess að taka við Gvendarbrunna- vatninu. lind var gerð fyrsta vatnsveita Reykjavíkur í Iðnaðarmannahúsið og hús við Lækjargötu. Skömmu eftir að Landakotsspít- ali var reistur (1902) var grafinn heljar mikill brunnur í túninu aust -an við hann, þar sem nú er Ægis- gata. Þar fékkst ágætt vatn, og svo mikið, að nokkur efstu húsin við Stýrimannastíg fengu þaðan vatnsleiðslu. Vertíð er að hefjast. Skúturnar liggja tilbúnar í höfninni. Skútukarlar á leið niður steinbryggjuna. var minna um „atvinnu-vatnsbera“ hjá vatnsbólunum í Austurbænum og Vesturbænum. Það voru varla aðrir en hinir efnaðri borgarar, sem gátu leyft sér þá bruðlunarsemi að kaupa vatn af vatnsberunum, og þessir efnuðu borgarar áttu flestir heima í Miðbænum. Sums staðar í holtunum komu upp smálindir og voru settir í þær bunustokkar, svo auðveldara væri að ná í vatnið og það heldist hreint. En í þurrkatíð á sumrin þornuðu þessar lindir svo að vatnið seitlaði aðeins í dropatali fram úr bunu- stokknum. Komu þá konur með kaffibolla og héldu þeim undir lekann og helltu svo úr þeim í fötu. Var þetta seintekinn matar- afli, ekki síst þegar margar kon- ur bar að sömu lindinni samtímis. En þá settust þær niður og biðu rólegar — og þá var margt skrafað! Ein lind austan við læk brást þó aldrei og alltaf var gott vatn í henni. Það var Skálholtskotslind. Hún var þar sem nú er garðurinn fyrir norðan Miðbæarskólann, eitt- hvað um það bil er nú stendur myndin „Móðurást“. Úr þessari Vetrarmynd af fjörunnl. — o — Útikamrar voru við langflest hús í bænum, en í nýlegum húsum höfðu þeir verið settir undir úti- dyraþrep. Menn áttu sjálfir að sjá um hreinsun kamranna og koma frá sér öllu sorpi. Þeir, sem áttu tún og garða, fluttu áburðinn þang- að. Aðrir settu hann í hrúgur und- ir hina mörgu grjótgarða, sem þá voru í bænum, eða óku honum nið- ur í fjöru. Ekki þótti þetta bæta andrúmsloftið í bænum né útlit hans* Það var ekki fyrr en árið 1911 að bærinn tók að sér salerna- hreinsun. Voru þá gerðir til þess stórir kassavagnar, sem hestum var beitt fyrir. Þessir vagnar voru á ferðinni um nætur og voru kallaðir „súkkulaðivagnar". Gjaldskrá var samin fyrir þetta og greiddu menn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.