Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Síða 6
102 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS misjafnlega mikið eftir því hve margir áttu heima í hverju húsi. Náði þetta gjald til allra húseigna á kaupstaðarlóðinni og skyldu hús- eigendur greiða það. Undanteknir voru þó þeir, er notuðu áburðinn sjálfir á tún sín. Sýnir það, að hag- sýni var þá meir^metin en þrifn- aður. — o — Engin holræsi voru til í bænum 1908, en í flestum götum voru skolprennur. Þær hétu þó ekki því nafni, heldur voru þær kallaðar „rennusteinar“. Var það nafn feng- ið frá Dönum og sennilega fyrir- komulag ræsanna líka: djúpur stokkur gerður úr höggnum stein- um og með steinbotni. Sums staðar var þessum stokkum lokað með borðum, sem felld voru í tvíbeygð vinkiljárn, en endar þeirra lágu ofan á kantsteinunum. Ráku marg- ir tærnar í þau járn og hnutu um þau, en hitt var þó verra ef menn lentu með fætur niður í ræsinu sjálfu, því að þau voru venjulega hálffull af alls konar óþverra. Fyrsta göturæsið, sem gert var í Reykjavík, var í Aðalstræti miðju og náði fram í fjöru. Þetta ræsi var opið og þótti óhentugt er fram í sótti og var þess vegna fært út í götubrún. í það lá svo ræsi úr Vest- urgötunni og þvergötunum í Grjóta -þorpi. Úr ræsinu í Aðalstræti lá svo renna eftir endilöngu Austur- stræti að norðanverðu, austur í læk. Þótti hún allmikið mannvirki þegar hún var gerð rétt fyrir alda- mótin, en dýr þótti hún og var því almennt kölluð „Gullrennan“. Úr öllum rennunum lagði ódaun mikinn, einkum þegar hlýtt var í veðri á sumrin. Lækurinn átti að taka við öllu frárennslinu, en það kom fyrir að hann stíflaðist og flæddi inn í ræsið í Austurstræti svo að þar myndaðist öfugstreymi, stokkinn fyllti og vatn og skolp rann út á götuna. Ekki var gott að vera á ferð eftir Vesturgötunni snemma morguns í skammdegismyrkrinu. Vinnukon- ur höfðu það til að koma fram í dyr húsanna og skvetta af handa- hófi út í rennuna, og tóku þá ekki alltaf eftir því hvort maður var þar á gangi fyrir utan. Þessi göturæsi lögðust ekki nið- ur fyrr en nokkrum árum seinna. Árið 1911 komu fyrst lög um hol- ræsagerð í bænum, og sama árið var lækurinn látinn hverfa í fyrsta stóra holræsið, sem gert var á ís- landi. Og um- sama leyti kom fyrsta gangstéttin, neðst á Hverfisgötu. — o — Allar götur í Reykjavík voru þá moldargötur, og ofaníburðurinn leir og moldblandin möl. Þá þekkt- ust engin áhöld til gatnagerðar nema skóflur og hakar og ofaní- burði var ekið á hestvögnum. Á sumrin mátti því stundum heita ó- líft fyrir moldroki. Það fyllti vit manna og smaug inn í húsin um all- ar gættir og rifur, þrifnum hús- mæðrum til hugarangurs, en kaup- mönnum og verslunarþjónum jók það áhyggjur og erfiði, því að margs konar varningur lá undir skemmdum af þessu, og alltaf var verið að „þurrka af“ og dusta varn- inginn svo að hann liti sæmilega út. Gamlir Reykvíkingar minnast þess eflaust hvernig var að vera úti í moldrokinu í bænum á þeim árum. Að vísu eru enn til malborn- ar götur, en nú er vandað meira til ofaníburðarins en áður var, og þótt einhverjir þykist verða varir við moldrok, þá eru það smámunir ein- ir á móts við hitt. En í rigningum og leysingum var öðru vísi um að litast. Þá voru göturnar eitt forardíki. Þá kom upp það nafn að kalla Reykjavík „vað- stígvélabæ“, því að um göturnar var ekki fært nema í vaðstígvélum. Menn urðu þá að fara gangandi hvert sem var, því að þá voru ekki bílarnir. Sérstaklega var forarbleyt -an þyrnir í augum þeirra, sem fóru í gestaboð, á samkomur eða dansleika. Það bætti og ekki úr skák, hve lélega göturnar voru lýstar á vetr- um. Fyrsta steinolíuljóskerið kom hingað 1876 og var sett á staur neðst í Bankastræti hjá læknum. En birtan sem þau báru var að- eins skíma rétt kringum þau, og óvíða voru þau svo þétt, að glóra þeirra næði saman. Sérstakir menn höfðu þann starfa með höndum að sjá um götuljósin. Þeir roguðust með stiga um öxl, því að þótt ekki væri hátt upp í ljóskerin, varð þó ekki komist að þeim nema í stiga, til þess að kveikja á þeim, bæta á þau olíu, hreinsa þau eða slökkva á þeim. Oft var mesta ófærð á götunum vegna snjóa, því að þá var meiri snjókoma í Reykjavík heldur en verið hefir nú um mörg ár. Þá voru oft mannhæðarháir skaflar á göt- unum og voru þeir yfirleitt látnir eiga sig, því að engin tæki voru til þess að koma þeim burt. Svo var t.d. veturinn 1910. Þá skefldi alveg yfir girðinguna umhverfis Austur- völl, svo aðeins sást örla á hana á stöku stað, og var hún þó rúm- lega metershá. Þá skefldi slétt af gömlu lyfjabúðinni í Thorvaldsens- stræti og varð að moka stórar kvos- ir utan við glugga hennar svo að dagskíma kæmist inn. Enginn kippti sér upp við það á þeim árum þótt hann yrði að standa í snjómokstri dag eftir dag og „gera hreint fyrir sínum dyr- um“. Mátti því oft líta háa snjó- hauga beggja megin gatna. Og svo varð vatnsflóð þegar þennan snjó leysti og síðan aur og for. Einn góðviðrisdag seint í apríl var eg á gangi með kunningja mínum. Þegar við komum inn í Aðalstræti var þar allt þurrt. Hann stakk þá við fótum, leit niður fyrir sig og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.