Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Qupperneq 10
104 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ið af laufura vatnahnetujurtar- innar, og Ahmed sagði að þar mundi verða góð uppskera og bæta bændum upp tjónið af vatnavöxt- unum. Vatnshnetur eru taldar sæl- gæti í Kashmír og seljast háu verði. Á þessum slóðum heitir Líkavík, enda er sagt að lík allra manna, sem drukkna í vatninu, berist þangað. Ræðararnir sögðu mér, að ef eg kafaði þarna, mundi mér ekki skjóta upp framar. Helgir menn, Hvarvetna í Indlandi rekst mað- ur á „sadhus", eða hina helgu menn Hindúa, sem hafa helgað alla ævi sína bænum og hugleiðslu. Á vorin safnast fjöldi þeirra saman í Srinagar til þess að taka þátt í pílagrímsgöngunni til Amarnat- hellisins, sem er þar uppi í fjöllum, en þangað er um 140 km. leið. — Ferðalagið er hnitmiðað þannig, að pílagrímarnir komi til hellisins snemma morguns þegar miðsum- arstunglið er fullt. Við komum þar sem pílagrím- arnir voru að leggja á stað frá musteri nokkru. Það var síðla dags og í rigningu. Þarna sátu þeir allir og hreyfðu sig ekki. Jörðin var blaut, en þeir höfðu náð í spýtu- kubba til að sitja á. Svo leið lang- ur tími. Þá gullu sekkjapípur við og „skozk“ hljómsveit lagði á stað. Næst henni fóru opinberir eftirlits- menn með rauða túrbana. Þar næst komu prestar Bawan muster- isiiis með helga dóma, og seinast fóru svo hinir helgu menn, allir með bagga á baki og betliskálar í höndum. Nokkrum dögum seinna fórum við á eftir þeim í bíl og náðum þeim upp hjá Shishavatni, sem er í 12000 feta hæð. Þar var nístings- kalt. Flestir þeirra voru mjög lítt klæddir.----- Ólík þessu var minningarhátíð Múhameðsmanna, sem haldin er á árstíð Husains, sonar Ali, tengda- sonar spámannsins. Skrúðgangan lagði á stað frá musteri nokkru í steikjandi hita og ryki. Áhorf- endur voru svo margir, að fylking- in átti örðugt að komast áfram. Hvítur hestur var með í förinni, skreyttur mjög, og bar hann eftir- líkingu af hönd Husains og var hún úr skíru gulli. Hinir sanntrúuðu voru yfirleitt í svörtum kuflum og sungu um Husain konung í Med- ina, en hljóðfæraleikararnir börðu sér stöðugt á brjóst. Eftir stutta göngu staðnæmdist hópurinn og myndaði hálfhring, söngurinn varð ákafari og menn börðu sér tíðar á brjóst. Þá kom annar hópur og voru þeir menn berir niður að mitti og alblóðugir eftir sár, sem þeir höfðt| veitt sér sjálfir með hnífum. Nú var haldið áfram og farið hægt, þar til komið var á áfangastað. Þá var hryllileg sjón að sjá hina hálfberu menn. Eg kannaðist við suma þeirra, það voru kaupahéðnar af torginu. Nú var augnaráð þeirra æðisgengið og þeir skeyttu ekkert um sár né blæðingar. Áhorfandi hvíslaði að mér: „Þú mátt hvorki brosa né hlæa að þeim. Þetta er helgur dagur er vér minumst píslarvættisdauða Husains. Þetta er hryggðardagur". Á svölum nokkrum stóð blá- klædd kona. Um leið og hópurinn fór fram hjá, lamdi hún höfðinu við trjábol og fell veinandi niður. Hún var tryllt af sama trúarof- stækinu og hinir.-------- Þrátt fyrir þetta er margt fag- urt að sjá í Kashmir. Hinir miklu og fögru garðar keisaranna fornu, eru nú almenningsgarðar, og þar safnast Múhameðsmenn og Hindú- ar saman eins og bræður. Eg varð aldrei var við nokkra óvild á milli þeirra. Hindúi nokkur sagði mér, að Múhameðsmenn hefði skotið skjólshúsi yfir sig þegar vopnaðir óaldarflokkar fóru þar yfir 1947, falið sig og fætt sig þangað til hættan var liðin hjá. „Sagt er að slíkt mundi ekki geta gerzt í öðrum löndum“, sagði hann. „En í Kasmhir eru allir vinir“. Yngingarefni MENN hafa orðið þess varir, að í sumum skordýrum er „hormón“, sem veldur því að skordýrin vaxa án þess að eldast, eða með öðrum orðum, þessi „hormón“ heldur þeim síungum. Nú hafa tveir vís- indamenn ^ið Cornell-háskólann í Bandaríkjunum, þeir Howard A. Schneiderman og Lawrence I. Gil- bert, tilkynnt að þeir hafi komizt að því, að þessi „hormón“ muni sennilega vera- til í öllum skepn- um. Þeir hafa náð þessu efni úr nýrnahettum nauta og reynt það með góðum árangri á skordýrum. Þetta efni hefir einnig fundizt i marglyttum. Þess vegna er talið að það muni vera til í öllum skepn- um, frá þeim lægstu til hinna æðstu. Efnið hefir þó ekk'i enn verið reynt á spendýrum, svo að menn vita ekki hvort það kann að hafa þau áhrif þar að dýrin eldist ekki. Sjónvarp er eftirsótt I AMERÍSKA blaðinu „Television Factbook" stendur nýlega, að sjón- varpstæki sé nú á 42.400.000 heimilum í Bandaríkjunum, en það eru 84% af öllum heimilum þar. Sums staðar eru fleiri en eitt taeki á heimili. Til samanburðar er þess getið, að baðker sé til á 41.500.000 heimilum, og 39.000.000 heimili hafi síma. Það eru ekki nema 12 ár síðan sjón- varpið kom til sögunnar, en eftir þessu að dæma þykir það nú nauðsynlegra en baðker og sími.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.