Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 139 Bátaflotinn varð að liggja í höfn mestan hluta mánaðarins vegna stórviðra. Þessi mynd er frá Keflavík. grunni og í Kolluál út af Snæfellsnesi (28.) SLYSFARIR Ótemja sló Ágúst Sigurðsson í Birt- ingaholti svo, að flytja varð hann í Landspítalann (1.) Jón Alberts, rafvirkjameistari á ísa- firði, sem starfaði hjá ratsjárstöðinni á Straumnesfjalli, fell sofandi fram úr háarúmi og beið bana af (3.) Þrír Bandaríkjamenn ætluðu að klífa Þyril, einn hrapaði og stórslasað- ist (5.) Sekkjahleðsla í vörugeymslu SÍS í Reykjavík hrundi, lenti ó verkamanni og fótbraut hann (12.) Herðubreið lá við bryggju í Breið- dalsvík í rokinu mikla hinn 10., fekk vír í skrúfuna og stórskemmdi bryggj- una (15.) Douglasflugvélin Gunnfaxi laskaðist mikið á flugvellinum í Vestmannevum í stórviðrinu 10. Seinna slitnaði hún afturs frá festum þar og brotnaði meira, svo óvíst er talið hvort hægt muni að gera við hana (15., 18.) Ungur danskur vetrarmaður á Þing- eyrum beið bana, er ofviðrið þann 10. hvolfdi vagni undir honum (17.) Páll Hjálmarsson bóndi á Kambi í Deildardal, var að reyna að gera að þaki í ofviðrinu 10., en fauk niður af þakinu og slasaðist mikið (17.) Otto H. Guðmundsson, skipverji á togaranum Þorsteini Ingólfssyni, fell í stiga niður í hásetaklefa og beið bana (17.) Rússneskur dráttarbátur sigldi á Tröllafoss undan suðurodda Svíþjóðar. Kom gat á byrðing Tröllafoss og varð hann að leita hafnar í Trelleborg (19.) Geirald Gíslason, verkamaður á Sauðárkróki, slasaðist mikið við upp- skipun (20.) Ólafur Jónsson, háseti á togaranum Ingólfi Arnarsyni, slasaðist um borð í ofviðri (21.) Sigurður Kolbeinsson, 2. stýrimaður á togaranum Þorkeli mána, slasaðist mikið í ofviðrinu á Nýfundnalandsmið- um (21.) Vb. Langanes sökk hjá Vestmanney- um í fiskiróðri. I.íannbjörg (22.) Jón Sigurðsson, háseti á Tungufossi, lenti með fótinn í vírlykkju er skipið var að leggjast að bryggju í Húsavik, herti svo á vírnum og skarst fóturinn í sundur (24.) Sigurður Jóhannsson stúdent, sem brenndist á grímudansleik suður í Þýzkalandi, lézt úr sárum (25.) Guðmundur Steinsson, nemandi i Menntaskóla Akureyrar, slasaðist í sundlauginni þar, rakst í botn er hann stakk sér og brotnaði við það hálsliður (27.) BÍLSLY*S Ölvaður bílstjóri olli árekstri í Reykjavík. Ónýttist bíllinn sem hann ók á, en tveir menn meiddust (3.) Sjö ára telpa varð fyrir bíl í Reykja- vík, en meiddist furðu lítið (11.) Tveir litlir drengir urðu fyrir bílum, sinn á hvorum stað, en sluppu báðir furuu vel (22.) Harður bílaárekstur á Hafnarfjarðar- vegi, báðir bílarnir stórskemmdust (20.) Vörubíll frá Áburð-’rverksmiðjunni rakst á r' ' '-.v!'’ og MANNALÁT 1. Sveinbjörg Sveinsdóttir Ottesen, Reykjavík. 1. Arni Árnason, Reykjavík. 1. Hallur Björnsson, Akranesi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.