Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 143 Eirikennilegar tölur TALAN9 Margfaldaðu töluna 9 með hvaða tölu sem þér sýnist, og þversumm- an verður alltaf 9. Tvisvar 9 eru 18, en 1 og 8 eru 9. Þrisvar 9 eru 27, en 2 og 7 eru 9. Ellefu sinnum 9 eru 99, þversumman 18 og 1 og 8 eru 9. Ef teknar eru nú hærri tölur til dæmis, svo sem 339 sinnum 9, Þá fæst talan 3051, en þversumman er 9. 5071 sinnum 9 eru 45639, þver- summan af því er 27, en 2 og 7 eru 9. Þannig mætti halda áfram óend- anlega. Annað er þó einkennilegra. Dr. Takdir Alisjahbana, vararektor háskólans í Djakarta í Indónesíu, kom hingað og flutti fyrirlestur (27.) Bragi Nielsson læknir tók við hér- aðslæknisstörfum í Síðuhéraði (27.) Efnt var til þýzkrar bókasýningar í Reykjavík (28.) ÝMISLEGT Útigönguhestur, sem verið hafði 4 ár á Mývatnsöræfum, var eltur uppi á bíl (3.) Kýr á öndóttsstöðum í S.-Þingeyar- sýslu eignaðist fjóra kálfa, en þeir drápust allir. Kýrin er 3 vetra og var tvíkelfd í fyrra (13.). Önnur kýr í Reykjadal í Suður-Þingeyarsýslu bar þremur kálfum dauðum (18.) Upp komst að miklu áfengi hafði verið smyglað um borð í Lagarfoss áð- ur en hann færi frá Hamborg. Skip- stjóri frétti þetta í hafi og skoraði á skipverja að koma öllu áfenginu á einn stað í skipinu. Var það gert og voru þetta 30 kassar. Skipstjóri lét varpa þeim útbyrðis (18.) Á þremur dögum handtók lögreglan í Reykjavík 9 menn, sem voru ölvaðir við bílakstur (24.) Bók, prentuð í Skálholti 1688, var seld á uppboði í Reykjavík fyrir 15.500 kr. og mun vera dýrust allra íslenzkra bóka (25.) Verð á áfengi hækkar um 15% (28.) Ef þú tekur einhverja tölu og snýrð henni við og dregur lægri töluna frá þeirri hærri, þá verður summ- an af útkomunni 9. Tökum til dæmis 5071 snúum við.....1705 Útkoman er .... 3366, en þversumman af Því er 18, og 1 og 8 eru 9. Tökum svo töluna 62, snúum henni við og drögum 26 frá 62, eftir verða 36, en 3 og 6 eru 9. Ef þú margfaldar hvora tölu með sjálfri sér þá koma út tölurnar 676 og 3844. Dragðu lægri töluna frá og eftir verða 3168. Þversumm- an af því er 18, en 1 og 8 eru 9. Skrifaðu hvaða tölu sem þér sýnist og dragðu frá þversummuna af henni og þversumman af út- komunni verður alltaf 9. Tökum til dæmis: 7.549.132, Þversumma 31 -4- 31 7.549.101, en þversumman af því er 27, og 2 og 7 eru 9. TALAN7 Talan 7 getur og verið nógu skrít- in í meðförum stundum. Ef þú deilir 999.999 með 7, þá kemur út talan 142.857. Og taktu svo eftir þessum tölum: 142857 x 1 er 142857 x 3 — 428571 x 2 — 285714 x 6 — 857142 x 4 — 571428 x 5 — 714285 Við hverja þessa margföldun koma fram allir sömu stafir í út- komunni og í sömu röð, nema hvað fyrsti stafurinn færist alltaf aftur fyrir. TALAN 11 Ef þú margfaldar töluna 11 með sjálfri sér, verður útkoman 121 og er óbreytanleg hvort hún er les- in áfram eða aftur á bak. Marg- faldaðu þessa tölu með 11 og út- koman verður 1331, sem er alveg eins lesin aftur á bak. Margfald- aðu þessa tölu með 11 og útkoman er 14641, og er sama sagan, hún er alveg eins lesin aftur á bak. í samlagningu getur talan 11 einnig verið einkennileg. Ef þú skrifar í sex raðir tölurnar frá 1 til 36, ýmist frá vinstri eða hægri, þá verður niðurstaðan Þessi: 1 2 3 4 5 6 12 11 10 9 8 7 13 14 15 16 17 18 24 23 22 21 20 19 25 26 27 28 29 30 36 35 34 33 32 31 111 111 111 111 111 111 JÖFN TALA Talan 2 getur líka verið ein- kennileg. Ef þú skrifar upp tölurn- ar 1—9 í fjórar raðir, ýmist frá vinstri eða hægri, og bætir svo 2 við, þá verður dæmið Þannig: 123456789 987654321 123456789 987654321 2 2222222222 <*> Samtal í fangelsi: — Ertu kvæntur? — Já. — Ertu ekki hræddur um að konan haldi fram hjá þér meðan þú ert hér. — Nei, það er engin hætta á því. — Ertu viss um það? — Já, til þess liggja þrjár ástæður. í fyrsta lagi er konan mín góða kona. í öðru lagi þykir henni vænt um mig. Og í þriðja lagi þá er hún líka í fang- elsL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.