Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
481
gripi og tengdar eru svo náið sögu
þjóðarinnar. Vart myndi þa.r
nokkur fremja spell eða trufla
helgi staðanna. Við göngum á
hnúka í túninu, og þaðan er vítt að
sjá, þótt skyggni sé ekki gott
þessa stundina. Fram undan blasa
við miklar auðnir, gulir sandar,
stórar breiður af fugli, og svo utar
sker og aftur sker, og um þau Jeik-
ur brimrótið. Og þetta myndi víst
vera Þormóðssker með vitanum.
Allt verkar umhverfið þungt og
einmanalegt, og þó hefur það eitt-
hvert seiðmagn, þannig að maður
starir og starir og sleppir ekki
gjarnan sjónum að auðninni, án
þess að gera sér eiginlega ljóst,
á hvað maður einblínir, eða hvað
það er, sem orkar með slíku að-
dráttarafli. Það er einmitt séreðli
auðnarinnar, að maður getur star-
að sig inn í hana og bókstaflega
samlagazt henni eitt andartak. Þeg-
ar snúið er við og haldið upp eftír
til baka, getur að líta í vegarbrún-
inni svolítið óvenjulegan gróður.
Það er stór breiða af sveppum, ein-
hver hatturinn, og svo aragrúi. af
litlu fallegu skriðsóleyinni. Þegar
farið er þarna um Lág-Mýrarnar
og maður virðir fyrir sér landslag
og aðstæður, þá fer ekki hjá, að
hugmyndir unga bjartsýnismanns-
ins um að gera þetta allt að sara-
felldum ræktarlöndum með vold-
ugu félagsátaki, eins og átti sér
stað með Flóaáveituna og sand-
ræktunina á Rangárvöllum, or'íi
sannfærandi á mann.
Senn komum við að Arnarstapa
og beygjum aftur niður á Lág-Mýr-
ar, og nú förum við Hraunholtsveg
niður að Álftá og yfir hana. Fram
hjá Hrafnkelsstöðum og Laxár-
holti, en þar stöldrum við við og
köstum kVeðju á bóndann, ungan,
Ijóshærðan hvatleiksmann. Ég
spyr um veginn að Vogi. Mig
langar að sjá Vog. Þar er gamla
húsið Bjarna amtmanns á Stap?,
sem nú mun vera hartnær 140 ára
gamalt. Þarna er húsið, grænt,
gamaldags, virðulegt, en þó vinar-
legt og kannske agnarögn dular-
fullt. Þetta er hús liðinnar aldar.
Þegar gengið er að húsabaki, sýn-
ist byggingin hrörlegri. Þar er hún
ómáluð og svartur pappinn ber.
Gerir þetta húsið fornfálegra.
Þarna er fjaran. Það er hátt niður
í hana. Sýnist vera góð höfn frá
náttúrunnar hendi. Úti fyrir er
Faxaflóinn, það brimar við kletta,
en hrein sigling að Vogi. Við sjón-
deildarhring rís Hjörsey, eina
byggða eyjan á þessum slóðum.
Þeim fer nú óðum fækkandi
byggðu eyjunum við strendur ís-
lands. Vogur er afskekktur, þar er
bara haf, himinn, strandauðn og
eldgamalt hús. Þetta minnir á um-
hverfi, sem í skáldsögum eru svið
ævintýra og ömurlegra atburða.
Við förum frá Vogi að Ökrum,
ItoiuMUir í Uum • Álítanesi.