Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Síða 6
106 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Salt- ÞAÐ eru ekki mörg af gæðum jarðarinnar nauðsynlegri heldur en saltið. Mannkynið mundi deya, ef það fengi ekki salt, og flest dýr mundu fara sömu leiðina. Fyrir mörgum öldum var það viður- kennt, að lífið mundi smám saman kvolast úr mönnum, ef þeir fengi ekki salt. Fæstir gátu lifað lengur en mánuð, ef þeir fengu ekkert salt, og það var hryllilegur dauða- dómur, ef mönnum var refsað með þvi að saltið var tekið frá þeim. Nú er ekki um það hugsað að refsa mönnum þannig, heldur er nú kappsamlega unnið að því að rannsaka, hvernig saltið muni geta varnað sjúkdómum eða læknað þá. Læknum er það kunnugt, að salt í líkamanum örvar starfsemi nýrnahettanna, en það er einnig alkunnugt ráð við nýrnaveiki að draga úr saltnotkun. Langt er síð- an fólk í heitum löndum uppgötv- aði hver áhrif saltið hefir á heils- una. Þar verða menn að neyta meira salts en venjulegt er, til þess að vega upp á móti því hve mikið salt skolast úr líkamanum með svita. Mönnum er síður hætt við að örmagnast eða fá sólsting, ef þeir gæta þess að fá sér auka- skammt af salti Sama máli er að gegna um menn, sem vinna erfiðis- vinnu, eða þar sem mikill hiti er á vinnustað, og þeir svitna mjög mikið. Vanræki þeir að bæta upp saltskammt sinn, eiga þeir á hættu að fá krampa. Vegna þessa hafa verið búnar til sérstakar salttöflur, sem kryddaðar eru einhverju bragðbætandi. Þessar töflur reynd- Mauðsynlegt fyrir heilbrigði Þýðingarmikið hráefni ust vel verkamönnum í stáliðnað- inum, þegar þar var mest að gera á dögum seinni heimsstyrjaldar- innar. Og vegna hins góða árang- urs, er nú öllum verkamönnum í stálverksmiðjum ætlaður sérstak- ur saltskammtur á hverjum degi. Margar skepnur finna af innri hvöt, að salt er þeim nauðsynlegt. Tilraunir hafa sýnt, að hundar geta ekki lifað nema svo sem þrjár vik- ur, ef þeim er meinað að fá salt. Og kýr og kindur þurfa að fá sinn saltskammt, ef þær eiga að vera heilbrigðar og gera fullt gagn. Rán- dýr þurfa líka á salti að halda, en þau fá það úr bráð sinni. ----o---- Þá hefir saltið ekki minni þýð- ingu fyrir iðnað nútímans, og notkun þess þar eykst stöðugt og á æ fleiri sviðum. Allir vita hvern- ig það er notað til þess að varna því að matvæli skemmist. En það er líka notað við framleiðslu á gleri og aluminium. Og 1 efnaiðn- aðinum fer notkun þess sívaxandi. Það er notað til sápugerðar og til þess að hreinsa fituefni; það er notað í þvottaduft og bleikju, skor- dýraeitur, sveppaeitur og tilbúinn áburð. Það er notað til þess að hreinsa drykkjarvatn, og það er notað við pappírsgerð. Notkun salts í heiminum fer stöðugt vaxandi, og að sama skapi eykst framleiðsla þess. Talið er að mannkynið noti nú um 20 miljónir smálesta af salti á ári. í fornöld var salt mjög dýrmætt, enda oft langsótt. Rómverjar hinir fornu guldu hermönnum sínum sérstaka saltpeninga, sem þeir kölluðu „salarium“ (af því er dregið enska orðið salary, sem þýð- ir kaup eða laun). Einhver elzti vegur í Ítalíu var kallaður Via Salaria, vegna þess að eftir honum fóru allir flutningar á salti. Forn siður var það að „eta salt“ með einhverjum, og var það tákn heilagrar vináttu. Þessi siður tíðk- ast sums staðar enn í Austurlönd- um. Á miðöldum fóru virðingarsæti í veizlum eftir því, hvort menn sátu nærri eða fjarri saltinu. Sums staðar í heiminum er salt enn talið dýrmætara en pening-ir Þrír innlendir verkamenn í Burma, sem unnu að kirkjusmíð, vildu heldur fá salt en peninga fyár starf sitt, og þeir létu sér nægja tvö pund af salti hver fyrir margra daga vinnu. Víða er enn erfitt að ná í salt. Tíbetbúar verða að ,fara yfir fjöllin“ til þess að ná sér í salt, og koma heim með fáein pund á bakinu. Um eyðimörkina Sahara fara árlega sérstakar úlfaldalestir með salt. Timbuktu var um eitt skeið mesta saltborgin í Afríku og safnaði miklum auði af saltverslun. Þar var þá menningarmiðstöð og gríðarmikil bókasöfn. ----o---- Seinustu 15 árin hafa jarðvegs- fræðingar unnið að því að rann- saka hvernig salt geti bætt jarð- veg og uppskeru. Þessar rannsókn- ir hafa meðal annars leitt í ljós, að ef stráð er 300—400 pundum aí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.