Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 salti á hverja ekru, þar sem sykur- reyr er ræktaður, þá mun uppsker- an verða þeim mun meiri af sykri. Þess vegna eru saltkaupmenn nú farnir að mala salt til áburðar og hafa það svo fínt að auðvelt sé að bera það á með vélum. Á hinn bóginn er salt víðast hvar síður en svo til bóta fyrir jarðveginn. Sé of mikið af því, ger- ir það landið ófrjótt, uppblástur hefst, og þannig hafa myndazt mörg af stærstu uppblásturssvæð- um jarðar. Gróður þarf yfirleút ekki á miklu salti að halda, og verði jarðvegur of saltur, þá er hann óhæfur til ræktunar. Sum af frjóvsömustu héruðum jarðar fyrrum voru áveitulönd. Á- veituvatnið var tekið úr ám, en í því er alltaf nokkuð af uppleystu salti. Svo þegar vatnið gufaði upp. varð saltið eftir, og smám saman gerði það jarðveginn óhæfan til ræktunar. Og nú eru þarna eyði- merkur. Rannsóknir hafa sýnt, að á áveituland geta safnast 4 tonn af salti á hverja ekru á einu ári. Ræktunarfræðingar, jarðvegs- fræðingar, efnafræðingar og grasa- fræðingar vinna nú saman að því að rannsaka áhrif salts á jarðveg og jarðargróða. Þeir eiga að skera úr um það, hvort fyrirhugaðar áveitur í löndum, sem dregizt hafa aftur úr, muni að fullu gagni koma, og hvað helzt ætti þá að rækta par. Verður þá auðvitað fyrst að at- huga, hve saltblandinn jarðvegur- inn er á þessum stöðum, hvort hægt sé að hleypa áveituvatninu af og hvort unnt muni vera að „þvo“ saltið burt úr jörðinni, þar sem of mikið er af því. Er hér urn mjög þýðingarmikið mál að ræða fyrir þau héruð, þar sem nú eru ráðgerðar miklar framkvæmdir til þess að auka jarðargróða. Jafnhliða þessu fara svo fram aðrar rannsóknir, en þær eru í því fólgnar að finna nytjaplöntur, eða „finna upp“ nytjaplöntur, sem vel geti þrifist í jarðvegi sem er svo saltur, að fæstar jurtir geta þrifist þar. Er það aðallega talið á valdi grasafræðinga að framleiða heppi- lega kynblendinga jurta, sem ekki láta of mikið salt buga sig, eða þurfa jafnvel meira salt en aðrar jurtir. ----o---- Salt er unnið á tvennan hátt, ýmist í námum (jarðsalt), eða úr söltu vatni og sjó. Nýasta aðferðin við að vinna jarðsalt er sú, að dæla vatni niður í námurnar, láta það bræða í sig salt og dæla því svo upp aftur. Mestu saltnámur heimsins eru í Wieliezka í Póllandi. Þar hefir verið numið salt um aldir, og enn er þar af nógu að taka. Saltlagið þarna er um 400 metra á þykkt og námagöngin eru orðin um 800 km á lengd. Saltið þykir ekki reglulega gott, vegna þess að það er leir- blandið. Vestan hafs hefir nýlega fundizt saltnáma hjá Windsor í Ontario. Náma þessi er í 700 feta dýpi og saltlagið er um 27 fet á þykkt. Gera menn ráð fyrir að þar sé hægt að nema 500 lestir af salti á dag. Önnur mesta saltnáma vestan hafs er Saltvatnið mikla í Utah. Vatnið er 118 km á lengd og 32—80 km á breidd og saltmagnið er Ve hluti þess. Vatninu er veitt í hinar stærstu „saltpönnur“ sem til eru í heimi, þar gufar það upp, en salt- ið verður eftir. ----o---- Talið er að maður þurfi um 15 gr. af salti á dag. Saltið í líkaman- um er vörn gegn sóttkveikjum. Bóluefni, sem notað er til að drepa sóttkveikjur, er gagnslaust ef ekki er salt í því. Salt er mikið notað til þess að bræða snjó af götum í borgum, en hitt er einstakt, að það sé notað til vegargerðar. Þó hefir það verið gert. Vegurinn frá íþökú í New York-ríki og út á flugvöll borgar- innar, er gerður úr saltklumpum. Vegur þessi er nú orðinn 20 ára gamall og hefir lítt látið á sjá. Lundúnaborg á uppruna sinn að þakka saltflutningum. Fyrir rúm- um 1000 árum seldu Bretar mikið af salti til Vesturevrópu. Var salt- ið fyrst flutt á klökkum suður England og fóru saltlestirnar yfir Temsá á vaði skammt þaðan sem nú er Westminster-brú. Þarna hjá vaðinu reis svo smám saman upp byggð, er varð vísirinn að hinni miklu miljónaborg. Þótt notkun salts fari vaxandi ár frá ári, eru litlar líkur til þess að nokkurn tíma muni verða salt- skortur. Þótt allar jarðnámur verði tæmdar og saltvötnin þorni til grunna, er nóg salt í höfunum og engar líkur til þess að þar sjái högg á vatni þótt mannkynið verði að sækja þangað allt salt sitt um þús- undir ára. (Úr „The Unesco Courier") SÍMATÆKI BREYTAST Upphaflega voru símatækin með sveif, sem varð að snúa Heyrðist þá hringing á miðstöð, símastúlkan svar- aði og maður bað um að setja sig í samband við það símanúmer, er hann óskaði að tala við. Síðan komu sjálf- virkar miðstöðvar. Þá breyttust síma- tækin og voru nú með talnaskífu, sem upphringjandi sneri allavega, eftir því hvaða símanúmer hann vildi kalla. Þannig eru flest símatæki nú. En þetta þykir ekki nógu gott né nógu þægilegt. Þess vegna hefir Bell- talsímafélagið í Bandaríkjunum nú fundið upp nýtt símaáhald. í staðinn fyrir talnaskífuna eru á því 10 hnapp- ar, og er stutt á þá hvern af öðrum þar til rétt númer er fengið. Er þetta miklu fljótlegra heldur en að snúa talnaskífunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.