Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Page 8
108
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Geimför framtíðarinnar
MENN brjóta heilan um hvermg samgóngum um geiminn verði bezt
hagað i framtíðinni, hvernig geimförin eigi að vera og hvaða orku
á að nota til þess að knýa þau fram um óravíddirnar. Allir virðast
sammála um, að slíkar geimferðir muni hefjast innan skamms.
Margar ótrúlegar fullyrðingar koma fram í sambandi við það, en
trúa verður því, sem kunnir vísindamenn segja. Þessi grein, sem
hér fer á eftir, birtir álit dr. Dan Q. Posin. Hann er prófessor í
eðlisfræði við De Paul háskólann og vísindalegur ráðunautur
„Columbia Broadcasting System".
Áður en 20. öldin hverfur í tím-
ans djúp, munu menn t'erðast til
annara jarðstjarna, alveg eins og
þeir ferðast nú í strætisvögnum tii
vinnu sinnar.
Geimfarinu, sem þeir ferðast
með, verður annaðhvort skotið frá
jörðinni út í ,.tómið“, eða þá að því
verður skotið til áfangastöðvar,
sem svífur líkt og gervihnöttur
umhverfis jörðina.
Ef geimfarið á að fara beina leið
til annara stjarna, verður það að
vera gríðarlega stórt, svo að það
geti borið nægilegt eldsneyti til
hinnar löngu ferðar, er skiftir
miljónum kílómetra.
Á hinn bóginn, ef geimskipið
leggur á stað frá áfangastöð úti í
geimnum, þá hefir það þegar 8 km.
hraða á hverri sekúndu áður en
að skjóta mörgum hlutum á um-
ferðarbraut utan jarðar og safna
þeim þar saman, heldur en að
skjóta einu risavöxnu ferlíki út á
sporbraut, eða jafnvel út fyrir
hana — segjum alla leið til Marz.
Ef menn ákveða aftur á móti að
skjóta einum manni til tunglsins,
þá má skjóta honum þangað beina
leið, og þarf ekki að búa til neina
áfangastöð fyrir hann.
Ferjurnar milli jarðar og geim-
stöðvarinnar, mundu verða margra
þrepa rákettur. Þegar fyrsta þrep-
ið losnaði, mundi það svífa til jarð-
ar í fallhlíf, og þá væri hægt að
nota það aftur. Annað og þriðja
það leggur á stað, og þarf ekki að
bæta við sig nema svo sem 11 km.
hraða til þess að vega upp á móti
aðdráttaraíli jarðar.
£i maður á að bera 250 pund upp
bratta brekku, þá er það auðveld-
ara a þann hátt að fara 10 íerðir
og bera 25 pund i hverri ferð, held-
ur en að bera ailan baggann í einu.
Mörgum mundi vera það um megn
að bera 250 pund upp bratta hæð
í einni ferð, en flestum mundi veita
það auðvelt ef þeir færi 10 ferðir
og heldu á 25 pundum í hverri ferð.
Á sama hátt er það auðveldara
þrepið mundu líka losna. En fjórða
þrepið mundi flytja birgðir til geim
stöðvarinnar, skila þeim af sér, og
svífa síðan til jarðar aftur. Það
þarf því að vera með vængjum.
Geimfar, sem færi frá geimstöð-
inni til tunglsins, þyrfti ekki að
hafa vængi, þar sem ekkert gufu-
hvel er umhverfis tunglið. Og
vegna þess að leiðin þangað liggur
um „tóm“, þá er ekki nauðsynlegt
að straumlínulag sé á geimfarinu.
Það er alveg sama hvernig það er
í laginu, bara að það sé ekki of
þungt.
Geimfar, sem fer til annara
stjarna, þar sem gufuhvel er, verð-
ur að flytja með sér vængjaða flug-
vél, ef farþega langar til að lenda
þar.
Farþega-geimfar mun verða
glæsilegur farkostur, og miklu
stærra en venjuleg geimför. Það
mundi hvergi lenda, ekki einu sinni
á jörðinni. Það yrði sett saman á
geimstöð, færi síðan til annarar
stjörnu og á sporbraut þar, en not-
aði léttar flugvélar handa þeim,
Geimfar, sem snýst um sjálft
sig, svo að miðílóttaaflið verk
ar sem aðdráttarafl á far-
þegana.