Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 111 „Ertu nú ánægður?“ spurði hún hafði hænzt meira að föður sínum, og henni sárnað það? Eða höfðu þau aldrei getað komið sér saman um það hvernig ætti að ala upp börn? En hvað um það, á þessari stundu var það ósæmilegt hvernig hún talaði við mann sinn þarna hjá dánarbeði sonar- ins. Hún afhenti okkur símanúmer ná- granna síns og bað okkur að síma ef einhver breyting yrði. Svo fór hún. En faðirinn var ófáanlegur til þess að fara frá syni sínum. Nú var liðin klukkustund síðan sjúklingurinn kom, og enn var hann lifandi. Við athuguðum slagæðina með stuttu millibili, en hún var ósköp veik. Þegar eg fór til kvöldverðar kom næturhjúkrunarkona í minn stað. Eg hafði enga matarlyst. Orð móðurinnar hljómuðu sífellt í eyrum mér og ollu vanlíðan. Þegar eg kom aftur átti eg von á því að pilturinn væri dáinn. En svo var ekki, hann lifði enn. Næturhjúkrunar- konan kallaði á mig fram í eldhús. Þar var deildarhjúkrunarkonan og hún sagði: „Eg er viss um að æðasláttur hans er nú sterkari en áður“. Og svo var kallað á aðstoðarlæknir- inn. Hann hafði skoðað sjúklinginn um kvöldið og var nú hissa að hann skyldi vera lifandi. Og svo sagði hann að bezt væri að láta skurðlæknirinn vita um þetta. Deildarhjúkrunarkonan hringdi til skurðlæknisins og skýrði honum frá þessu. Hann var háttaður, en klæddi sig í skyndi og kom. Hann skoðaði nú sjúklinginn og sagði að brot úr hauskúpunni þrengdi að heilanum. Ef hægt væri að ná brot- inu, væri ef til vill hægt að gera að sárinu. En það væri þó vonlítið að sjúklingurinn mundi lifa. Þó kvaðst hann fús að reyna þetta, ef faðir pilts- ins samþykkti það. Og faðirinn gaf skriflega yfirlýsingu um það. Svo var sjúklingurinn fluttur í skurðstofuna. Mér var falið að halda um úlflið hans og fylgjast með æða- slættinum. Eg hafði aldrei séð slíkan uppskurð áður, og að hann væri vanda- samur vissi eg vegna þess hvað lækn- irinn hafði mörg áhöld. Hann tók þeg- ar til starfa. Æðaslátturinn varð sterk- ari. Eg taldi upphátt: „60 — 80 — 90 — 80 — 90“, og læknirinn helt áfram. Allt í einu komst æðaslátturinn upp í 160. Eg ætlaði ekki að trúa því. „Verið þér rólegar", sagði læknir- inn, „eg er hér einmitt á mjög við- kvæmum bletti, en nú er eg að losa beinflísina og þegar þrýstingnum er létt af heilanum, þá verður breyting til batnaðar. Þetta gengur vel“. Að lokum saumaði læknirinn sárið saman, dró af sér andlitsgrímuna og hanzkana og sagði: „Nú held eg að gott væri að fé te- sopa“. Svo skipaði hann að flytja sjúklinginn aftur til sjúkrastofunnar. Þegar við komum þangað varð eg hissa á því að sjá að dregið hafði verið frá gluggunum. Eg hafði ekki tekið eftir því að við höfðum verið þrjár klukkustundir við skurðarborðið. Einni stundu síðar komu daghjúkr- unarkonurnar, og eg fór. Þegar eg kom um kvöldið veitti eg því fyrst athygli að skjólgrindin var enn umhverfis rúmið. Pilturinn var þá enn lifandi. Næstu kvöldin tók eg eftir því að hann var alltaf að hressast, enda þótt hann hefði ekki fengið meðvitund. Einstaka sinnum hreyfði hann sig, og við vonuðum þá að honum væri að batna. Faðir hans sat hjá honum svo að segja dag og nótt. Svo var það einu sinni um óttuleytið, að hann kemur til mín og segir: „Nú er hann alltaf að hreyfa sig. Eg held að hann langi til að segja eitthvað“. Eg fór til sjúklingsins. Hann deplaði augunum einu sinni eða tvisvar. Svo galopnaði hann þau og starði beint út í loftið. Svo sá hann föður sinn og þá hvíslaði hann: „Pabbi.... pabbi....“ Faðirinn varð svo hrærður að hann hágrét, og eg gat ekki heldur tára bundist. — Smám saman hresstist pilturinn og fekk fulla meðvitund. Þá var hann tal- inn úr allri hættu. Um sama leyti fór eg í sumarfrí. Þegar eg kom aftur var það seint á degi og allir gestir áttu að vera farnir. Þó voru nokkrir þar enn. Eg tók eftir konu, sem stóð við rúm úti í horni. Hún laut niður að sjúklingnum og kyssti hann, og flýtti sér svo út. En þá brá mér, því að sjúklingurinn var enginn annar, en pilturinn með höfuðkúpubrotið. Hann var nú laus við allar umbúðir, nema hvað stór plástur var á enninu á honum. Eg fór að hugsa um hver hefði heimsótt hann. Gat það verið.... ? Nei, það hlaut að hafa verið einhver frænka eða vin- kona. „Gott kvöld, systir“, kallaði hann glaðlega. „Hvað varstu fið gera í sum- arfríinu?" „Ekkert, nema hvíla mig“, svaraði eg. „Eg trúi þér, þótt enginn annar mundi gera það“, sagði hann. „Hvei^iig líður þér?“ spurði eg. „Ágætlega og læknirinn er hreykinn af mér. Eg má nú fara á fætur, svo að eg get hjálpað þér í fyrramálið — eða núna?“ „Ef þig langar til að gera eitthvað, þá geturðu farið fram fyrir með þessi blóm. Hvernig líður honum föður þín- um. Hann hefir ekki verið hér í kvöld’*. „Honum líður vel, nema hvað hann er kvefaður núna, og þeo' vegna kom hann ekki í kvöld“. . Eg fór fram í umbúðastofuna og hann kom á eftir mér. „Þig langar líklega til að vita hvaða kona var hjá mér áðan. Eg sá að þú horfðir eitthvað grunsamlega á hana“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.