Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Side 16
116
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
A K D 4
V Á G 9 2
♦ A D 8
* G 5 4
A 3
V K D 8 7
4 3
♦ 5
+ KD873
A A G 9 7
V 5
♦ 7 4 2
* A 10 2
N
V A
S
A
V
♦
*
6 2
10 8 5
10 6
K G 10 9
6 3
9 6
Vestur gaf og sagnir voru þessar:
V N A S
1 ¥ tvöf. 2 ♦ 3 A
pass pass 4 A pass pass
Það hefði verið betri sögn að segja
3 grönd. En samt getur ekki talist neitt
varhugavert við það að segja spaða,
þegar sagnhafar hafa alls 9 tromp.
S fer nærri um það hvernig spilin
liggja hjá andstæðingum, eftir sögnum
þeirra að dæma.
V sló út T5. Hvernig viljið þér nú
vinna spilið í sporum S?
KVADDI MEÐ KOSSI
Matthías Jochumsson hafði þekkt
Jón Sigurðsson forseta mæta vel. Eg
bað hann segja mér eitthvað um hann.
Hann mælti: „Hann var eins og ást-
ríkur faðir allra Islendinga í Kaup-
mannahöfn. Þeir komu óboðnir að
tefja hann í ritstörfum han<- og til að
borða hjá honum, en hann lét sig ekki
fipa. Hann helt áfram að skrifa, en
talaði við þá um leið. Hann er sá eini
maður sem eg hefi þekkt, sem gat
unnið þrjú verk í einu, öll jafnvand-
lega. Hann afkastaði meira en nokkur
Islendingur, fyrr eða síðar, en hann
hefði afkastað ennþá meira, ef landar
VETRARSVIPUR. — Að tindanförnu hafa verið frost, en gott veður og enginn
snjór hér syðra. Er tíðarfar ólíkt því sem oft er með góukomu. Þó setur frostið
nokkurn vetrarsvip á fram við sjóinn.eins og sjá má á þessari mynd. Hun er af
Örfiriseyargarðinum í Reykjavík og sýnir hvernig klaki hefir hiaðizt i grjótið.
(Ljósm.: vig)
hans hefði ekki setið um hann með
endalausu munnlegu og bréflegu
kvabbi. Samt fylgdi hann alltaf til
dyra þessum mönnum, sem voru að
tefja hann — margir algjörlega að
óþörfu — og kvaddi þá alla með
kossi“. (Dr. Jón Stefánsson)
STAFSETNINGIN
Eg held það sé reginmisskilningur á
hlutverki stafsetningar að hún eigi að
kenna mönnum uppruna orðanna; hún
á ekki að vera annað en ytri búningur
málsins. (Árni Böðvarsson cand. mag.)
EFTIRMÆLI
Gamall maður las i blaði minningu,
er fjórir höfðu skrifað um venjulegan
mann, og þá datt honum í hug:
Gaman væri að geta dáið þrisvar,
og eftirmæli eignast tólf
eftir slíkan Göngu-Hrólf. (I. G.)
IIRAFNSSONAGJÓTA
Þegar Þorvaldur Vatnsfirðingur
hrakti þá Hrafnssonu frá Hrafnseyri,
flýðu þeir yfir í Mosdal og duldust þar
fyrst í skógum. — Gömul sögn er, að
þeir hafi flúið úr Mosdal eftir gjótu.
sem liggur upp úr fjallinu upp af
Laugabóli í Mosdal. Er gjótan síðan
nefnd Hrafnssonagjóta, en það örnefni
er ekki í Sturlungu. (Einar Bogason
frá Hringsdal)
VINNUHARKA
Á Þverá í Reykjahverfi bjó eitt
sinn bóndi sá, er þótti mjög vinnu-
harður, og lék grunur á að hann flýtti
klukkunni á morgnanna en seinkaði
henni á kvöldin til þess að vinnudagur
folksis yrði sem lengstur. Einn morgun
vekur hann vinnumann sinn fyrir allar
aldir og segir að mál sé að fara á fætur.
Vinnumaður svarar í svefnrofunum
með þessum tveimur vísum:
Bænum mikið ei eg ann
þar áin kvikar þvera,
af mér svikinn svefntímann
segi eg hiklaust vera.
Stundaklukkan kostarík,
knúð af sköpum norna,
er á kvöldin lúnum lík,
leikur sér um morgna.