Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1960, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
193
©Q=»<<P<Q=*CF<Q=rfCP«C^<pcC^CP'Q=*CP<Q=*<P<Q=<<P<C^CP<Q=*G=c<i=<cP>!Ci=*G=<Ci=<<P<Ci=<<p ©
SMÁSTIRNI í NÁGRENNI JARÐAR S)
Nafn Fundin Fjarlægð Stærð (þvermál)
Albert 1911 30.000.000 5
Eros 1911 20.000.000 24
Armor 1932 15.000.000 16
Apollo 1932 10.000.000 3
Icarus 1949 6.000.000 1,5
Adonis 1936 2.300.000 1,5
Hermes .... 1937 300.000 1,5
breyzt, einkum ef þær koma í ná-
munda við stærri stjörnur, svo sem
jarðstjörnurnar. Þessa vita menn
dæmi um halastjörnur. Eftir því
sem smástirni er minna og eftir
því sem það kemur nær einhverj-
um hnetti, verður breytingin á
gangi þess meiri. Það er að vísu
ólíklegt, að sá skakki verði svo
mikill, að smástirnið rekist á jörð-
ina. En ef braut einhvers smástirn-
is raskast mikið fyrir áhrif frá
Marz, Venus eða jörðinni, þá er
árekstur hugsanlegur.
Eros, fyrsta smástirnið sem
fannst, er stærst þeirra. Það er
í laginu líkt og múrsteinn — 22 km.
á lengd, en breidd og hæð um
7—8 km. Ef í því er venjulegt grjót
— og allar líkur eru til þess — þá
mun það vega um 2,5 triljón tonn,
og það er ekki neitt smáræði. En
Eros er langt í burtu og litlar lík-
ur eru til þess að braut hans breyt-
ist.
Hvað er þá að segja um Hermes,
sem kemur svo nærri jörðinni og
er svo lítill, að honum er hættar
við að breyta um stefnu?
Þótt Hermes sé lítill og miklu
minni en Eros, vegur hann samt
um 7 miljónir tonna. Ef hann ræk-
ist á jörðina með þeim hraða sem
hann hefir, þá yrði afleiðingarnar
ólýsanlegar. Þar sem hann kæmi
niður mundi hann mynda gíg, sem
væri um 150 km. að þvermáli, og
valda jarðskjálfta, sem yrði þús-
und sinnum meiri en nokkur jarð-
skjálfti, er sögur fara af. Árekst-
urinn gæti afmáð heila þjóð í
Evrópu, eða eitthvert ríkið í Banda-
ríkjunum. Kæmi Hermes niður í
sjó mundi hann valda meiri flóð-
bylgju en dæmi eru um, og senni-
lega valda þá enn meira tjóni en
þótt hann félli á jörð.
Að vísu eru hverfandi litlar líkur
til þess að Hermes muni rekast á
jörðina. Vér getum því sofið
óhræddir þess vegna. En á móti
hverju smástirni, sem sést hefir,
geta verið tugir annara minni, sem
ekki vega nema svo sem miljón
tonn. Það geta verið til hundruð
af öðrum enn smærri, sem ekki
vega nema svo sem þúsund tonn.
Og það geta verið tugir þúsunda
af „fljúgandi klettum", sem ekki
eru stærri en svo sem 10—100 tonn.
En þótt slíkur fjöldi flugsteina
væri á sveimi í geimnum milli
Marz og jarðar, þá er nógu rúmt
um þá þar.
Og þó hafa slíkir steinar rekist
á. Hinir óteljandi gígar á tunglinu
eru sennilega eftir þá. Sumir þess-
ir gígar eru 150 km. að þvermáli,
eða meira, óg geta varla verið
eftir minni loftstein en Hermes er.
Slíkir árekstrar hafa einnig orð-
ið hér á jörð. En hér eru höf og
gufuhvel, hér fellur regn og vind-
ar blása, og smám saman hafa
minjar árekstranna af máðst.
Þó eru hér til merki um árekstra.
Það er t.d. hinn frægi gígur í
Arizona (sem nú kallast Barringer
Crater), og það eru varla meira en
50.000 ár síðan hann myndaðist.
Hann hefir haldið sér býsna vel
þarna í eyðimörkinni. Hann er nú
um 1 km. að þvermáli og líkist
mjög hinum litlu gígum á tungl-
inu. Steinninn, sem þarna féll, hef-
ir ekki verið nema nokkur þús.
tonn að þyngd, og varla meira en
200 fet að þvermáli. Hann hefir
því verið svo lítill, að hann getur
varla kallast smástirni. Og þó get-
ur slíkur steinn valdið ótrúlegum
spjöllum. Hann gæti lagt hina
stærstu borg í rústir jafn örugg-
lega og vetnissprengja.
Enn má sjá móta fyrir eldri
gígum, og eftir stærri steina.
Sumir þeirra eru nú fullir af
vatni, aðrir hafa skógar þakið, en
þó má sjá hringlögun' þeirra ef
flogið er þar yfir. Þar má t.d.
nefna Chubb-gíginn í norðanverðu
Kanada; hann er hátt upp í 5 km.
að þvermáli.
Loftsteinar hafa þó eigi aðeins
fallið til jarðar í fornöld. Árið 1908
féll loftsteinn á norðanverða Siber-
íu. Sá steinn hefir varla verið nema
nokkra tugi tonna, en gígurinn
sem hann myndaði er 150 fet að
þvermáli, og loftþrýstingurinn
braut niður alla skóga á 30 km.
svæði allt um kring. Þessi smá-
steinn hefði því getað lagt stór-
borg í rústir.
Árið 1947 kom annar loftsteinn
niður í Síberíu austanverðri. Hann
var minni, en þó var það happ, að
hann kom niður á óbyggt svæði.
Það er ekkert því til fyrirstöðu
að slíkur steinn kunni að falla
á NeV York. Borgin nær yfir
1/670.000 hlutann af yfirborði
jarðar. Líkurnar til þess að loft-
steinn, sem fellur til jarðar, lendi
á New York, eru því 1:670.000.
Stjörnufræðingum telzt svo til, að
tveir loftsteinar geti til jafnaðar
fallið á jörðina á hverri öld.
Nú er New York ekki eina stór-
1
♦