Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 6
578 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hundurinn Sámur Var hann írskur úlfhundur? hyggur að slíkar sprengingar muni hafa mikil áhrif á veður- farið, þótt það verði ekki stað- fest nema með nokkurra ára at- hugunum. Og það er ýmislegt fleira, sem hefir áhrif á veður- farið. Þegar Krakataua sprakk í loft upp 1883, dreifðist rykmökk- ur um allan heim og olli breyt- ingum á tíðarfari. Þá sýna og at- huganir Abbots, að heimsstyrjaid- irnar tvaer hafa haft gagnger á- hrif á tíðarfarið. Og vera má að Kóreustríðið hafi átt sinn þátt í þeirri breytingu sem varð 1952. í janúarmánuði 1948 spáði hann fyrir um 55 köldustu dagana á því ári, og sagði að á milli þeirra mundi verða að meðaltali 7,1 stigum hlýrra. Fyrri spár hans höfðu eingöngu átt við úrkomur, en nú fór hann að spá um hlý- indi. Þessi spá hans var síðan læst inni í skáp hjá Smithsonian Insl- itution, en eftir áramótin 1949 var hún tekin úr skápnmn og borin saman við veðurskýrslur ársins. Kom þá í ljós að spáin var alveg rétt fyrir 48 daga af 55. En það skakkaði ofurlitlu á meðalhitan- um á milli hinna daganna. Abbot hafði spáð því að hann mundi verða 7,1 stigi hærri, en hann reyndist 6.96 stigum hærri. Nú langaði Abbot til þess að vita hve áreiðanlegar veðurspár sínar reyndust, ef farið væri aft- ur í tímann, og þær svo bornar saman við veðurskýrslur. Hann valdi sér borgina St. Louis, því að þar höfðu farið fram reglulegar veðurathuganir um 103 ára skeið, eða 1854—1957. Abbot dró nú upp á 25 feta langt blað veðurkort fyrir borgina, eins og veðrið hefði átt að vera þessi 103 ár eftir út- reikningum hans. Varð hann þar að taka tillit til ýmissa breytinga er orðið höfðu á þessum tíma, svo sem að skógar höfðu verið FRÆGASTI hundur, sem nefnd ur er í fornbókmenntum okkar, er tvímælalaust hundur Gunnars á Hlíðarenda. í Njálu segir svo um það, þegar Gunnari var gef- inn Sámur: „En at skilnaði mælti Ólafur (pái): „Ek vil gefa þér þrjá gripi, gullhring og skikkju, er átt hefir Mýrkjartan írakonungur, ok hund, er mér var gefinn á ír- landi. Hann er mikill ok eigi verri til fylgdar en röskr maðr. Þat fylgir ok, at hann hefir manns vit. Hann mun ok geyja at hverjum manni, þeim er hann veit, at óvinr þinn er, en aldri at vinum þínum. Sér hann á hverjum manni, hvórt til þín er vel eða ruddir, borgarbúum hafði fjölgað mikið og þess vegna lagði nú miklu meiri hita upp frá borg- inni vegna aukinnar kyndingar og verksmiðja, þá varð og að taka tillit til verksmiðjureyksins. Hlaut þetta að verða nokkuð af handa- hófi. Þegar Abbot hafði fullgert veð- urkort sitt, dró hann upp á sama kortið veðurfarslýsingu þessara 103 ára samkvæmt veðurathug- unum. Og hvernig fór- Um 70 ár af 103 urðu báðar línur samhliða, með öðrum orðum, veðurspá hans hafði reynzt alveg rétt fyrir 70 ár af þessu tímabili, eða rúmlega % af tímanum. Nýlega gaf Smithsonian Institu- tion út spá um úrkomu í 12 borg- um í Bandaríkjunum næstu 8 ár- illa. Hann mun ok líf á leggja at vera þér trúr. Þessi hundr heitir Sámr“. Síðan mælti hann við hundinn: „Nú skalt þú Gunnari fylgja ok vera honum slíkr sem þú mátt“. Hundrinum gekk þegar at Gunnari ok lagðist niðr fyrir fætr honum“. — Örlög Gunnars á Hlíðarenda og Sáms þekkja allir. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til þess að láta sér detta í hug, að hundur sá, sem Ólafur pái gaf Gunnari, hafi verið af írsku úlf- hundakyni, því að það hundakyn var í þann tíð afar vinsælt á ír- landi og í miklum metum hja írskum konungum. Þetta greina in, eða 1960—1967. Það er seinasta spá Abbots, því að nú segist hann vera seztur í helgan stein og nú eigi yngri menn að taka við af sér. — Dr. Abbot 'er eini veðurspámað- urinn í heimi, sem ekki hefir far- ið eftir veðurútliti, hæðum og lægðum, frontum og hitastigi. Hann hefir eingöngu farið eftir 273 mánaða sólarskeiðunum, sem hann fann fyrstur manna, og reiknað veðurfar eftir þeim. Hann hefir aldrei haldið því fram að spádómar sínir séu öruggir, en að minnsti kosti sé þeir þó fyllilega eins öruggir og spádómar veður- stofanna. Og aðferð hans hefir þann kost fram yfir veðurfræð- ina, að honum hefir tekizt að spá langt fram í tímann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.