Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
55
vík hefir verið höfuðból, á meðan
þeir sátu þar feðgarnir, Ingólfur
Arnarson, Þorsteinn og Þorkell
máni. Hann var lögsögumaður
970—984. „Sonur hans var Þor-
móður, er þá var allsherjargoði,
er kristni kom á ísland“. Má á
þessu sjá hve mikillar virðingar
þeir feðgar hafa notið, því talið
er að embætti allsherjargoðans
hafi verið að helga alþingi, og
hefir það þá verið virðulegasta
embætti landsins. Nú er þess ekki
getið hvar Þormóður allsherjar-
goði hafi átt heima, og um hann
vitum vér ekkert annað en þetta.
Mestar líkur eru til þess að hann
hafi búið í Reykjavík, óðali feðra
sinna.
Þegar eftir kristnitöku hófust
kirkjubyggingar um allt land. Þá
var hverjum manni heitið því, að
hann skyldi hafa með sér til
himnaríkis jafn margar sálir og
menn rúmuðust í kirkju hans.
Allir höfðingjar og helztu bænd-
ur kepptust því við að koma upp
kirkju á jörðum sínum. Engar
sagnir höfum vér þó um það,
hvenær kirkja hafi verið gerð í
Reykjavík, en ætla má að það hafi
verið þegar eftir kristnitöku, ef
dæma skal eftir þeim anda, sem
ríkt hefir á því heimili. Þorkell
máni var þá nýlega látinn, og hon-
um gefur Landnámabók þennan
vitnisburð: „Sonur Þorsteins var
Þorkell máni, er einn heiðinna
manna hefir verið bezt siðaður,
að því er menn vita dæmi til.
Hann lét sig bera í sólargeisla í
banasótt sinni og fal sig á hendi
þeim guði, er sólina hafði skap-
að. Hafði hann og lifað svo hrein-
lega sem þeir kristnir menn, er
bezt eru siðaðir". Á heimili hans
hefir því varla verið um neina
andúð gegn kristninni að ræða,
heldur eru allar líkur til þess, að
hinum nýa sið hafi verið tekið
þar opnum örmum. Þess vegna
höfum vér fulla ástæðu að ætla,
að í Reykjavík hafi risið kirkja
þegar eftir kristnitöku, og að hún
hafi verið ein af fyrstu kirkjum
í kristnum sið hér á landi.
Fyrstu guðshúsunum hér má
skipta í.þrjá flokka. Fyrst eru al-
kirkjur. í þeim skyldi messa sung-
in hvern helgan dag. Þetta voru
sóknarkirkjur og þar skyldi vera
prestur, einn eða fleiri. Þó eru
dæmi þess að til voru sóknarkirkj-
ur, þar sem ekki var prestskyld,
og til voru alkirkjur, sem ekki
voru sóknarkirkjur. Hitt mátti
heita undantekningarlaus regla, að
alkirkjur væri á höfuðbólum og
höfðingjarnir kappkostuðu að gefa
þeim sem mestar eignir.
í öðrum flokki voru hálfkirkj-
ur og skyldi þar messa annan
hvorn helgan dag. í þriðja flokki
voru svo bænhús og skyldi þar
venjulega messa 12 sinnum á ári.
Þess konar guðshús voru ekki á
höfuðbólum.
Kirkjunnar í Reykjavík er fyrst
getið í kirknatali Páls biskups
Jónssonar um 1200. Þar munu
ekki aðrar kirkjur taldar en al-
kirkjur og prestskyldar kirkjur.
En elzti máldagi hennar er frá
1379. Þar segir að þar skuli vera
prestur ef bóndi vill, og sýnir
það að hún hefir ekki verið prest-
skyldarkirkja þá. Hún er og fá-
tæk, því að hún á ekki aðra fast-
eign en Sel, sem metið var 10
hndr. Hefir henni eflaust verið
fengin sú fasteign að upphafi, og
Sel þá tekið undan Reykjavík.
Þetta gæti bent til þess, að engir
höfðingjar hefði setið í Reykjavík
eftir að Þormóð allherjargoða leið,
enda fara engar sögur af Reykja-
vík um 400 ára skeið, eða frá því
er Þorkell máni lézt og þar til
þessi kirkjumáldagi er gerður
1379.
Vafalaust er talið, að kirkjan
hafi frá öndverðu staðið á sama
stað fram til Í796, er dómkirkj-
an kom. Hún hefir staðið and-
spænis bæarhúsunum og í kirkju-
garði miðjum. Langt fram eftir
öldum var þetta torfkirkja og
sannaðist það, er grafið var fyrir
fótstallanum að myndastyttu
Skúla fógeta. Þá komu menn nið-
ur á fornan vegg og tvo kampa
hlaðna úr grjóti, er sýndu að dyr
höfðu þá verið á suðurvegg kirkj-
unnar. Seinasta kirkjan sem stóð
þarna, var að stofni til kirkja sú
er Brandur Bjarnhéðinsson bóndi
í Vík lét reisa 1724. Sú kirkja var
upphaflega með moldarveggjum.
En 1770 var þessum veggjum rutt
burt og kirkjan endurbyggð að
nokkru leyti og var þá timbur-
kirkja. Var þá jafnframt gerður
stöpull fyrir framan kirkjuna,
með turni upp af, og þar upp af
stöng og veðurviti. Þessi kirkja
var rifin 1798 og sléttað yfir
grunninn.
Umhverfis kirkjuna var sæmi-
legur grafreitur. Þar hafði fólk
nú verið jarðað um nær 800 ára
skeið. Þær hafa því verið orðnar
nokkuð margar grafirnar, sem þar
hafa teknar verið. Og enn var
haldið áfram að grafa þarna eftir
að dómkirkjan kom. Sennilega
hefir þá verið grafið í grunni
gömlu kirkjunnar, en þó er óvíst
hve mikil viðbót hann hefir verið
við kirkjugarðinn, því að það
hafði tíðkazt að heldra fólk væri
grafið innan kirkju áður. Eru til
heimildir um að legkaup var þar
3—4 rdl. fyrir fullorðna og 2 rdl.
fyrir börn. Með dómkirkjunni
lagðist niður sá siður að grafa
fólk innan kirkju, því að þar var
ekki hægt að taka gröf.
Auðvitað hefir kirkjugarðurinn
verið margsinnis út grafinn, og ár-
ið 1806 er kvartað um að hann