Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Síða 4
56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Heyriröu’ ekki, ungi maöur, innri radda kröfuniö, viö er skilst aö skárra heimi skilir þú en tókstu viöf Heyriröu’ ekki ótal raddir óvœgt hrópa kröfu þá: ,,Hér er reitur, hann þú rækta, hönd því legöu plóginn á“. Hlýddu þeirri kvöö og kröfu, komdu fram meö átak djarft. Yzt á kveldi œfi þinnar aö mun spurt hvaö vanstu þarft þessum heimi þú sem byggöir; þaö skal kvaröi’ á veröleik þinn til aö fylla fylking þeirra er fara beint til Ijóssins inn. Hvar mun nafn þitt, hver þín minning hikir þú aö veita liöf Það finnst hvergi’ ef eintóm auön er állra þinna dáöa sviö. Vittu’ og hitt, ef viltu starfa, veröuröu’ aö kunna’ á sjálfum stjórn. Svo er einnig önnur krafa óvœg til þín — hún er f órn. Þú mátt fórna hylli heimsins, hann vill ekki’ aö bœttur sé. Þrautir ýmsar, þrekraun marga þola máttu, róg og spé. — Sá er heiminn hóf til göfgi, hann gekk aldrei ruddan veg. Þín mun líka’ á þinni göngu þolraun biöa margvísleg. X. , sé orðinn öldungis óhæfur graf- reitur, því að hvar sem grafið sé, verði fyrir kistur og kistubrot og bein. Kom þá til mála að færa kirkjugarðinn suður á Hólavöll og hafa hann þar vestan við skólann. En jarðvegur reyndist svo grunn- ur, að þar var ekki nema alin niður á móhellu, og var þá horfið frá því ráði. Og enn var haldið áfram að g^-afa niður í beinakáss- una í gamla kirkjugarðinum þar til nýr grafreitur var gerður vest- ur á melum. Varð þó bið á að hann væri tekinn í notkun, því enginn vildi verða fyrstur til þess að jarða þar látinn ástvin. En svo reið sjálfur dómstjórinn á vaðið og lét jarða konu sína þar fyrsta allra manna 1838, og þá var kirkjugarðurinn vígður. Eftir það munu fáar grafir hafa verið tekn- ar í gamla kirkjugarðinum hjá Aðalstræti. Varð hann svo slægju- land og fengu menn þar töðu handa kúm sínum. Klemens Jónsson hefir lýst gamla kirkjugarðinum svo: „Eg man mjög vel eftir garðinum áð- ur en honum var umturnað og breytt í blómagarð. Eg man vel eftir einstökum legsteinum, t.a.m. yfir Geir biskup Vídalín........ Kirkjugarðurinn gamli var vel girtur að austan og vestan með vandaðri trégirðingu, með þrem- ur hliðum og vængjahurðum í og klinku. Að norðan var lélegur torfgarður, 65 al. á lengd, en suð- urhliðin var ógirt“. Annar fræði- maður, dr. Jón biskup Helgason, sem líka mundi garðinn, segir að hann hafi verið „með timburgirð- ingu að vestan og sunnan, en grjótgarði á hina tvo veguna“. Veit eg ekki hvor hefir réttara að mæla, enda skiptir það litlu, því að nú verður brátt algjör breyting á garðinum. En rétt er að athuga hvernig húsum var skipað umhverfis kirkjugarðinn, milli Aðalstrætis og Austurvallar. Þegar verk- smiðjuhúsin voru reist, var íbúð- arhús aðalforstjórans sett rétt norðan við kirkjugarðshornið. Þar var síðar Landsprentsmiðjan og stóð þetta hús fram til 1902, en þá var reist húsið sem nú er Aðalstræti 9. Norðan við for- stjórahúsið var stórt fjós með baðstofu og austur af því hey- garður. Fjósið var rifið 1846 að skipan bæarstjórnar og fekk Landsprentsmiðjan þá að reisa þar geymsluhús. Það var svo rifið um 1880 og reist þar húsið, þar sem verslun B. H. Bjarnason hefir lengi verið. Fyrir norðan þetta hús og heygarðinn kom svo Vallar- stræti. Meðfram Austurvelli var syðst lyfjabúðin og þar næst „hús

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.