Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57 Úr lífi alþýðunnar; ELLA-MÁUÐ Eftir Hón Sigfússon, Ærlæk FRÁ VORI 1892—94, var vinnu- maður á Ærlæk hjá þeim hjónum Sigfúsi Einarssyni og Oddnýju Jó- hannesdóttur, er þá bjuggu þar. Hét hann Elías og var Jónsson. Mun hafa verið fæddur á Árholti, í kringum 1870. Hjá foreldrum sín um ólst hann upp og síðar vanda- lausum, í sárri fátækt og mun í æsku hafa verið með beinkröm, sem hann bar menjar um alla ævi síðan, því hann var með knýttar og bæklaðar hendur. Var hann því aldrei fullfær til allrar vinnu eða neinn afkastamaður. En natinn var hann við að gæta kinda og góður yfirstöðumaður, en í þá daga tíðkaðist að standa hjá fé í haga, ef beitt var og nokkuð að veðri. Elías var því frekar eftir- blinda amtmannsins11, Bjarna Thorsteinsson, þar er nú símstöð- in. Nyrzt var úti á horni Vallar- strætis Kvennaskólinn, nú Sjálf- stæðishúsið. Milli þessara húsa og húsanna við Aðalstræti var op- ið svæði norðan frá Vallarstræti suður að kirkjugarði, 52 álna langt og 10 álna breitt. Þetta svæði hafði stiftamtmaður af- hent bænum undir væntanlega götu, framlengingu Veltusunds suður að tjörn. En það var svo sem ekki komið að því að Veltu- sund væri framlengt, og þess vegna var þessi spilda leigð hin- um og öðrum til kartöfluræktar. Meira. sótt hjú, enda húsbóndahollur, notinvirkur og trúr í bezta lagi. Eignir átti Elías litlar nema kind- ur, sem hann hafði á kaupi sínu og gáfu honum dálitlar tekjur. Þær munu hafa verið um 20 alls. Almennt var Elli, en svo var hann oftast nefndur, talinn frem- ur einfeldningur, en þó er mér næst að halda, að hann hafi verið í meðallagi gefinn, ef hann hefði hlotið sæmilegt uppeldi, en því var ekki að heilsa, því engrar hafði hann notið uppfræðslu nema aðeins það allra minnsta, sem komist var af með til að ná ferm- ingu. Þegar hér var komið sögu, var EIli rúmlega hálfþrítugur og vinnumaður á Ærlæk, eins og áð- ur segir. Samtíða honum þar var kvenmaður einn á bezta aldri, er Kristín hét og var Gunnarsdóttir, kölluð Krita. Ævi hennar hafði verið svipuð og Ella, nema ef til vill enn hörmulegri, ef verra gat verið. Ung hafði hún misst móður sína. Var umkomuleysið sárt, en fátækt og allsleysi fram úr hófi, en uppfræðsla engin. Enda var hún á hrepp eftir að faðir hennar, Gunnar á Smjörhóli lézt, og sjálf- sagt haft misjafna aðbúð. Fram að þessu höfðu menn gjört sér lítið títt um hagi þeirra Ella og Kritu, og saga þeirra lítið skráð á bókfell. En nú verður snögg breyting á þessu. Það sem sé gerist sá atburður, sem bæði fyrr og síðar hefir átt sér hlið- stæður, án þess að allt hafi verið sett á annan endann. En það var það, að Krita verður þunguð af völdum Ella. Eins og ærlegum og góðum föður sómdi, hafði Elli nauðsynlegan undirbúning vegna þessarar væntanlegu barnsfæðing- ar. Meðal annars var hann búinn að útvega dvalarstað handa barn- inu o. s. frv., enda hefði Elli vel haft sig fram úr því, að ala upp barnið af sjálfsdáðum. En þetta átti ekki þannig að fara. Réttvísin tók ráðin af Ella og stjórnaði af meiri vizku og líklega réttlæti. Einhvern nasaþef fékk hrepp- stjórinn, sem þá var Björn Jóns- son í Sandfellshaga, af því hvern- ig komið væri, og hans fyrstu við- brögð voru þau, að skipa ljós- móðurinni í sveitinni að rannsaka málið. Man eg að ljósmóðirin kom að Ærlæk og sló sér fljótlega á tal við Kritu og lét talið berast að klæðnaði hennar; spurði meðal annars hvort hún væri í vaðmáls- skyrtu, en Krita sagðist vera í léreftsskyrtu næst sér. Því vildi yfirsetukonan ekki trúa og þrátt- uðu þær um þetta nokkra stund, þangað til Krita stóðst ekki mátið lengur og til að sanna mál sitt reif skyrturnar upp um sig. En yfirsetukonan athugaði það sem yfirvaldið hafði fyrirskipað. — O — Hér kemur útdráttur úr dóms- málabók Þingeyjarsýslu, frá þeim tíma, um þetta Ella-mál: Árið 1893, þriðjudaginn 18. júlí, var réttarhald að Ærlæk, til að hefja rannsókn í tilefni af bréfi hreppstjórans í Skinnastaðahreppi, dags. 15. júní sama ár. Segir þar að Elías sé 27 ára gamall, hafi flutzt vistferlum í Ærlæk 1892. Játar Elías að hafa haft samræði við KristínU;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.