Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Side 6
58
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Að réttarhaldinu loknu er Elíasi
bannað að hreyfa sig nokkuð af
heimilinu fyrst um sinn, en vera
alltaf til staðar þangað til ráð-
stafanir verði gjörðar.
Árið 1893, föstudaginn 21. júlí,
var lögregluréttur settur og hald-
inn að Ærlæk af settum rann-
sóknardómara Einari Benedikts-
syni, til að halda fram rannsókn
þeirri er hafin var með réttar-
haldi að Ærlæk. Ber Elías allt
það sama um samræði við Krist-
ínu. Þess er getið að Elías sé ein-
faldur og svari spurningum bjána-
lega. Sjálfur játar hann að
hann hafi oft fundið til þekk-
ingarleysis síns og einfeldni, enda
aðrir notað sér það í viðskiptum
við hann.
Einnig er' Sigfúsi Einarssyni
húsbónda Elíasar uppálagt að láta
ekki Elías ganga úr greipum rétt-
vísinnar.
Þennan sama dag var héraðs-
læknirinn, Björn Blöndal á Sjáv-
arlandi, kvaddur til að rannsaka
og gefa vottorð um andlegt ástand
Elíasar og Kristínar.
Árið 1893, mánudaginn 28.
ágúst, var settur aukaréttur af
Einari Benediktssyni á Skinna-
stöðum.
Réttvísin gegn Elíasi Jónssyni
frá Ærlæk.
Verjandi málsins var sr. Þor-
leifur, sem þá skilaði aftur skjöl-
um málsins, sem voru mörg og
ýmiskonar, um hegðun og andlegt
ástand Elíasar og Kristínar, og
ennfremur skímar- og fermingar-
vottorð.
Eftir að skjöl öll höfðu verið
lesin upp, lýsti sr. Þorleifur því
að hann hefði ekki fleira fram að
fæ—i, en það varnarskjal, sem
hann hefði lagt fram.
Var þá málið tekið upp til dóms.
Árið 1893, mánudaginn 2. okt.,
var aukaréttur Þingeyarsýslu
settur og haldinn á skrifstofu
Þingeyarsýslu að Húsavík, af
sýslumanni Benedikt Sveinssyni.
Réttvísin gegn Elíasi Jónssyni
frá Ærlæk.
Dómurinn:
Það er löglega sannað í máli
þessu með skýlausri eigin játn-
ingu ákærða í sambandi við önn-
ur rök, sem upplýst eru, að hann
hefur tvívegis á síðastliðnu og
yfirstandandi ári framið holdlegt
samræði með hreppsómaganum
Kristínu Gunnarsdóttur, sem þá
ásamt honum var til heimilis á
Ærlæk.
Eftir langt mál var svo dómur-
inn uppkveðinn.
Því dæmist rétt vera:
Hinn ákærði, Elías Jónsson,
vinnumaður frá Ærlsek, á að sæta
eins mánaðar fangelsisvist við
venjulegt fanga viðurværi. Einnig
á hann að borga allan af máli
þessu löglega leiðandi kostnað,
þar á meðal 4 krónur til hins skip-
aða talsmanns, Þorleifs prests
Jónssonar á Skinnastað.
Dóminum ber að fullnægja með
aðför að lögum.
Ben. Sveinsson.
— O —
Víkur nú sögunni aftur til dags-
ins 21. júlí. Eftir að hinn setti
rannsóknardómari, Einar Bene-
diktsson, hafði lokið yfirheyrsl-
unni vfir Ella og Björn Blöndal
athugað andlegt ástand hans, var
ferðinni beint að Smjörhóli. En
þar höfðu hreppsyfirvöldin komið
Kristínu fyrir til dvalar, til að
fjarlægja hana frá Ella. í förinni
voru leiðtogi fararinnar Björn
hreppstjóri, Björn læknir Blöndal
og setti dómarinn Einar skáld
Benediktsson ásamt fylgdarmanni
sínum Ólafi Sveinar Hauk. Er ó-
líklegt að í annan tíma séu sagnir
af að fríðari eða tignari fylking
hafi kvatt dyra á Smjörhóli.
Ekki er mér kunnugt um hvað þar
hefur gerzt, þó sjálfsagt geymist
eitthvað um það í réttarskjölum
frá þeim tíma, ef þau eru þá ekki
glötuð. En fundi Kritu hafa þeir
að sjálfsögðu náð. Bárust fréttir
um það eftir^lækninum, að langt
myndi þess enn að bíða að Krita
yrði léttari.
Skjöplast þótt skýr sé, segir
gamalt máltæki, og mátti heim-
færa það upp á Björn lækni, því
ekki var heimsókninni fyrr lokið
og menn riðnir úr garði, en Krita
tók joðsótt og ól barnið, sem svo
mikið tilstand hafði verið út af.
Það var meybarn, sem síðar hlaut
í skírninni nafnið Jóhanna, fædd
21. júlí 1893.
Ævisaga Kritu varð ekki löng
úr þessu, því hún lézt á Smjörhóli
sama ár, þann 7. október. Varð
það með þeim hætti að hún fór út
á hlað til að sækja barnarýur, sem
breiddar höfðu verið til þerris
upp á snúru. Þegar dvaldist að
hún kæmi inn aftur og farið var
að gá að, lá hún örend á hlaðinu.
Talin hafa orðið bráðkvödd. Vitn-
aðist þó síðar, þó aldrei yrði það
hljóðbært, að banameinið var
engu að síður „hor og ófeiti“, eins
og það er orðað í kirkjubók
Skinnastaðasóknar, um þá sem lét-
ust í móðuharðindunum 1785.
Mikið höfðu yfirvöldin garfað í
þessum málaferlum og sýnt mik-
inn dugnað, en í öllum þessum
önnum virðist hafa gleymzt að at-
huga um að barnsmóðirin hefði
sæmilegt fæði og aðhlynningu,
annars hefði Krita sennilega ekki
orðið hordauð.
— O —
Samkvæmt dómsniðurstöðu rétt-
vísinnar átti Elli að afplána sök
sína með eins mánaðar fangelsis-
vist við venjulegt fanga viður-