Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Síða 10
62
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
— Hvernig ætlarðu að ná honum
upp úr pollinum?
— Það er enginn vandi, sagði pabbi
rólega. Við drögum hann upp.
— Það er ekki hægt.
— Ekki hægt — hvers vegna?
— Þú getur ekki dregið þetta slæki
upp úr án þess að eyðileggja fiska-
pollinn.
— Þú gerir ekki mikið úr mér,
sagði faðir minn með hægð, en eg
held að með sjálfum sér hafi hann
verið ánægður að fá ástæðu til þess
að hætta að skjóta. Hér var svo
ekkert að gera, nema fara inn og fá
sér morgunverð. Það var þögn við
borðið og að lokinni máltið fór móðir
mín til kirkju.
Fram eftir degi gerði faðir minn ekki
annað en glápa á flóðhestinn í poll-
inum. Seinast varð honum að orði:
— Við komumst ekki hjá því að
draga hann upp úr.
Svo fór hann að ná í dráttarbílinn
og ók honum aftur á bak niður að
pollinum og eins nærri og hann þorði.
Nú bundum við sterku reipi um við-
námsfjöðrina að aftan, en faðir minn
fór með hinn endann niður að pollin-
um. Flóðhesturinn gaf honum nánar
gætur og snörlaði eitthvað.
Faðir minn læddist alveg niður að
pollinum, svo að hann var ekki nema
svo sem þrjá metra frá flóðhestinum.
Hann batt lykkju á reipisendann,
miðaði og kastaði. Þetta tókst vel,
lykkjan fór upp fyrir eyrun á flóð-
hestinum. Þá öskraði hann beint
framan í föður minn, reigði hausinn
og gapti ákaflega.
Föður mínum brá svo að hann
hrökklaðist aftur á bak. flækti sig í
rósarunna og datt kylliflatur aftur á
bak ofan í hann, og sagði þá ekkert
fallegt. En þegar flóðhesturinn reigði
hausinn, vildi svo vel til, að reipis-
lykkjan smokkaðist yfir hausinn og
hekk nú um hálsinn á honum. Það
tók nokkurn tíma að koma föður
mínum í skilning á þessu happi, en
þegar hann áttaði sig, rak hann upp
siguróp. Og nú var slakinn tekinn af
reipinu og það sat fast um hálsinn á
flóðhestinum.
Faðir minn steig nú á bílinn, setti
hreyfilinn í gang og fór ósköp hægt
á stað. Eg sat við hlið hans og við
gátum ekkert séð aftur fyrir okkur,
en eg fann hvernig herti á reipinu.
Og við heyrðum líka í flóðhestinum
að hann barðist um í tjöminni og
grenjaði. Hreyfillinn tók fastar á og
seinast hvein í honum. Þá slaknaði
allt í einu á og bíllinn hentist áfram
í loftköstum og lá við að hann lenti
niður í á.
— Sá getur nú hlaupið, sagði faðir
minn. Bíllinn er á 30 km. hraða, en
verður þó ekki var við dráttinn, frek-
ar en....
Þá datt honum eitthvað nýtt í hug.
Hann stöðvaði bílinn og við stigum af
honum. Bíllinn var alls ekki með
neinn flóðhest í eftirdragi. Og við-
námsfjöðrin var farin.
Flóðhesturinn lá enn í tjörninni og
var með reipið um hálsinn, en við-
námsfjöðrin hafði staðnæmzt í blóma-
beði. Litla systir mín var komin nið-
ur að tjörn og sat þar og horfðist í
augu við flóðhestinn. Það var engu
líkara en þau væri beztu vinir. Og
hún rak upp skræk mikinn er faðir
minn þreif hana, bar hana inn í hús-
ið og lokaði hana inni.
— Leystu reipið, kallaði hann til
min um leið.
Skjálfandi af ótta hljóp eg þangað
er viðnámsfjöðrin lá, en mér tókst
alls ekki að leysa reipið, hvernig sem
eg fór að. Þá kom faðir minn æðandi.
— Þú ert asni, sagði hann og hratt
mér frá. Svo ætlaði hann að leysa
hnútana, en honum tókst það ekki
heldur. Hann braut á sér neglurnar,
bölvaði og tók svo upp hníf og skar
á hnútana.
— Réttu mér endann, sagði hann
svo. — Eg ætla að skríða undir bíl-
inn og binda hann um öxulinn. Hann
ætti að reyna að rífa öxulinn undan
bílnum!
Og hann gaf flóðhestinum illt
auga. Svo skreið hann undir bílinn og
eg stóð þarna með endann, tilbúinn
að rétta honum. Þá fann eg allt í
einu einhvern heitan gust koma í
hnakkann á mér. Eg sneri mér við.
Eg veit ekki hvenær maður á að
vera viðbragðsfljótur ef ekki er þörf
á því þegar maður stendur augliti til
auglits við rígfullorðinn flóðhest, og
þetta 2000 kg, slæki glápir á mann!
Það var tré þama nálægt, og áður
en eg vissi af var eg kominn upp í
það. Og þaðan glápti eg svo furðu
lostinn á þessa flóðhryssu, sem þarna
hafði skotið upp úr jörðinni.
Nú tók hún eftir þeim hluta föður
míns, sem stóð út undan bílnum. Hún
gekk þangað og þefaði að honum og
um leið sagði faðir minn:
— Hvern skrattann ertu að hugsa,
Laggi. Réttu mér reipið!
Og svo rétti hann höndina út undan
bílnum. Flóðhryssan rak þá trantinn
í hana til þess að þefa af henni.
— Nú, geturðu ekki farið almenni-
iega að þessu, strákur, þrumaði faðir
minn og ætlaði að þrífa reipið en
greip í þess stað allfast í nösina á
flóðhryssimni.
Þá fekk eg loksins málið.
— Pabbi, pabbi, feldu þig undir
bílnum, öskraði eg eins hátt og eg
gat.
En hann skeytti því engu. Honum
fannst víst eitthvað skrítið þetta, sem
hann hafði náð taki á, og í stað þess
að fela sig, skreið hann nú undan
bílnum.
Þau horfðust í augu andartak.
Pabbi sleppti takinu og rak upp
öskur, en flóðhryssan dæsti, dinglaði
eyrunum og glennti upp sitt ógurlega
gin.
Þá tók faðir minn viðbragð eins og
sprettfiskur og áður en eg vissi af
var hann kominn upp í tréð til mín.
— Farðu hærra, asninn þinn!
grenjaði hann. — Hærra!
— Eg kemst ekki hærra, sagði eg,
en hann komst einhvern veginn upp
fyrir mig. Flóðhryssan glápti á þetta
um stund, en svo sneri hún við og
drundi. Kálfurinn tók undir, þetta
var sýnilega mamma hans. Hún
drundi aftur og þá fór kálfurinn að
brölta upp úr pollinum og tróð niður
fögru blómabeðin, sem þar voru um-
hverfis. Kýrin beit hann, ekki af
neinni grimmd, en þó svo fast að
hann öskraði, reif sig lausan og tók
á sprett niður að árni. Hún lötraði á
eftir og virti okkur ekki viðlits. Um
leið og kálfurinn reif sig lausan,
hnykkti hann til hausnum, svo að
reipið smokkaðist fram af honum.
Svo hurfu þau bæði.
Við skriðum niður úr trénu og
heldum þegjandi inn í húsið....
Um nóttina fór að rigna. Þá hurfu
flóðhestarnir og komu ekki aftur. En
það var ekki fyr en fimm árum
seinna að faðir minn dirfðist að hrósa
sér af því, að hann hefði fælt þá
burtu. (Leon Hugo)