Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
63
Skordýr eru herramannsmatur
MANNFJÖLGUNIN á jörðinni er mörgum vísindamanni áhyggju-
efni. Hvernig á jörðin að fæða öll böm sín þegar fólkinu hefir
fjölgað um helming frá því sem nú er? Talað hefir verið um
ýmis úrræði, t. d. að fólkið geti lifað á svifinu í sjónum, eða
drýgt í búi hjá sér á annan hátt. Hvers vegna skyldi menn
ekki leggja sér skordýr til munns? Um þá spurningu fjallar
þessi grein.
ÝMSAR þjóðir og þjóðflokkar
hafa frá alda öðli lifað á skor-
dýrum, en hvítum mönnum býður
við þeim, og þeir mundu fyr drep-
ast úr hungri en að þeir legði
sér skordýr til munns. Þó eta þeir
sams konar dýr úr sjó, og þykir
mesta hnossgæti. Þeir eta humra,
krabba og rækjur, kolkrabba og
krossfiska. Einnig eta þeir ostrur,
skelfiska og snigla. En sá er mun-
urinn, að þótt þeim þyki sniglar
úr sjónum mesta hnossgæti, þá
hryllir þeim við sniglum sem lifa
á landi. Svo er það t. d. í Florida,
þar sem allt úir og grúir af land-
sniglum, að fólkið hefir viðbjóð
á þeim, en á Puerto Rico eru
landsniglarnir etnir og þykja
kostafæða, og svo mun vera með-
al allra hitabeltisþjóða.
Hunang er hið eina, sem hvítir
menn leggja sér til munns úr
skordýraríkinu. Að vísu er þar
nokkuð öðru máli að gegna, en
skylt er skeggið hökunni. Skor-
dýrin safna hunanginu og þau
verða að bera það heim 1 mag-
anum, en þar blandast það ýms-
um efnum frá skordýrinu sjálfu.
í biblíunni er sums staðar talað
um hunang og engisprettur. Þar
segir að meðan Jóhannes skírari
var úti í eyðimörkinni, þá lifði
hann á engisprettum og hunangi.
í 3. bók Mósesar er talað um hvað
Gyðingar megi leggja sér til
munns. Þar segir (í 11. kap.): Af
öllum fleygum skriðkvikindum
ferfættum megið þér þau ein eta,
er hafa leggi upp af afturfót-
unum til þess að stökkva með um
jörðina, af þeim megið þér eta
þessi: arbe-engisprettur, sólam-
engisprettur, kargól-engisprettur
og kagab-engisprettur“.
Múhamedsmönnum er og leyft
að eta engisprettur, og hafa þær
þótt kjörfæða, því sagt er að
sumar konur spámannsins hafi
sent honum að gjöf trog full af
engisprettum.
í löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafsins og Arabíu eru engi-
sprettur allan ársins hring. En
stundum hópast þær saman og
fara eins og skýflókar yfir lönd-
in, eyða þá öllum gróðri og eru
sannkölluð landplága. Það hefir
verið eitt af verkefnum Samein-
uðu þjóðanna, að berjast gegn
þessari plágu og reyna að útrýma
engisprettunum. En þegar hafizt
var handa um það, reis upp
Ramakvein meðal margra kyn-
flokka Araba. Þeir töldu að með
þessu væri verið að eyðileggja
lífsbjörg sína, því að engisprett-
urnar væri aðalfæða sín, og hvern-
ig ætti þeir að komast af, ef
engisprettunum væri útrýmt?
Forn-Grikkir höfðu lítið af
engisprettum að segja, en þeir
átu trjátítur. Aristoteles getur
þess, að lirfur trjátítunnar sé
beztar þegar þær skríða upp úr
jörðinni, rétt áður en þær hafa
hamskipti í seinasta sinn. Hann
sagði líka að fullvaxnar karl-títur
væri ágætar til átu og þá ekki
síður kven-títurnar, þegar þær
væri fullar af eggjum.
í fornritum Grikkja er getið
um þjóðflokk, sem þeir kalla
„Acridofagi“, en það þýðir engi-
sprettuætur. Þetta var svart
dvergakyn og átti heima suður í
Etiópíu. Diodorus segir að þeir
hafi orðið skammlífir af engi-
sprettuáti, því að þeir hafi fengið
í sig orma af því. Þetta er ekki
út í loftið, því að læknar hafa
nú á dögum komizt að því, að
meðal Afríkumanna, sem lifa á
engisprettum, verða sumir hættu-
lega veikir af áti þeirra. En það
er vegna þess, að þeir eta þær
með vængjum og löppum, en
hvort tveggja er ómeltanlegt.
Víða þar sem nóg er um engi-
sprettur, eru þær aðalfæða fólks-
ins. Þær eru þurrkaðar og malað-
ar, eða saltaðar, og þannig safna
menn forða, sem hægt er að grípa
til ef þröngt verður í búi.
—OOO—
Nú halda sumir náttúrufræð-
ingar því fram ,að himnabrauðið
„manna“, sem Gyðingar lifðu á
forðum á eyðimerkurför sinni, sé
frá skordýrum komið. Dr. F. S.
Bodenheimer, sem er prófessor í
dýrafræði við hebrezka háskólann
í Jerúsalem, hefir nýlega ritað
bók um skordýr til manneldis, og
honum verður þar tíðrætt um
„manna". Hann getur þess, að
sumir fræðimenn telji að þetta
hafi verið nokkurs konar skófir
(lecanora esculenta), sem vaxa á
klettum í Austurlöndum og eru