Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1961, Page 12
64
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sætar á bragðið. Aðrir segir hann
haldi því fram, einkum þeir sem
ferðazt hafi um Sinai-skaga, að
„manna“ muni vera kvoða af
tamarinda-viðnum, sem vex þar
víða. Dr. Bodenheimer segistsjálf-
ur hafa farið til Sinai til þess að
athuga þetta, og komizt að raun
um að „manna“ sé ekki annað en
drit tveggja skordýrategunda, sem
lifa á tamarind-trjánum. Nú er
það kunnugt að drit skordýra, sem
lifa á safa trjáa, er sæt kvoða.
Þannig er það um blaðlýsnar. —
Þetta hafa maurar uppgötvað og
þess vegna hafa þeir blaðlýs eins
og vér höfum kýr og lifa á hinu
sæta kvoðudriti þeirra.
Dr. Bodenheimer segir að
„manna“ sé enn notað til mann-
eldis víða í löndum fyrir botni
Miðjarðarhafsins, enda þótt fræði-
menn í Evrópu hafi ekki hug-
mynd um það. Hann segir að
Arabar kalli „man“ bæði blað-
lýsnar og drit þeirra. En „man-
es-sima“ sem þýðir himnabrauð
sé algengt læknislyf í Persíu og
Arabíu. Það kemur úr eikiskóg-
unum í Kurdistan, og dr. Boden-
heimer segist ekki efast um að
það sé blaðlúsadrit, enda þótt
menn viti nú ekkert um uppruna
þess. Talið er að um 60.000 pund
af þessu „manna“ sé árlega selt
á markaðstorgum í Irak. Því sé
síðan breytt í sælgæti, blandað
saman við egg, möndlur og ýmis-
legt annað.
—0O0—
Hvítu maurarnir eru víða mikil
plága, en þeir eru líka hafðir til
manneldis og er vafasamt hvort
etið er meira af nokkrum skor-
dýrum en einmitt hvítu maurun-
um, einkum í Afríku. Frá því að
hvítir menn fóru að ferðast um
Afríku, er þessa víða getið í ferða-
sögum þeirra og eins hvernig
menn veiða maurana og matreiða
þá.
Maurar þessir reisa sér borgir,
furðulega háa stróka, og búa í
þeim þúsundum saman. Hjá þeim
er stéttaskipting. Þar eru fljúg-
andi maurar, sem eiga að halda
kynstofninum við ásamt drottn-
ingunni, nokkurs konar aðall. Og
svo eru þar hernaðarmaurar og
verkamaurar. Svertingjar hafa
búið sér til ýmsar hugvitsamlegar
gildrur til þess að veiða flugmaur-
ana, þegar þeir koma í stórhóp-
um út úr „kastalanum". Þykir
þetta góð fæða. Hinir maurarnir
eru líka etnir ,en til þess að ná
í þá, verður að brjóta vígið. Og
þá er líka hægt að ná til drottn-
ingarinnar, sem á sitt eigið her-
bergi í víginu og gerir ekki ann-
að en verpa eggjum í sífellu. Hún
er um tveggja þumlunga löng og
spikfeit, og þykir að sjálfsögðu
hið mesta lostæti.
Yfirleitt telja svertingjar maur-
ana einhvem allra bezta mat sem
þeir fá. Segir David Livingstone,
hinn alkunni landkönnuður,
skemmtilega sögu af því: „Palani
höfðingi kom til okkar meðan
við sátum að snæðingi. Eg gaf
honum brauðsneið með þurkuð-
um aprikósum ofan á. Mér sýnd-
ist hann hafa góða lyst á þessu,
svo ég spurði hvort hann hefði
nokkurn tíma fengið svona góðan
mat. —Hefirðu etið maura? spurði
hann þá. Nei, það hafði eg ekki
gert, og þá sagði hann: — Já, ef
þú hefðir bragðað maura, þá vær-
irðu viss um að geta aldrei feng-
ið betri mat“.
Talið er, að í hvítmaurum sé
fleiri hitaeiningar en í nokkrum
öðrum mat. Samkvæmt rannsókn-
um Belga eru 561 hitaeining í
hverjum 100 grömmum, eða mörg-
um sinnum meira heldur en í
kjöti og fiski. En sennilega hefir
ekki verið rannsakað hve mikið
af fjörefnum er í þeim.
—oOo—
Venjulegir maurar eru etnir
víða um heim. í Suður-Ameríku
eru þeir steiktir og seldir í kvik-
myndahúsum sem sælgæti.
í Mexíkó eta menn maðka, sem
kallaðir eru „Maguey“, en það
eru lirfur fiðrilda, sem lifa á
„agave“-jurtinni, en úr safa henn-
ar gera Mexíkanar þjóðdrykk
sinn, er þeir nefna „pulque“.
Fyrir nokkru fóru Mexíkanar
að sjóða þessa maðka niður og
er farið að flytja þá úr landi,
en eftirspurn er víst ekki mikil
enn.
Það var árið 1885 að enskur
maður, V. M. Holt, gaf út bók,
sem hét: „Hvers vegna eigum vér
ekki að eta skordýr?“ Þar kemur
hann með nákvæmar lýsingar á
því hvernig eigi að matreiða ald-
inbora, mölflugur, broddflugur,
kornmaðk og tólffótlunga. En eng-
inn hafði lyst á þessu og árangur-
inn varð enginn.
Meðan fyrri heimsstyrjöldin
geisaði og matarskortur var sem
mestur, stakk amerískur hagfræð-
ingur, L. O. Howard að nafni, upp
á því að farið væri að nota skor-
dýr til manneldis, og hungurvof-
unni þannig bægt frá mannkyn-
inu. Hann sagði að mörg skordýr
væri hreinasta lostæti. En eng-
inn tók mark á honum heldur.
Hvítu mennirnir höfðu svo mikinn
viðbjóð á skordýrum, að þeir kusu
heldur að svelta en leggja þau sér
til munns.
Nú er þetta að breytast eitt-
hvað. Farið er að flytja til Banda-
ríkjanna niðursoðin skordýr, svo
sem maura og lirfur silkiorma frá
Japan, fiðrildamaðka frá Mexíkó
og steiktar engisprettur frá Aust-
urlöndum. Þetta er haft á boð-