Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 349 Rjúpnalauf. urtir lands vors hafi hastarlega sterka verkun, og því sé oftast óhætt að auka heldur þann til- tekna skammt, þó með varúð og að aðgættum kröftum og aldri hins veika. Þetta þarf ekki eins nákvæma aðgæzlu, þegar ósjúkir brúka urtirnar. Eg hefi við stöku urtir getið um aðra tilreiðslu þeirra til nota, en að gera af þeim te og seyði, af því eg álít þau meðul nauðsynleg. Eg þori að fullyrða, að ef vér þekktum þær mörgu og ágætu urtir vors lands, þeirra verkanir, kraft og eiginleika, og hefðum hirðusemi til að safna þeim, hirða þær og geyma, en oss þætti ekki hver útlendur hégóminn betri og dýrmætari en það góða, sem guð réttir oss gefins í gegnum nátt- úruna, einmitt þar sem hún er hagfeldust og hollust, þá gætum vér lifað heilbrigðara, glaðara og sælla lífi, en margir nú lifa, með því að nota þær urtir sem á landi voru bæði sjálfkrafa spretta og á því má rækta. Þó að nokkurn tíma þurfi til þess að safna urtum, hreinsa þær og þurka, þá kost- ar það meiri hirðusemi og ástund- un, en að það hindri frá öðrum nauðsynjaverkum að safna og hirða drykkurtir fyrir eitt heim- ili; þeim stundum er og vel varið, sem brúkaðar eru til að búa sig og sína til varnar móti hinum ó- milda her sjúkdómanna“. - S - Skyldi það nokkurs staðar geta komið fyrir í heiminum, nema á íslandi, að ómenntaður bóndi noti þann tíma, sem hann er frá verkum, til þess að skrifa fræði- bók? Hér kemur glögglega fram hin meðfædda fróðleiksþrá íslend- ingsins og löngun hans til að miðla öðrum af fróðleik sínum. Það er sama þráin og skóp hinar fornu bókmenntir, íslendingasög- ur, Eddurnár, Fornaldasögur og Konungasögur. Hún hefir geymzt með þjóðinni eins og falinn neisti allar hörmungaaldirnar, og neist- inn fer að bæra á sér undir eins þegar hið versta er af staðið. Og allt fram á þennan dag hafa sjálfmenntaðir fslendingar verið að vinna afrek á sviði bókmennta. Mun það ekki líka vera einsdæmi í sögu mannkynsins? Og þegar þessa er gætt, verður það enn skiljanlegra hvílíka ofurást vér höfum á hinum gömlu handritum. Þau eru brot af þjóðarsál vorri, en engis annars. Og frá þessu sjónarmiði þykir mér mikið varið í hifta htlu fróð- leiksbók, sem bóndinn á Þor- steinsstöðum skrifaði fyrir einni öld. Hann játar sjálfur, að þekking sín sé í molum, en að hann hafi viðað til bókarinnar eftir beztu heimildum, eins og fræðimanna Hárdepla. er siður. Hann nefnir þessar heimildir, en samkvæmt tileinkun bókarinnar þykir mér líklegt að prestshjónin á Kvennabrekku hafi einnig gefið honum margvíslegar bendingar og upplýsingar. Þykir mér og líklegt, að séra Guðmund- ur hafi hvatt Alexander til þess að rita bókina og léð honum þær bækur, er hann þurfti á að halda. Góðir prestar hafa jafnan borið umhyggju fyrir sóknarbörnum sínum. Nú vill svo til, að Alex- ander verður að liggja í rúminu um hábjargræðistímann sumarið 1858. Það voru dapurleg forlög. Þjáningar var hægt að þola, en áhyggjurnar og einveruna í bæn- um, þegar allir aðrir voru að vinna, var örðugt að bera. Þetta veit prestur. Hann veit líka að bóndi er fróður maður og vel pennafær, og þess vegna kemur honum það heilræði í hug, að láta bónda stytta sér stundir við skriftir, og vinna þarft verk um leið, á því sviði er hann var fær- astur. Ekki hefir áhugann skort hjá bónda. Og þannig hefir bókin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.