Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 4
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sláturhúsið þeirra af (Grenshól) og gerði djúpa farvegu þvert í gegn um byggðina. Þegar svo var komið var Þykkvabær umflotinn á alla vegu og byggðin klofin af straum- þungvun álum. Heyskap sinn urðu Þykkbæing- ar að sækja yfir vötnin upp í suð- urhluta Safamýrar, en þar mynd- uðust ótræðiskeldur og fen, svo illt var að fara þar um með hesta, en vatnið úr Djúpósi flæddi upp á mýrina svo gras náðist ekki. Áratugum saman börðust Þykk- bæingar við vötnin. Eina ráðið til þess að hefta vatnsflauminn, var að stífla ósana þar sem þeir komu úr Hólsá. En það var eng- inn hægðarleikur, þar sem efni til slíks var ekki annað en torf- hnausar, sem beljandi straumur- inn ruddi fram jafnharðan. Helzta ráð þeirra Þykkbæinga í þessari baráttu var að smíða stóra og sterka timburkláfa, fylla þá af hnausum og sökkva þeim síðan í strauminn. Stundum biluðu þessar stíflur, eða þá að áin rudd- ist fram á öðrum stað þegar einn ósinn hafði verið stíflaður, og þá varð að hefja landvarnastarfjð að nýu. Allt þetta starf var unnið í sjálfboðavinnu. Þetta var þrek- virki mikið og verður ekki unnið með jafn frumstæðum aðferðum og þá þekktust, nema með fram- úrskarandi dugnaði, einbeittum vilja og sameinuðum kröftum. En með þessu tókst mönnum að stífla Stórós, Blesaós, Keldnaós, Stóruvíkurál, Þríkeldur o. fl. Voru allir þessir álar djúpir, en mis- munandi breiðir. En eftir voru þó tveir stærstu ósarnir, Fjarka- stokkur og Djúpós. Þeir voru langsamlega mestir og erfiðastir viðfangs. Árið 1902 tókst að stífla Fjarka- stokk. Hann var rúma 2 km. fyr- ir ofan byggðina og hafði beljað þarna fram um hálfa öld, enda var hann orðinn 150 metra breið- ur og þriggja metra djúpur, þar sem dýpst var. Að þessu verki unnu allir, konur og karlar, börn og gamalmenni. „Var þar í mikið ráðist og mikið þrekvirki að það skyldi takast með þeim áhöldum og aðstæðum öllum, sem þá voru: Ekki svo mikið sem almennileg stunguskófla, aðeins pálar; eng- inn hestvagn eða hnausakvísl; allt efni var reitt á reiðingum, borið á handbörum, bakinu og í fang- inu“, segir kunnugur maður. Nú var Djúpós eftir og hann versnaði með ári hverju, enda hafði áin nú beljað þarna fram um rúma öld. Var hann orðinn að svo geisilegu vatnsfalli, að engum kom til hugar að hægt mundi að Kartöfluakuí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.