Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 14
434 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Um fjörefnalyf Björn L. Jónsson, /œkn/r; í NÝÚTKOMNUM bæklingi Neyt- endasamtakanna, sem er þýddur úr ensku og fjallar um fjörefni, segir m. a.: „Bandarískir neytendur myndu vera engu verr settir næringar- og líkamlega, þótt mestur hluti þeirra 400 milljón dollara, sem þeir eyða árlega til kaupa á víta- míntöflum og málmssamböndum, yrði óhreyfður í bönkunum. Helzta gagnið, sem þessar vörur gera, er andlegs eðlis“. Yfirleitt fordæmir bæklingur- inn, sem er nytsöm hugvekja og sem flestir ættu að lesa, notkun fjörefnalyfja, nema í fáum tilfell- um. Hið rétta sé að afla sér fjör- efna í hæfilega fjölbreyttu fæði, og það á ekki að vera miklum erfiðleikum bundið. Fjörefni og steinefnasambönd, sem líkaminn þarfnast, þekkjast svo tugum ‘ skiptir. Að taka inn 5—6 fjörefni með eða án nokkurra steinefna a > c > <9 2 V % E ■ c 1 B C9 c í < 2 0 :0 E £? Ss z s Í.S < W B-combintöfl. 5 2.5 25 Dagsþörf 1—2 2 15 5000 ABCDintöflur 3 3 20 5000 ABCDin- sýróp 1 tsk. 3 3 20 5000 ABCD-pillur 3 3 20 5000 B-combintöflur 5 2.5 25 Bl-töflur 3 C-töflur Sanasol 1 barnask. 1 1.2 10 5000 Vitaplex 1 tesk. 1.5 1.7 15 2500 skapar falskt öryggi, svo að menn verað hirðulausari en skyldi um öflun heilnæmrar fæðu. Át fjör- efnalyfja, læknar ekki heldur til fulls fjörefnaskort, m. a. vegna þess, að tilbúnum fjörefnum fylgja ekki þau aukaefni, þekkt og ó- þekkt, sem með þeim eru í óspillt- um matvælum. Á það er bent í bæklingnum, að öruggara sé að nota fjörefnatöflur heldur ep fljótandi fjörefnablöndur, sem hætt er við að glati við geymslu einhverju af fjörefnamagni sínu, fremur en töflurnar, eftir að flaskan hefir einu sinni verið opnuð. • Til leiðbeiningar þeim, sem þurfa eða vilja nota fjörefnalyf, fer hér á eftir tafla um nokkur þeirra, þar sem sjá má fjörefna- innihald í einum dagskammti, sem ýmist er ein tafla, ein barnaskeið eða ein matskeið, og verð á skammtinum, ennfremur dagsþörf hinna tilgreindu fjörefna: c £ :° *? s P w c 1 :0 ú! » «3 <8 g K) fc ^ w • 3 5 i n <! | 400 75 600 75 51 Miðað við 100 stk. 600 75 80 160 ml. í glasi 600 75 47 Miðað við 100 stk. 32 Miðað við 100 stk. 25 Miðað við 100 stk. 100 32 Miðað við 100 stk. 500 30 50 1 lítra í flösku 400 30 50 14 lítri í flösku Á markaðinum eru mörg fleiri fjörefnalyf. Ein slík blanda heitir Fjörvasol, en fjörefnainnhald hennar er ekki tilgreint, svo að ekki er hægt að taka hana með í þessum samanburði. í lyfjabúðum fást og fleiri tegundir af fjörefna- töflum, yfirleitt dýrari en ABCD- in-töflurnar, enda innihalda sum- ar þeirra ýmis steinefnasambönd, auk fjörefnanna. Að öðru leyti skal þetta tekið fram, til frekari skýringar: 1. í fyrstu 3 dálkum töflunnar eru B-fjörefni, en sá flokkur fjör- efna er mjög fjölskrúðugur. í B- combin-töflum eru 2 B-fjörefni, sem ekki eru talin í töflunni: Pyridoxin og pantotenat. 2. ABCD-pillur (pellets) eru húðaðar og bragðgóðar og einkum ætlaðar börnum, sem eiga að tyggja þær líkt og sælgæti. 3. B-combin, Bi- og C-fjörefna- lyf eru greidd að hálfu af sjúkra- samlögum, þannig að sjúklingar greiða helming hins tilgreinda verðs. Hin lyfin greiði hver að fullu. 4. ABCD-in-sýróp er um 60% dýrara en töflur með sama inni- haldi. Auk þess má búast við fjör- efnarýrnun í því, eins og í öðrum fljótandi fjörefnablöndum, einkum eftir að flaskan hefir verið opnuð, og verður rýrnunin þeim mun meiri sem lyfið geymist lengur (1 glas af ABCDin-sýrópi endist í 32 daga, en flaskan af Vitaplex í 50 daga og Sanasol-flaskan í 100 daga). Á umbúðum Vitaplex er tekið fram, að það megi ekki geymast nema fram að tilteknum mánaðardegi, og mun eiga að skilja það svo, að þá sé fjörefna- magn þess komið niður fyrir það, sem tilgreint er á umbúðunum. 5. Miðað við magn B- og C- fjörefna verða ABCDin-töflurnar um eða rúmlega helihingi ódýrari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.