Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 kartöfluakrana svo að myglusýk- in ey&ileggi ekki uppskeru. Leitun mun á þeirri sveit hér á landi, þar sem vélvæðing sé kom- in á hærra stig heldur en í Þykkvabæ. Þeir eiga nú 49 drátt- arvélar og álíka margar sláttu- vélar, rakstrarvélar, heylyftur og skóflur, 3 úðunarvélar, 8 stórar upptökuvélar og 2 minni. Sáning- arvélar jafn margar og dráttar- vélar, 13 jeppabíla, 2 hálfkassa- bíla, 2 vöruflutningabíla. Og svo er jarðýta og stór skurðgrafa, sem þeir vinna með til fram- ræslu og áveitu. Auk þess hafa þeir reist stein- steypta kartöflugeymslu, þar sem hægt er að geyma 6000 tunnur af kartöflum, og ennfremur frysti- hús, en þar hefir hvert býli sitt eigið geymsluhólf fyrir matvæli. Þetta hús á hreppurinn. Vegna hins mikla vélakosts hef- ir nú verið reist þarna vélasmiðja til þess að annast viðgerðir og er hún í einstaklingseign. Sömuleiðis hefir einstaklingur reist þar vinnufataverksmiðju, til þess að hagnýta vinnuaflið á vetrum, þeg- ar minnst er að gera. Enn fremur er þarna stórt sláturhús. Annars má það um Þykkbæinga segja, að þeir sé sívinnandi frá morgni til kvölds. Þeir eru hraust- ir menn og gjörfulegir. Þetta á jafnt við um karla og konur. Vegna einangrunar og erfiðJeika af völdum vatnanna, drógust þeir nokkuð aftur úr þegar viðreisnin hófst hér á landi. Mætti jafnvel segja að um 1930 hafi þeir verið aldarfjórðungi á eftir öðrum. En með dugnaði sínum, samstarfi og fyrirhyggju, tókst þeim brátt að ná öðrum og hafa nú farið fram úr á mörgum sviðum. Sóknarkirkjan var áður í Háfi og hafði staðið þar frá því er kristni kom til íslands. Langmest- ur hluti safnaðarins var þó í Þykkvabæ. Þegar vötnin veittu sem mestan ágang og runnu fram milli Þykkvabæar og Háfs, var það oft lífsháski að sækja kirkju að Háfi. Þess vegna fekkst því framgengt 1914, að kirkjuna mætti flytja til Þykkvabæar. Og svo Var reist þar steinsteypt kirkja, sem stendur enn og er nú upphituð með rafmagni. Skóla og samkomuhús hafa Þykkbæingar einnig reist úr steini. Yfirleitt er mikill menningar- bragur á þessari byggð. Það er sama hvert litið er. Allt ber vott um áhuga og framkvæmdir og vaxandi velmegun. Saga Þykkvabæar er eins og ævintýrið um öskubusku, sem varð drottning. Á. Ó. A----------------------------<» SÖNGSINS MÁL Mér innst í hjarta ómar þitt unaðsrika mál, sú fegurð lífsins ijómar og lýsir mannsins sál. Til hæstu himinsala vorn huga leiða kann, þín orð þar tungum tala um tign og kærleikann. Þeir ljúfu tignu tónar er tilfinninga mál um gleði rósir grónar í garði er heitir sál. Á svanavængjum svífur um sviðin himinblá, þú æsku og elli hrífur þig allir tigna og þrá. Það ómar innst i barmi frá elskendanna sál, það huggun er í harmi að heyra söngsins mál. Það gleði æðsta gefur að geta sungið lag, i myrkri hugans hefur það húml breytt í dag. s. s. Í------ ' M — Fljúgandi bíll LOKIÐ hefir verið í Bandaríkj- unum undirbúningi að smíði fljúg- andi bíls, sem nefnist Aerocar (loftreið). Segir í amerísku tíma- riti að framleiðsla þeirra muni hefjast þegar í haust, ef nógu margar pantanir berist. Þetta er tveggja manna bíll á fjórum hjólum og er með 143 hestafla Lycoming flugvélahreyf- il, sem knýr hann bæði á vegi og í lofti. Aftur af bílnum er stéi með stýri, og vængina má leggja ofan á það, þegar ekið er, og þá er eins og bíllinn sé með áheng- isvagn í eftirdragi. Það á að vera mjög auðvelt og fljótlegtað breyta bílnum í flugvél, og öfugt. Er til þess sjálfvirkur útbúnaður og þarf ekki nema eitt handbragð við hann. Á vegum getur bíllinn komizt upp í 90 km. hraða á klukkustund, en í lofti getur hann farið allt að 150 km. á klukkustund. Hann er útbúinn með stýrum bæði fyrir flug og akstur. Til þess að ná sér á flug þarf hann um 650 feta til- hlaup, en hann getur sezt á braut, sem ekki er lengri en 300 fet, enda þótt hann setjist með 75 km. hrað'a.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.