Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 438 3 fijófcidöL Flytur þögn í Þjófadölum þúsund ára niö, grænu laufi á gróöurbölum gefur nóttin friö. Andvörp heyrast ekki lengur uröarhelli frá, frjáls og hiklaust förull gengur fornu leiöi hjá. Djúp er kyröin, dalagestur, döggin mild og tœr, undir steini er ég seztur, enginn til mín nœr. Hér er gott aö hlusta og dreyma húmsins œöaslátt, finna lindir fram hjá streyma, ferskan andardrátt. Lœöist til mín leynivegi Ijóö frá hreldri sál, þuliö einum þokudegi, þrungiö beiskri skál. Eftir dómsorö illra laga ein var leiöin fœr, ‘ frá því innir aldasaga, útlaganna bœr. Örbirgö, hungur, auönuleysi, eldgos hér og þar, lömuö hönd í lágu hreysi, lélegt réttarfar. Heitar ástir œskumanna uröu dauöasynd, trú á guö og gœfu sanna . gjörö aö skrípamynd. Ýmsum tókst aö flýa á fjöllin, finna nœturstaö. Þó aö œgöi hamráhöllin hirt vctr ei um þaö. Hjaröir gengu um græna dali — gladdi búiö höld — iim uns aö hertók heiöasáli hríöin myrk og köld. Herti vetur heröimenni, hik var engum leyft. Fránar sjónir, fagurt enni feiknstöfum var greypt. Þetta land var þeirra heimur þögull, káldur, hlýr, vegfarendum veörageimur vœgöarlaus og nýr. Niöur t sveitum nöldurskjóöur námu hvergi jörö, kotungssvipur, kyrkingsgróöur, kálin holt og börö setti állan svip á landiö, sagnfræöin var gleymd, frelsiö eins og fúabandiö, framtaksleysi og eymd. Allar þessar öldnu myndir, útlaganna spor, banasök og bernskusyndir, bein % klettaskor segja örlög íslendinga eftir horfna dáö, týnda göfgi glæstra þinga, glötuö heillaráö. Viö mér blasa bjartir salir, blárra fjálla hlíö, þó aö heiti Þjófadalir þekkist hvergi stríö, allir fara feröa sinna frjálsir nótt og dag, örœfanna undur finna, Islands hjartalag. Karl Halldórsson harðan. Lækir eru aðeins ofarlega í hlíðum fjallanna, en hverfa fljótt í hraunið. „Hér er ekkert nema lausagrjót, líkast mylsnu; það hrynur undan fæti og menn sökkva niður í það“ segir í lýs- ingu eyanna frá 18. öld. Og Charles Darwin var ekki hrifinn af staðháttum: „Ekkert getur ver- ið ömurlegra", segir hann í dag- bók sinni, „hraun og aftur hraun, allt sundur sprungið af gjám“. Og Herman Melville tók af skarið með þessum orðum: „Slíkt lands- lag er óhugsandi nema í heimi fordæmdra“. Þrátt fyrir þetta er talsvert dýralíf á eyunum. Af fuglum má nefna: albatros, flamingo, hegra, bobo (sem er í ætt við pelikan), ófleyga skarfa og mörgæsir. Af láðs- og lagardýrum eru tvö merkust, og finnast hvergi nema þar, skjaldbakan stóra og skrið- dýr eða dreki, sem nefnist iguana. Það er um fjögur fet á lengd, með langan hala, ákaflega ljótt, en alveg meinlaust og talið furðu heimskt. Darwin lýsir því svo: „Eg tók eitt þeirra og fleygði því út í sjó eins langt og eg gat, og gerði þetta hvað eftir annað. En í hvert skifti sner’i það til lands og skreið að fótu'm mér ........... Seinna rak eg það á undan mér hvað eftir annað niður að sjó. En þótt skepnan sé fim á sundi og kunni vel að kafa, var ekki við það komandi að hún vildi fara út í sjóinn. Vera má, að þetta hafi verið vegria þess, að á landi á skepnan engan óvin, en úti fyrir eru hákarlarnir, sem hafa orðið mörgum þeirra að bana. Senni- lega er það meðfædd vitneskja hennar um að hún sé öruggari á landi, sem veldur því að hún vill heldur vera þar“. — Iguana lifir á fjörugróðri og kaktusum. Nú eru tæplega 2000 íbúar á ey- um þessum. Helzta byggðin (höf- uðstaðurinn) er á Chatham-ey. Þar er ofurlítið þorp, sem nefnist Baquariso Moreno. Húsin eru smá og reist úr timbri, sem bandaríska setuliðið skildi eftir. Þarna er ofurlítil kirkja og róm- versk kaþólskur prestur. Kirkju- klukkuna gáfu túnfisk-veiðimenn frá Bandaríkjunum, en þeir koma þangað árlega. Þarna er og land- stjóri Ecuador. Hefir hann undir sér fjóra liðsforingja, sem dreifð- ir eru um hinar eyarnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.