Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 6
426
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Kartöfluuppskera með einni af hinum stórvirku vélum
Og nú er ólíkt um að litast í
Þykkvabæ og var á öldinni sem
leið og allt fram til 1923. Þar sem
áður voru beljandi vötn og líkt
og hafsjór, eru nú sléttar grundir.
Sandurinn, sem vötnin báru fram,
er að gróa upp og mýrarnar að
þorna. Þar hefir mannshöndin
hjálpað hinni sískapandi náttúru.
Fram að seinustu aldamótum
voru eingöngu torfbæir í Þykkva-
bæ. En svo er farið að reisa
timburhús og steinhús, og seinasti
torfbærinn hvarf Alþingishátíðar-
árið 1930. Of þá fer að hefjast
alhliða viðreisn. Fyr gat það ekki
orðið, því að fram að þeim tíma
höfðu bændur verið að greiða
þann kostnað, er kom í þeirra
hlut vegna Djúpóss-stíflunnar. Nú
var kominn tími til þess að hefja
nýar framkvæmdir, og þá voru
líka hendur látnar standa fram úr
ermum.
Þykkbæingar byrjuðu á því að
kaupa þann hluta Safamýrar, sem
þeir áttu ekki, og einnig mikið
beitiland. Safamýri er nú orðin
breytt frá því sem áður var.
Þegar áin hætti að flæða yfir
hana, breyttist allur gróður þar.
Hin risavaxna stör hvarf að
mestu. En síðan hafa Þykkbæing-
ar unnið að því á hverju ári að
gera stórkostlega framræsluskurði
óg áveituskurði um mýrina. Og aú
er hún öll orðin véltæk og er gott
engi þótt gróður sé þar ekki jafn
stórkostlegur og fyrrum. Tún sín
hafa Þykkbæingar einnig fært út,
svo að þau eru nú margföld að
stærð við það sem áður var.
Vegna þessara jarðabóta hafa
þeir getað aukið bústofn sinn
margfallt og eiga nú fjölda kúa
og mergð sauðfjár. Sauðféð reka
þeir ekki á fjall, heldur hafa þeir
girt hagalönd þau, er þeir keyptu,
og .hafa kindurnar þar á sumrin.
Mjólkina senda þeir daglega í
Mjólkurbú Flóamanna.
Þeim varð þó brátt ljóst, að
vegna landþrengsla var ekki hægt
að treysta eingöngu á kvikfjár-
rækt. Það gæti ekki orðið annað
en baslarabúskapur hjá svo mörg-
um bændum. Og þá var það að
þeir réðust í kartöfluræktina, sem
þeir hafa orðið frægir fyrir.
Hvergi á íslandi er kartöflurækt-
un rekin í stærri stíl, og hvergi
hefir hún blessast betur. Þess eru
dæmi, að þarna hefir fengizt tví-
tugfpld uppskera.
Kartöfluakrarnir eru víðlendir.
Hver bóndi á 2—5 hektara kart-
öfluakur, en samtals munu akr-
arnir vera um 120 hektarar. Og í
meðalári er uppskeran um 20.000
tunnur.
Þessar miklu framkvæmdir eru
því að þakka, að þarna er þétt-
býli og menn hjálpast að. Sam-
hjálpin er Þykkbæingum enn í
blóð borin, enda þótt hún sé ekki
jafn alhliða og áður var. Hver
bóndi keppir að því að vera sem
sjálfstæðastur. Þess vegna á nú
hver bóndi sína dráttarvél, og
sumir tvær. Hver bóndi á líka
sína sléttuvél og aðrar heyskapar-
vélar. Jarðrækt verður ekki leng-
ur stunduð með hagnaði, ef véla-
afl er ekki notað sem allra mest.
En stundum geta vinnuvélar verið
svo dýrar, að þær sé ofviða litlu
búi. Svo er um upptökuvélar fyr-
ir kartöflur, enda eru þær of
mannfrekar fyrir einyrkja. Þá
slá menn sér saman um slíkar
vélar. Og eins verða menn að s'íá
sér saman um úðunarvélar þær,
sem notaðar eru til þess að úða