Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
431
Presturinn var að skreyta kirkjuna fyrir jólin. Hér sést skipsklukkan, sem
sjómenn gáfu kirkjunni
Og meðan við stóðum við, sáum við
stóran hóp hesta fara á spretti um
fjallshlíðina, með fljúgandi föxum
og töglum.
Mér varð litið á Karin. Hún var
brosandi og kjarkurinn skein út
úr henni. Eg varð þá viss um, að hjá
henni mundu rætast þeir draumar,
sem knúðu foreldra hennar að leita
til þessara eyðieya.----
Við sigldum til Academy Bay á
eynni Indefatigable. Við höfðum
meðferðis nokkra gjafakassa handa
norskri fjölskyldu, sem á heima á
þeirri ey á þeim stað, sem heitir
Miramar. Þessi fjölskylda heitir
Kastdalen.
Þegar við komum í land hittum
við Gus Angermeyer. Foreldrar
hans höfðu flúið Þýzkaland rétt
áður en seinni heimsstyrjöldin skall
á, og farið til Galapgos með dreng-
ina sína. Gus er risi að vexti og
hann er kallaður „traktor“, vegna
þess að hann leikur sér að því að
draga stóreflis tré innan af eynni
niður að strönd. Hann á heima í
Academy Bay ásamt 60öðrumfrum
herjum þar. Þeir eru af ýmsum ætt
um, frá Ecuador, Þýzkalandi, Sviss,
Noregi, Ítalíu og Tékkóslóvakíu,
svo segja má að þar sé alþjóðlegt
þorp.
„Aurbleytan er hræðileg1*, sagði
hann við mig. „Það hefir rignt
meira inni á eynni en nokkuru
sinni áður. Enginn maður hefir
komizt hér á milli og efri byggð-
arinnar í margar vikur“.
Þrátt fyrir þessar slæmu frétt-
ir vorum við ákveðin í því að
heimsækja Kastdalen. Og svo
lögðum við á stað. Fyrst í stað
var vegurinn sæmilegur yfirferð-
ar. En svo byrjaði aurbleytan og
þá áttum við eftir 5 km. Það var
erfiðast fyrst, með>an við reynd-
um að stikla, en svo var ekki um
annað að gera en gösla í gegn
um ófærðina. Okkur skrikaði fót-
ur og við duttum hvað eftir ann-
að. Annar drengurinn okkar sökk
á kaf upp að hné, og þegar hann
dró fótinn upp, var skórinn horf-
inn. Hann gerði sér þá hægt um
hönd, kraflað'i niður í holuna og
náði í skóinn. Öll vorum við forug
upp á höfuð þegar við náðum
áfangastað. Þar komu tíu fallegir
hvolpar geltandi á móti okkur.
Viðtökur húsráðenda voru ekki
jafn háværar, en engu síður alúð-
legar. Það var farið með okkur í
gegnum garðinn og að húsabaki,
og þar voru okkur fengnar marg-
ar fötur fullar af rigningavatni,
til þess að skola af okkur óhrein-
indin.
Kastdalen-fjölskyldan kom til
Galapagos fyrir 18 árum. Kast-
dalen var orðinn þreyttur á Ev-
rópu og gauraganginum þar og
fór hingað til þess að leita sér
friðar. Fjölskyldan hafði ekki gert
sér neinar gyllivonir um þennan
stað, en var þó óviðbúin þeim
erfiðleikum, sem fyrst var við að
stríða. Fólkið varð að hafast við
undir segli í steikjandi hita sum-
arsins og skjálfandi af kulda um
rigningatímann. Villisvín eyði-
lögðu sáðgarða þess, og fyrsta ár-
ið varð það að lifa á villtum bjúg-
aldinum.
„Það var sjö klukkustunda ferð
héðan til næsta staðar þar sem
bjúgaldin vaxa, og sjö stunda ferð
heim aftur“, sagði Kastdalen.
„Einu sinni var það, er við kom-
um úr slíkum 14 klukkustunda
leiðangri og áttum örskammt eft-
ir, að múlasnanum skrikaði fótur
í aurleðjunni. Hann datt og
kramdi öll bjúgaldinin. Þá var
ekki um annað að gera en snúa
við og sækja aðra bagga. En mik-
ið hjálpaði hann okkur sá bless-
aður múlasni, og oft hugsuðum
við hlýtt til hans þegar við vor-
um að snæða steikt bjúgaldin,
bjúgaldinakássu eða bjúgaldinin
eins og þau koma frá náttúrunni**.