Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 10
480 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flamingóaí eru á f margir á eyunum. Ef þeir missa * flugrið og lenda á má ganga að ^ ' þeim og taka þá með höndunum í sundunum gerðu fiskveiðar mjög hættulegar, og svo var ekki hægt að koma fiski á markað, vegna þess hvað eyarnar eru afskekktar. í seinni heimsstyrjöldinni lifnaði heldur en ekki yfir eyunum, því að þá gerðu Bandaríkin þar flugstöð og flotastöð. Jarðýtur byltu land- inu um og gerðu flugvöll og vegi, Á annari ey var gerð safnþró mikil fyrir vatn og var það flutt í sér- stökum skipum til flugvallarins. Hermannaskálar risu upp, kvik- myndasýningar fóru fram og niður- soðin og fryst matvæli voru höfð til manneldis. Frú Roosvelt kom jafn vel í heimsókn þangað. Snemma á árinu 1920 fór stór hónur Norðmanna til Galapagos að nema þar land. Höfðu þeim verið sagðar tröllasögur af landkostum þar, mildri veðráttu og gnægð fiska í sjónum. Þeim brá heldur ónota- lega í brún þegar þeir komu þang- að. Samt hófust þeir ótrauðir handa og börðust eins og hetjur. En erfið- leikarnir urðu þeim ofviða. Smám saman flýðu þeir heim aftur, von- sviknir og fátækari en áður að öllu nema sorglegri reynslu. Handaverk þeirra má þó enn sjá á Charles-ey, þar sem þeir hafa skipulagt þorp með mestu nákvæmni, og þar sem enn standa tveir niðursuðuskálar. Sumir landnemanna komust þó aldrei heim aftur og eru þarna enn. Skemmtiferðafólk, sem nokkrum sinnum hefir lagt leið sína til ey- anna, heimsótti þar tvær fjölskyld ur fyrir rúmu ári og segja svo frá því: — Við komum til Chatham-eyar og þá vildi kona mín endilega heim sækja vinkonu sína Karin Cobos. Karin kom hingað með foreldrum sínum 1920, þegar stóri hópurinn kom þangað. En þegar aðrir flýðu heim, urðu foreldrar hennar eftir. Karin er nú gift manni frá Ecuador. Hann er sonur fyrverandi fanga- varðar þarna, en fangarnir höfðu myrt fangavörðinn við dyr hans. Þangað sem Karin býr, er um 8 km. leið frá strönd- inni. Hún býr á stað sem heitir E1 Progreso (Framfara- bær) og virðist það vera skopnefni. Kofarnir eru lélegir og fátæklegir og svín ganga þar á götunum og róta þeim upp. En þarna er þó barnaskóli og kirkja gerð úr hrísi og þéttuð með leir. Presturinn var að skreyta, kirkjuna fyrir jólin, þegar við komum þangað. Karin tók okkur feginsamlega. Eg var þreyttur eftir gönguna, en hún vildi ekki heyra á það minnst. „Við erum að reisa okkur hús uppi hjá vatnsbólinu, og mig langar til .að sýna ykkur það“, sagði hún. „Er langt þangað?“ spurði ég heldur dapurlega. „Nei, það eru ekki nema 10 km.“, sagði hún. „Og vegurinn upp í móti?“ spurði ég- „Já, alla leið“. Það var ekki álitlegt, en við fór- um ríðandi. Karin var bjartsýn: „Meðan saka mannanýlendan var hér, þá voru hundruð nautgripa hér í fjöllun- um“, sagði hún, „og hví skyldi það ekki geta haldist? Við eigum nú að eins 45 kýr, en einhvern tíma eig- um við hundrað, og þá freimleiðum við mjólk, osta, smjör, kjöt og húð ir“. Nýa heimilið er á fögrum stað. Húsið er að vísu smíðað úr timbri frá bandaríska hernámsliðinu, en það er norskur stíll á því. Veröndin veit mót grænni fjallshlíðinni, þar sem kýr Karinar verða á beit í fram tíðinni. Þar eru líka uppsprettur og því er vatnsból hér. Úr stofu- glugganum sér út yfir hafið og til næstu eyar. í norðvestri rís hæsti tindurinn á Chatham. Hann heitir San Joaquin og er 2490 fet á hæð. Þar í fjallshlíðunum er enn fjöldi villihesta, afkomenda þeirra hesta, er sjóræningjarnir fluttu þangað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.