Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 433 * AKagablettir: Grasbrekka á Starrastöðum Á STARRASTÖÐUM í Fremri- byggð í Skagafirði bjó Þorgrím- ur Bjarnason árin 1887—1900 (dó 6. okt. 1900). í búendatali Skaga- fjarðar er sagt að þau Þorgrímur og kona hans, Valgerður Jóns- dóttir (Sveinssonar læknis og náttúrufræðings Pálssonar) hafi búið á Starrastöðum 1887—1901. Þetta er ekki allskostar rétt, því Valgerður dó 1895 eða 1896 og bjó Þorgrímur með ráðskonu er Sigríður hét, eftir lát Valgerðar. Þorgrímur missti heilsu og dó í Akureyrarspítala. Það var hann sem Matthías orkti um hið kunna minningarljóð: Þorgrímur í spít- talanum. Þorgrímur var hár mað- ur vexti og þrekmaður til líkama og sálar, gáfaður í bezta lagi, dugnaðarmaður mikill, raunsær mað>ur er ekki vildi trúa á neinar hégiljur. Þau hjón áttu þrjár dætur, Hólmfríði er fór til Ameríku, Sigrúnu er dó ekki fyr- en Sanasol og Vitaplex, og einna óhagstæðast er verðið á Sanasol. ABCDin-sýrópið verður einnig hlutfallslega ódýrara en hinar blöndurnar. En þær eru gómsæt- ari, enda munu þær blandaðar sykri svo er að minnsta kosti um Sanasol, því að helmingur þess er hreinn sykur. Þessar línur ættu að geta orðið almenningi og jafnvel læknum bending í þá átt að eyða ekki peningum að óþörfu í fjörefnalyf, og velja þá helzt þau, sem ódýr- ust eru- ir löngu, ógift á Akureyri (fædd 1885) og Stefaníu sem varð hús- freya í Mývatnssveit. Austan í túninu á Starrastöð- um er grasbrekka allbrött. Var sagt að þau álög væru á brekku þessari, eða hluta af henni, að ekki mætti slá hana og hirða hey af henni. Væri það gert, myndi sá er það gerði verða fyrir þung- um örlögum á einhvern hátt. Eg var hjá foreldrum mínum á Mæli- felli, næsta bæ við Starrastaði, 1888—1900 og fór frá Mælifelli vorið 1900 nær því fimmtán ára að aldri. Er mér því vel kunnugt um þessi mál, enda þeir faðir minn, séra Jón Magnússon og Þorgrímur góðir vinir og við börnin á Mælifelli og Starrastöð- um lékum okkur oft saman. Auk þess voru bækur lestrarfélagsins geymdar á Starrastöðum og kom eg þangað því mjög oft á veturna til þess að fá bækur eða skila. En sagan um álagaundrin er þannig: Þorgrímur bóndi hafði að engu viðvaranir og sló brekkuna. Vet- urinn eftir missti hann góða kú. Næsta sumar sló hann hólinn aft- ur. Um haustið fórst reiðhestur hans, ungur gæðingur. Enn sló Þorgrímur brekkuna. Gerðist nú ekkert fyrr en Þorgrímur hafði slegið blettinn enn eitt sumar. En það haust datt kona hans af hest- baki og meiddist svo að hún dó af þeim völdum nokkru síðer. Eg held að Þorgrímur hafi alltaf slegið brekkuna enda alls ekki viljað trúa því að óhöpp sú, dauði og heilsuleysi hafi neitt verið i sambandi við það. Hann var, sem sagt, algerlega hjátrúarlaus mað- ur. Margir settu þó óhöppin og heilsuleysi og dauða þeirra Þor- gríms og konu hans í samband við það að hann sló þessa álaga- brekku. Ekki er mér kunnugt um það, hvort Ólafur Sveinsson, sem fór að búa á Starrastöðum 1901, og bjó þar lengi, sló brekku þessa, né heldur hvort núverandi bóndi á Starrastöðum slær hana. Þorsteinn Jónsson. Var það halastjarna? HINN 30. júní 1908 varð ógurleí sprenging á óbyggðu svæði austur { Síberíu. Heldu menn að þar hefði fallið loftsteinn til jarðar, hinn stærsti er sögur fara af. Seinna kom í Ijós að þarna var gríðarstór gígur, og á breiðu svæði allt umhverfis höfðu skógartrén kubb* ast sundur og öll fallið í átt frá gígn- um. Fyrir fáum árum var gerður þang- að rannsóknaleiðangur, sem stjörnu- fræðingurinn E. L. Krinov stjórnaði. Hann fann þar engar minjar eftir loftstein, engin smábrot, og hefði þau þó átt að vera þarna eftir svo stóran loftstein. Þetta þótti mjög merkilegt og komu fram ýmsar getgátur um hvað þarna hefði gerzt. Meðal annars heldu sumir visindamenn Rússa því fram, að kjamorkuknúið geimfar frá annarri stjörnu mundi hafa farizt þarnæ En nú hefir Krinov komið fram með aðra skýringu. Hann heldur því fram að halastjarna hafi rekizt á jörðina þama. Reykskýið, sem barst frá sprengingunni til Vesturlanda, muni einmitt hafa verið ryk úr hala haiastjörnunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.