Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 12
432
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Tunnan, þar sem
skip skilja eftir
póst og önnur skip
hirða hann
Smám saman fór að rætast úr
fyrir fjölskyldunni. Fyrsta upp-
skeran var hvítkál, og það var
gleðileg tilbreyting í mataræðinu.
Svo gátu þeir farið að veiða og
náðu í villisvín og höfðu þá flesk
á borðum. Og svo komu þeir upp
húsi, og það er með norsku lagi.
Enda þótt við kæmum öllum að
óvörum, var slegið upp veizlu í
móti okkur. Þar var á borðum
brauð, villisvínasteik, ostur, pa-
pya og kaffi. Allt var heimafeng-
ið. Þau höfðu náð í villikú og
tamið hana, þess vegna höfðu þau
mjólk og ost.
Kastdalen-fjölskyldan hefir ekki
átt neitt samneyti við umheiminn
síðan hún kom hingað. En hún
saknar þess ekki. Hún hefir brot-
izt áfram þangað til hin ófrjóv-
sama jörð á Indefatigable hefir
veitt henni allsnægtir og lífs-
hamingju. Hér hefir hún nú
fundið þann frið, sem hún leitaði
að. —
Á Charles-ey gerðist harmsaga,
sem mörgum er enn minnisstæð,
og þar er enn götustígur, sem
nefnist El Camino de la Muerte,
eða Dauðastígur, og minnir á
þann atburð.
Það var árið 1932 að austurrísk
kona, Eloisa Wagner de Bousquet
að nafni og þóttist vera barón-
essa, kom til eyarinnar frá París,
ásamt tveimur vinum sínum. Hún
kallaði sig þegar drottningu eyar-
innar. Áður en árið var liðið
hvarf hún skyndilega og annar
karlmaðurinn. Er staðhæft þar á
eyunum að þau hafi verið myrt.
Svo hvarf hinn karlmaðurinn.
Hann hafði farið frá eynni á báti
og fannst seinna á eynni Blindloe,
þar sem hann hafði sálast úr
þorsta. Meira vita menn ekki.
Ævintýrinu var lokið — með
ósköpum.
Á Charles-ey er lendingarstað-
ur, sem heitir Post Office Bay,
eða Pósthúsvogur. En þar er
ekkert pósthús. Þó hefir póstaf-
greiðsla farið þar fram um rúma
öld. Þar er tunna, sem sjómenn
láta bréf sín í, og næsta skip, sem
kemur þar, hirðir svo bréfin. Er
þetta talin borgaraleg skylda.
Þessi tunna á sína sögu. Það
var í stríðinu 1812. Þá um vetur-
inn sigldi David Porter á her-
skipinu „Essex“ suður fyrir Horn
og hugðist herja á ensk skip í
Kyrrahafi. Honum barst orðróm-
ur um, að brezk skip hefðist við
hjá Galapagos-eyum. Hann sigldi
rakleitt þangað og tók land í
Pósthúsvogi. Og þar í pósttunn-
unni fann hann skrá um ensk
skip og ferðir þeirra. Hafði skrá-
in verið látin þarna til þess að
hvalveiðiskip færi með hana heim
til Englands. En nú hafði Porter
fengið þessar upplýsingar í hend-
ur. Hann lónaði svo þarna á milli
eynna og hann hertók þar sam-
tals 12 brezk skip. —
Sjómenn, sem þarna koma,
hafa löngum talið sér skylt að
halda tunnunni vel við, mála
hana og endurnýa, ef þörf þótti.
Við fylgdum þessari reglu, gerð-
um við tunnuna og máluðum
hana. Svo settum við nokkur bréf
í hana. Tveimur mánuðum seinna
voru bréfin komin til skila í
Bandaríkjunum.
Galapagos-eyar eru mjög eld-
brunnar. Þær eru þaktar hrauni,
hraunsalla og eldfjallaösku. Allt
úrkomuvatn hverfur því jafn-
i