Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1961, Blaðsíða 8
428 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GALAPAGOS-EYAR Galapagos Isla ,ds nio y ^ / r. ' zsAWnt* ‘^(AbingdooJ * 3024 Marchena GeTotX - = _ . „ 'i Darrnn Bayy'] Yankee put mto Darmo Bay • BB44 *fter tOIS-mUtcruise ^ from thé P*n*m* Cjmjil ...~-x*0*Z*-.....■& , I?* Jap* w | Panamu C»nal S -ÁX:.Æ> JLqmtar \ _ ....SanSalvador i,BucaneerCíw?t, Uames!..wan8ay 4 • iam*^ ‘ • * '_Birtolcmé{8*rtív>!&mcwi Galapagos „..... !sian<l§ ' SOUTHA^RICA | „ Peru\ • w't i $ Current' X \ í Faeí/ír Oceon * í . CHIUE F«rna; , (Narbof&i 3t>00 \« % BaltraX* Elmbeth 8*ýjyy , yo J*~T-'C:XSanta Cru* % \ \fHSISP |^» JVlrKl«fatigable) '6 •'''„, Baqu«ót«^ð'e SanCristóbal | (Chatham) .i ..-'iTscr--. f t0t<‘ce Ba/ Efevitiom &nó Soundíngs m F*et r bíati ; VicíorJ. Keitey \~\$\B*rrtlpost Officr -{p^Santa Maria (Charl«*) t.noía Hóoai Galapagos-eyar eru í Kyrrahafi og l,iggur Miðjarðarlínan um þær. Þangað liggur hinn svonefndi Perú straumur, sem kominn er sunnan frá Suðuríshafi. Veldur hann því, að loftslag er þar nokkru kaldara en búast mætti við. Með straumi þessum berst mikið svif og því er fjölskrúðugt dýralíf þar í sjónum, selir, hvalir og sæljón og fiskateg- undir margar. Þarna er veðurfar hlýtt allan árs ins hring. En eyarnar eru afar hrjóstugar og þar er lítið um vatn. Margir skipbrotsmenn, sem komist hafa þar á land, hafa örmagnast og dáið af þorsta. Það er ekki fyr en hátt upp í fjöllum að gróðurs og rennandi vatns gæt ir. Mælt er að Tomas de E^prlanga, biskup í Panama, hafi fundið ey- arnar árið 1535. Spanska stjórnin sendi hann til þess að hafa fréttir af Pizarro og var förinni heitið til Perú. En þeir fengu mótbyr og hrakti skipin út á haf og bar seinast að eyum þessum. En þótt sagan telji að Berlanga hafi fundið ey- arnar og gengið þar fyrstur manna á land, sýndu þó rannsóknir Thor Heyerdahl 1953, að menn höfðu hafst við á eyunum áður en Ber- langa kom þangað. Eyarnar draga nafn sitt af hinum stóru skjaldbökum, sem þar voru þúsundum saman, er Berlanga kom þangað. Spánverjar kalla þessar skjaldbökur „galápago“. Skjaldbökurnar eru svo stórar, að sumar þeirra vógu 500 pund. Nú er aðeins fátt eftir af þeim og allar líkur til að þær verði al- dauða áður en langt um líður Þegar skip voru þarna á siglingu skömmu eftir að eyarnar fundust, vöruðu menn sig ekki á hinum stríðu straumum, sem þar eru. Straumarnir báru skipin alla vega, svo að menn sáu ekki betur en að eyarnar hyrfu ýmist eða þeim skyti úr hafi. Þess vegna fengu þær þá nýtt nafn og voru kallaðar Furðu- eyar. Gæti það nafn átt vel við þær enn, því margt er þar furðulegt. Eyarnar eru taldar 13, en auk þess eru sker og klettar. Þær eru um 600 sjómílur vestur af Ecuador- strönd. Spánverjar gáfu þeim öll- um nöfn upphaflega. Svo settust enskir sjóræningjar í eyarnar, og þeir gáfu þeim ensk nöfn eftir sínu höfði. Hafa eyarnar síðan gengið undir tveimur nöfnum og er annað spanskt, en hitt enskt. Nöfnin eru þessi og eru ensku nöfnin í svigum: Isabela (Albemarle), Fernandina (Narborough), Santa Cruz (Inde- fatigable), San Salvador (James), SanCristobal (Chatham),Espanola (Hood), Genovesa (Tower), Santa Fé (Barrington), Pinzon (Duncan) og Rábida (Jervis). Þarna var kj.örinn staður fyrir sjóræningja, góðar hafnir og marg- ir felustaðir fyrir skip. Þaðan var og skammt að fara til þess að sitja fyrir skipum þeim, sem sigldu milli Perú og Panama. Víða höfðu sjó- ræningjar bækistöðvar sínar á ey- unum, enda eru énn uppi sögur um, að víða sé þar fólgnir fjársjóðir í jörð síðan á dögum sjóræningjanna. En sjóræningjarnir gerðu fleira. Þeir fluttu þangað skepnur, svo sem geitur, svín og nautgripi og slenntu þeim á land. Þessar skepn- ur hafa síðan gengið þar villtar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.