Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 1
 >)>MU<^« Maim Jxlt i.«■»<«1i { 7. tbl. 1. apríl 1962 37 árg. Ég komst að því, að hann lifði mjög kyrrlátu lífi í Vevey. Hvert sem iitið var, sáust aðeins grænar flatir og skógar — fuglasöngur, þyt- ur í laufi og fyrir framan húsið sátu tígulegir svanir á vatninu. Á kyrrum morgnum heyrðust hvellir frá skotsvæði, sem var rétt hjá, en þar æfá borgararnir í Vevey sig. Ég minnist þess, að pabba var jafnvel illa við hvelli af púðurkerlingum, og vai'ð því hvorki undrandi á gremju hans vegna skothvellanna né óvild hans í garð fasteignasalans fyrir að hafa ekki minnzt á skot- svæðið áður en kaupin fóru fram. rátt fyrir skotsvæðið fannst mér ailtaf mikil frið- FRÆGÐIN VERKAR EINS OG ÁFENGI CHARLES Chaplin, yngri, hefur nýlega skrifað bók um föðm* sinn, og hefur hún vakið talsverða at- hygli. Hér fer á eftir síð- asti kafli bókarinnar: E. G hitti föður minn í Ve- vey, meðan við Syd vorum að taka saman mynd í Þýzkalandi. Ég hringdi fyrst til hans, eins og ég var vanur. Hann virtist undr- andi og nærri hneyltslaður, eins og alltaf áður, að ég skyldi fara svo formlega að eftir langan að- skilnað. „Auðvitað kemurðu", sagði hann. Ég fór strax. Þetta var réttum fimm dögum eftir heimsókn Sjú En- læs. í annað skipti á ævinni, hið fyrra var er hann afsalaði sér borg- ararétti, tók ég hann til bæna vegna hegðunar hans. „Herra minn trúr, pabbi“, sagði ég, „hversvegr þarftu að vera að bjóða þessum piamri til kvöldverð- ar? Veiztu hvað þú ert að gera? Þú gerir alla enskumælandi menn að ó- vinum þínum“. „Ég get ekki gort að, þótt þeir séu eins og ég“, svaraði pabbi með sinni venjulegu þrjózkulegu rök- semdafærslu. „Mig langaði til að vita, hvernig hann væri innréttaður. Ég er auðvitað ekki hrifinn af öll- um stefnumálum hans. Eigi að síð- ur er hann afar athyglisverður mað- ur, og reyndar skarpgáfaður“. \Jlsepamonn, íólkið af Skid- Row, Einstein, tónlistarmenn, H. G. Wells, Sjú En-læ, forvitni pabba um fólk á sér engin takmörk. Hann er jafnforvitinn um athyglisverða staði. Honum þykir gaman að ferðast ó- þekktur með ferðamannahópum og hlusta á vaðalinn í leiðsögumönn- unum. Hann hefur heimsótt alla staði í nágrenninu, sem eru þess virði. Og meðan ég var þar, heimt- aði hann að ég léti bílstjórann sinn sæld í Vevey. Ég var þar í fimm daga og á fjórða degi voru taugar mínar komnar í ólag. Syd sagði mér, að < hann hefði þolað við í tvær vikur, en þá varð hann að flýja aftur til stórborgarinn ar til að öðlast geð- heilsu sína á ný. Pabbi elskar einangrunina og getur dvalizt þar lengur en við, en hann og Oona fara til Parísar eða London öðru hverju til að fara í leikhús, hlusta á óperur, horfa á balletta og njóta dýrðar borgarlífsins um stund. Ég hef ástæðu til að ætla, að þrátt fyr- ir þægilega ævi sakni pabbi hinna gömlu daga með ljósköstur- um, frumsýningum og aðdáendum. Ég minnist kvöldsins þeg ar Oona, pabbi, Syd og ég fórum öll til kvöldverðar í Palace Hotel í Lausanne. Meðan á máltíðinni stóð safnaðist þröng gagnfræðaskólanema saman utan við dyrn- ar, og brátt varð ijóst, að þeir voru að bíða eftir pabba. Yfir- þjónninn bauðst til að koma okkur út um aðrar dyr, en pabbi hristi höfuðið. aka mér til Chillon-kastala, sem varð Byron lávarði slíkt aðdáunar- efni, að hann orti hið minnisverða kvæði „Fanginn í Chillon" á einni nóttu eftir að hafa skoðað kastal- ann. Pabbi var búinn að fara um allan kastalann sjálfur. umst inn í bílinn. Jafnvel eftir það héldu þeim áfram að hrista bílinn og berja í rúðurnar. Þeir voru jafnvel búnir að dælda hann, áður en við sluppum. En pabbi sat þama bara og virtist hafa gaman af öllu saman. Ég býst við, að það sé algild- ur sannleikur, að hversu mjög sem leikara er annt um einkalíf sitt, verkar frægðin og hylling með- bræðra hans alltaf á han.i sem áfengi. Meðan ég dvaldist í Vevey spurði pabbi mig um, hvernig liði í Holly- wood, að vísu ekki mikið, en nóg til þess, að ég fór að renna grun í, að hann saknaði borgarinnar meira en hann vildi játa. En enn mátti finna beiskju í honum. Það var beiskja þess manns, sem lagt hefur ofurást á eitthvað eða einhvern, sem síðan hefur sært hann. „Ágætt, ef þeir vilja mig ekki, langar mig ekki þangað aftur“, var afstaða hans. En hann hefur orðið heimspeki- lega sinnaður og friðsamur með ár- unum. Mér fannst það vera Oonu mikið að þakka, hinni fallegu, feimnu og elskulegu Oonu og krakkaöngunum þeirra. Oona sagði einu sinni, að hana langaði til að eignast tíu böm, og lítur út fyrir að það hafi ekki verið sagt í gamni. ■M. „Sr etta gerir ekk- ert til“, sagði hann. Þegar við fórum út, reyndum við Syd að vera sinn hvoru meg- in við pabba og Oonu til að hlífa þeim. Þó mannfjöldinn væri vin gjarnlegur var hann svo fullur af æsku- fjöri, að helzt minnti á múgæsingar. Stór- eflis náungi kom og sló í bakið á pabba. „Halló, C h a r 1 i e ! H v e r n i g hefurðu það?“ kallaði hann. Annar rak olnbog- ann í augað á honum. Hann hraktist fram og aftur 'milli sterlcra, imgra stráka, sem voru að reyna að komast sem næst honum og rífa hnappana af jakkanum hans til minja. Það var nærri búið að kremja okkur til bana, áður en við kom- Leðan ég var í Vevey tók ég eftir því og hafði gaman af, að pabbi, sem var nú umkringdur bömum á öllum aldri, leit ekki leng- ur feimnislega á þau, eins og tákn, sem hann vissi varla hvað ætti að gera við. Hann hefur lært föður- hlutverkið vel síðan fyrir löngu, þegar hann stjáklaði óöruggur og feiminn yfir vöggunum okkar Syds í húsinu á hæðinni. Hvað töluðum við um meðan ég dvaldist hjá honum? Með kastalann í Chillon svona nálægt, var eðlilegt að pabba yrði tíðrætt um hið um- deilda skáld. Hann talaði um staur- fót Byrons, aðdráttarafl hans fyrir konur, beiskju hans út í lífið og staðfestu hans. Staðfesta Byrons geðjaðist hinum þrjózka föður mín- um bezt. Hann talaði einnig um Edgar All- an Poe og veikleika hans, drykkju- köst hans og kæruleysi með sjálfan sig, sem samtímamenn hans áfelld- ust hann fyrir, og mikilleik hans, sem fyrst var viðurkenndur eftir dauða hans. Hann talaði á sama hátt um Shelley, sem hafði verið gerður útlægur frá Englandi vegna áhuga síns á írskum stjórnmálum og skoð- ana sinna á ástum. Faðir minn virtist hafa sætt sig við þá staðreynd, að verk lifandi listamanna eru alltaf skoðuð meira og minna í ljósi einkalífs þeirra. Hann efaðist aldrei um, frá fyrstu tíð, að hann væri listamaður, og verk sín væru verð þess að geym- ast. Meðan aðrir snillingar í Holly- wood, svo sem D. W. Griffith, létu sér á sama standa, þótt þeir misstu sjónar á myndum sínum og þær skemmdust, geymdi hann sínar í sérstaklega smíðuðum dósum, til að verja þær eyðileggingu tímans og náttúruaflanna. Myndir hans eru í dag jafn óskemmdar og þegar þær voru sýndar fyrst. Tryggum aðdá- endum Chaplins þykir án efa for- vitnilegt að heyra, að hann hefur líka geymt þætti, sem voru skornir úr vegna samhengisins, og margir þeirra eru fyndnari en þeir, sem gefnir voru út. Framhald á bls. 9 1 .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.